„Við erum að endurskipuleggja hjá okkur og til að fá meiri og betri yfirsýn, ætla ég að vera útgefandi allra okkar miðla og sjá um sjónvarpsþáttinn vikulega á Stöð,“ segir Björn Ingi Hrafnsson útgefandi og aðaleigandi Vefpressunnar.
Í gær var tilkynnt að hann sé hættur sem ritstjóri Pressunnar og hefur Kristján Kormákur Guðjónsson verið ráðinn í hans stað.
Viðræður eru hafnar á milli Vefpressunnar, fyrirtækis Björns Inga, og útgáfufélags DV um mögulegan samruna. Rúv sagði frá þessu í gær og Björn Ingi staðfestir það í samtali við Vísi.
Hann segir þó ekkert annað að frétta af málinu á þessum tímapunkti. Það muni skýrast á allra næstu dögum.
Forsvarsmenn DV sendu frá sér tilkynningu í síðasta mánuði þar sem sagt var að DV ehf. gæti stækkað innan frá og/eða með yfirtöku eða sameiningu við önnur félög á fjölmiðlamarkaðinum. Sennilega myndi hvorutveggja gerast.
Björn Ingi segir að eigendur DV hafi nálgast eigendur Vefpressunnar vegna málsins og sjálfsagt aðra fjölmiðla líka.
Viðræður hafnar á milli Vefpressunnar og DV

Tengdar fréttir

Ritstjóraskipti á Pressunni
Kristjón Kormákur Guðjónsson tekur við af Birni Inga Hrafnssyni.