Olason búinn að læsa markinu eftir komu Atla til Akureyrar Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. nóvember 2014 13:15 Tomas Olason á stóran þátt í þremur sigurleikjum Atla Hilmarssonar. vísir/stefán Akureyri handboltafélag hefur snúið við blaðinu eftir endurkomu Atla Hilmarssonar norður, en undir stjórn hans eru Akureyringar búnir að vinna þrjá leiki í röð í Olís-deildinni. Fyrir komu Atla var liðið aðeins búið að vinna þrjá leiki af átta, en er nú komið upp í fimmta sæti deildarinnar með tólf stig eftir ellefu leiki. Akureyri lagði Hauka sannfærandi í gærkvöldi, 28-21, en voru búnir að vinna HK, 23-18, og topplið Aftureldingar, 27-23, í tveimur leikjum þar á undan. Liðið fær mun færri mörk á sig síðan Atli tók við liðinu. Í þremur leikjum undir hans stjórn hefur Akureyri fengið á sig 20,6 mörk í leik að meðatali, en í átta leikjum þar á undan fékk liðið á sig að meðaltali 26,3 mörk í leik. Augljóst er að Atli hefur slípað saman varnarleikinn sem átti að vera aðalsmerki liðsins í vetur með Peking-miðvarðaparið Sverre Jakobsson og Ingimund Ingimundarson í hjarta varnarinnar.Atli Hilmarsson byrjar vel.vísir/antonMiklu munar líka um markvörslu Danans Tomasar Olasonar sem byrjaði tímabilið ekki vel. Hann varði vel inn á milli, eins og í leik gegn Fram á útivelli á dögunum þegar hann varði 46 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. En á heimavelli er mikill munur á Tomasi nú og áður en Atli tók við. Í fjórum heimaleikjum áður en Atli tók við liðinu var Olason með að meðaltali 31,5 prósent hlutfallsmarkvörslu. Frammistaða hans gegn Stjörnunni (43 prósent) rífur hann mikið upp þar. Í þremur leikjum gegn Val (26 prósent), ÍBV (22 prósent) og FH (36 prósent) var hann aðeins með 28 prósent hlutfallsmarkvörslu að meðaltali. Eftir að Atli tók við er Olason með magnaða hlutfallsmarkvörslu eða 49,5 prósent að meðatali. Hann varði 41 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig gegn Aftureldingu fyrir tveimur umferðum síðan, 62 prósent gegn HK í síðustu umferð og 46 prósent gegn Haukum í gærkvöldi. Olason reif af sér nokkur kíló fyrir tímabilið og hefur æft mun meira og betur, að sögn Akureyringa. Það er líka eins gott fyrir hann að standa sig því Hreiðar Levý Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, kemur til baka eftir meiðsli á nýju ári og var hann ekki keyptur heim úr atvinnumennsku til að sitja á bekknum.Frammistaða Olasons í fyrstu fjórum heimaleikjunum: 31-27 sigur á Stjörnunni: 20 varin skot (43 prósent hlutfallsmarkvarsla) 27-30 tap gegn Val: 10 varin skot (26 prósent hlutfallsmarkvarsla) 32-33 tap gegn ÍBV: 8 varin skot (22 prósent hlutfallsmarkvarsla) 20-27 tap gegn FH: 15 varin skot (36 prósent hlutfallsmarkvarsla)Meðaltal: 31,5 prósent hlutfallsmarkvarslaFrammistaða Olasons í síðustu þremur heimaleikjum: 27-23 sigur á Aftureldingu: 16 varin skot (41 prósent hlutfallsmarkvarsla) 23-18 sigur á HK: 23 varin sko (62 prósent hlutfallsmarkvarsla) 28-21 sigur á Haukum: 18 varin skot (46 prósent hlutfallsmarkvarsla)Meðaltal: 49,5 prósent hlutfallsmarkvarsla Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Haukar 28-21 | Akureyringar fóru illa með Hauka Akureyrarliðið fagnaði sínum þriðja sigri í röð í Olís-deild karla í handbolta í kvöld þegar liðið vann sjö marka stórsigur á Haukum, 28-21, í Höllinni á Akureyri. 17. nóvember 2014 14:07 Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Afturelding 27-23 | Allt annað lið undir stjórn Atla Það var boðið upp á spennu, hörku og dramatík á Akureyri í kvöld þegar heimamenn sigruðu lið Aftureldingar í leik sem var mikil skemmtun fyrir áhorfendur. 6. nóvember 2014 16:25 Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - HK 23-18 | Tveir sigrar í röð undir stjórn Atla Akureyri átti ekki í miklum vandræðum með að leggja HK að velli í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. 13. nóvember 2014 11:44 Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Fleiri fréttir Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Sjá meira
Akureyri handboltafélag hefur snúið við blaðinu eftir endurkomu Atla Hilmarssonar norður, en undir stjórn hans eru Akureyringar búnir að vinna þrjá leiki í röð í Olís-deildinni. Fyrir komu Atla var liðið aðeins búið að vinna þrjá leiki af átta, en er nú komið upp í fimmta sæti deildarinnar með tólf stig eftir ellefu leiki. Akureyri lagði Hauka sannfærandi í gærkvöldi, 28-21, en voru búnir að vinna HK, 23-18, og topplið Aftureldingar, 27-23, í tveimur leikjum þar á undan. Liðið fær mun færri mörk á sig síðan Atli tók við liðinu. Í þremur leikjum undir hans stjórn hefur Akureyri fengið á sig 20,6 mörk í leik að meðatali, en í átta leikjum þar á undan fékk liðið á sig að meðaltali 26,3 mörk í leik. Augljóst er að Atli hefur slípað saman varnarleikinn sem átti að vera aðalsmerki liðsins í vetur með Peking-miðvarðaparið Sverre Jakobsson og Ingimund Ingimundarson í hjarta varnarinnar.Atli Hilmarsson byrjar vel.vísir/antonMiklu munar líka um markvörslu Danans Tomasar Olasonar sem byrjaði tímabilið ekki vel. Hann varði vel inn á milli, eins og í leik gegn Fram á útivelli á dögunum þegar hann varði 46 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. En á heimavelli er mikill munur á Tomasi nú og áður en Atli tók við. Í fjórum heimaleikjum áður en Atli tók við liðinu var Olason með að meðaltali 31,5 prósent hlutfallsmarkvörslu. Frammistaða hans gegn Stjörnunni (43 prósent) rífur hann mikið upp þar. Í þremur leikjum gegn Val (26 prósent), ÍBV (22 prósent) og FH (36 prósent) var hann aðeins með 28 prósent hlutfallsmarkvörslu að meðaltali. Eftir að Atli tók við er Olason með magnaða hlutfallsmarkvörslu eða 49,5 prósent að meðatali. Hann varði 41 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig gegn Aftureldingu fyrir tveimur umferðum síðan, 62 prósent gegn HK í síðustu umferð og 46 prósent gegn Haukum í gærkvöldi. Olason reif af sér nokkur kíló fyrir tímabilið og hefur æft mun meira og betur, að sögn Akureyringa. Það er líka eins gott fyrir hann að standa sig því Hreiðar Levý Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, kemur til baka eftir meiðsli á nýju ári og var hann ekki keyptur heim úr atvinnumennsku til að sitja á bekknum.Frammistaða Olasons í fyrstu fjórum heimaleikjunum: 31-27 sigur á Stjörnunni: 20 varin skot (43 prósent hlutfallsmarkvarsla) 27-30 tap gegn Val: 10 varin skot (26 prósent hlutfallsmarkvarsla) 32-33 tap gegn ÍBV: 8 varin skot (22 prósent hlutfallsmarkvarsla) 20-27 tap gegn FH: 15 varin skot (36 prósent hlutfallsmarkvarsla)Meðaltal: 31,5 prósent hlutfallsmarkvarslaFrammistaða Olasons í síðustu þremur heimaleikjum: 27-23 sigur á Aftureldingu: 16 varin skot (41 prósent hlutfallsmarkvarsla) 23-18 sigur á HK: 23 varin sko (62 prósent hlutfallsmarkvarsla) 28-21 sigur á Haukum: 18 varin skot (46 prósent hlutfallsmarkvarsla)Meðaltal: 49,5 prósent hlutfallsmarkvarsla
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Haukar 28-21 | Akureyringar fóru illa með Hauka Akureyrarliðið fagnaði sínum þriðja sigri í röð í Olís-deild karla í handbolta í kvöld þegar liðið vann sjö marka stórsigur á Haukum, 28-21, í Höllinni á Akureyri. 17. nóvember 2014 14:07 Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Afturelding 27-23 | Allt annað lið undir stjórn Atla Það var boðið upp á spennu, hörku og dramatík á Akureyri í kvöld þegar heimamenn sigruðu lið Aftureldingar í leik sem var mikil skemmtun fyrir áhorfendur. 6. nóvember 2014 16:25 Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - HK 23-18 | Tveir sigrar í röð undir stjórn Atla Akureyri átti ekki í miklum vandræðum með að leggja HK að velli í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. 13. nóvember 2014 11:44 Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Fleiri fréttir Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Haukar 28-21 | Akureyringar fóru illa með Hauka Akureyrarliðið fagnaði sínum þriðja sigri í röð í Olís-deild karla í handbolta í kvöld þegar liðið vann sjö marka stórsigur á Haukum, 28-21, í Höllinni á Akureyri. 17. nóvember 2014 14:07
Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Afturelding 27-23 | Allt annað lið undir stjórn Atla Það var boðið upp á spennu, hörku og dramatík á Akureyri í kvöld þegar heimamenn sigruðu lið Aftureldingar í leik sem var mikil skemmtun fyrir áhorfendur. 6. nóvember 2014 16:25
Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - HK 23-18 | Tveir sigrar í röð undir stjórn Atla Akureyri átti ekki í miklum vandræðum með að leggja HK að velli í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. 13. nóvember 2014 11:44