UFC 180: Nær Mark Hunt að fullkomna ótrúlegustu endurkomu í sögu bardagaíþrótta? Pétur Marinó Jónsson skrifar 14. nóvember 2014 22:30 Hunt rotar Struve en Struve er 35 cm hærri en Hunt. Vísir/Getty Annað kvöld fer UFC 180 fram í Mexíkó. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Mark Hunt og Fabricio Werdum um „interim“ þungavigtartitil UFC. Sigri Mark Hunt á morgun verður það einhver ótrúlegasta endurkoma í sögu bardagaíþrótta. Saga Mark Hunt er í raun alveg ótrúleg. Mark Hunt ólst upp í Auckland í Nýja-Sjálandi og var lífið hans enginn dans á rósum. Hann sat tvisvar inni í fangelsi fyrir ýmsa smáglæpi en eitt kvöld átti eftir að breyta lífi hans. Eftir langa drykkju á skemmtistað í Auckland skömmu eftir að hann var látinn laus úr fangelsi lenti hann í enn einum slagsmálunum. Slagsmálin stóðu ekki lengi yfir þar sem Mark Hunt rotaði nokkra árásarmenn á skömmum tíma. Einn dyravarðanna á staðnum var yfir sig hrifinn af höggþunga Hunt og bauð honum að koma og æfa Muay Thai hjá sér. Hunt þáði boð dyravarðarins en viku seinna háði Hunt sinn fyrsta Muay Thai bardaga sem hann sigraði að sjálfsögðu með rothöggi. Upp frá því hófst glæsilegur sparkbox ferill hans en síðar skiptir Hunt yfir í MMA. UFC samdi við hinn 36 ára gamla Mark Hunt þegar hann var með bardagaskorið 5-6 (fimm sigrar og sex töp), á fimm bardaga taphrynu og hafði ekki sigrað bardaga síðan árið 2006. Ekki byrjaði það vel hjá Hunt í UFC en hann tapaði fyrsta bardaganum eftir uppgjafartak eftir rúma mínútu í fyrstu lotu. Því næst mætti hann Chris Tuchscherer. Það má segja að þarna hafi endurkoman byrjað þar sem Hunt rotaði Tuchscherer í fyrstu lotu og endaði sex bardaga taphrynu. Öllum að óvörum sigraði Hunt næstu þrjá bardaga og var óvænt búinn að sigra fjóra bardaga í röð í UFC – þar af þrjá með rothöggi. Enginn hefði getað spáð því að Mark Hunt ætti eftir að fá titilbardaga í UFC þegar hann kom fyrst í bardagasamtökin. Að eigin sögn var hann svo lélegur að hann hefði ekki getað sigrað brotinn stól. Í dag er hann einum bardaga frá því að vera þungavigtarmeistari UFC. Mark Hunt hefur algjörlega snúið við blaðinu en í dag er hann afar trúaður maður og þakkar hann trúnni fyrir velgengni sinni í dag. Hann er hættur að reykja og drekka og hefur umturnað lífi sínu. Á laugardaginn mætir hann Fabricio Werdum í aðalbardaga UFC 180 og með sigri getur hann orðið þungavigtarmeistari UFC – afrek sem verður sennilega minnst sem ótrúlegustu endurkomu í sögu bardagaíþrótta. Ítarlegri lesningu af Mark Hunt (m.a. hvernig hann fékk samninginn við UFC) og myndbrot af rothöggum Mark Hunt má finna á vef MMA Frétta hér. UFC 180 fer fram aðfaranótt sunnudags og hefst útsendingin kl 3 í beinni á Stöð 2 Sport. MMA Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Leik lokið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar skoruðu 25 stig í röð og eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sjá meira
Annað kvöld fer UFC 180 fram í Mexíkó. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Mark Hunt og Fabricio Werdum um „interim“ þungavigtartitil UFC. Sigri Mark Hunt á morgun verður það einhver ótrúlegasta endurkoma í sögu bardagaíþrótta. Saga Mark Hunt er í raun alveg ótrúleg. Mark Hunt ólst upp í Auckland í Nýja-Sjálandi og var lífið hans enginn dans á rósum. Hann sat tvisvar inni í fangelsi fyrir ýmsa smáglæpi en eitt kvöld átti eftir að breyta lífi hans. Eftir langa drykkju á skemmtistað í Auckland skömmu eftir að hann var látinn laus úr fangelsi lenti hann í enn einum slagsmálunum. Slagsmálin stóðu ekki lengi yfir þar sem Mark Hunt rotaði nokkra árásarmenn á skömmum tíma. Einn dyravarðanna á staðnum var yfir sig hrifinn af höggþunga Hunt og bauð honum að koma og æfa Muay Thai hjá sér. Hunt þáði boð dyravarðarins en viku seinna háði Hunt sinn fyrsta Muay Thai bardaga sem hann sigraði að sjálfsögðu með rothöggi. Upp frá því hófst glæsilegur sparkbox ferill hans en síðar skiptir Hunt yfir í MMA. UFC samdi við hinn 36 ára gamla Mark Hunt þegar hann var með bardagaskorið 5-6 (fimm sigrar og sex töp), á fimm bardaga taphrynu og hafði ekki sigrað bardaga síðan árið 2006. Ekki byrjaði það vel hjá Hunt í UFC en hann tapaði fyrsta bardaganum eftir uppgjafartak eftir rúma mínútu í fyrstu lotu. Því næst mætti hann Chris Tuchscherer. Það má segja að þarna hafi endurkoman byrjað þar sem Hunt rotaði Tuchscherer í fyrstu lotu og endaði sex bardaga taphrynu. Öllum að óvörum sigraði Hunt næstu þrjá bardaga og var óvænt búinn að sigra fjóra bardaga í röð í UFC – þar af þrjá með rothöggi. Enginn hefði getað spáð því að Mark Hunt ætti eftir að fá titilbardaga í UFC þegar hann kom fyrst í bardagasamtökin. Að eigin sögn var hann svo lélegur að hann hefði ekki getað sigrað brotinn stól. Í dag er hann einum bardaga frá því að vera þungavigtarmeistari UFC. Mark Hunt hefur algjörlega snúið við blaðinu en í dag er hann afar trúaður maður og þakkar hann trúnni fyrir velgengni sinni í dag. Hann er hættur að reykja og drekka og hefur umturnað lífi sínu. Á laugardaginn mætir hann Fabricio Werdum í aðalbardaga UFC 180 og með sigri getur hann orðið þungavigtarmeistari UFC – afrek sem verður sennilega minnst sem ótrúlegustu endurkomu í sögu bardagaíþrótta. Ítarlegri lesningu af Mark Hunt (m.a. hvernig hann fékk samninginn við UFC) og myndbrot af rothöggum Mark Hunt má finna á vef MMA Frétta hér. UFC 180 fer fram aðfaranótt sunnudags og hefst útsendingin kl 3 í beinni á Stöð 2 Sport.
MMA Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Leik lokið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar skoruðu 25 stig í röð og eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sjá meira