Sendiráðin í eigu erlendra ríkja metin á rúman milljarð Kjartan Atli Kjartansson og Aðalsteinn Kjartansson skrifar 11. nóvember 2014 15:11 Hér má sjá nokkur af sendiráðunum hér á landi. Kínverska sendiráðið er í lang verðmætasta húsnæðinu af öllum sendiráðum hér á Íslandi, sé miðað við fasteignamat og brunabótamat. Fasteignamat kínverska sendiráðsis er 394 milljónir króna. Sendiráð Rússlands er í næst verðmætasta húsnæðinu, miðað við fasteignamat, en það er metið á 184 og hálfa milljón króna. Norska sendiráðið er aftur á móti næst verðmætast sé miðað við brunabótamat, en það hljóðar upp á 232 milljónir króna. Nokkuð ósamræmi er í brunabótamati og fasteignamati þar, en fasteignamatið er 167 milljónir.Hér að neðan má sjá staðsetningu allra skráðra sendiráða á Íslandi. Bláu punktarnir tákna þau sendiráð sem eru í eigu erlendra ríkja. Appelsínugulu punktarnir tákna sendiráð sem eru í leiguhúsnæði, eða þá að upplýsingar liggja ekki fyrir. Húsnæði bandaríska sendiráðsins við Laufásveg er líklega þekktasta sendiráð erlends ríkis hér á landi. Það er metið á 128 milljónir samkvæmt fasteignamati, en brunabótamat er 185 milljónir króna. Alls eru 14 ríki með skráð sendiráð hér á landi, eins og kemur fram í gögnum Utanríkisráðuneytisins. Auk ríkjanna 14 er Evrópusambandið með sendiráð hér á landi. Einnig eru nokkrar aðalræðisskrifstofur, til dæmis halda Ítalir og Hollendingar úti slíkum skrifstofum. Af ríkjunum fjórtán sem eru með sendiráð hér á landi eru átta þeirra í húsnæði sem ríkin eiga sjálf, samkvæmt fasteignaskrá. Hér að ofan má sjá staðsetningu allra sendiráða á Íslandi og með því að færa bendilinn yfir punktana sem tákna sendiráðin má sjá fasteignamat og brunabótamat hvers húsnæðis, þar sem þær upplýsingar liggja fyrir. Sum sendiráðanna eru í leiguhúsnæði og er verðmæti þess hluta húsnæðis sem sendiráðin leigja ekki sérstaklega tilgreindur hjá fasteignaskrá. Árið 2010 sagði Vísir frá því að kínverska sendiráðið hefði fest kaup á húsnæði við Skúlagötu 51, sem síðar varð Bríetartún. Húsnæðið er tæplega 4200 fermetrar og keyptu Kínverjar húsið af félaginu 2007 ehf. Hús og heimili Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Kínverska sendiráðið er í lang verðmætasta húsnæðinu af öllum sendiráðum hér á Íslandi, sé miðað við fasteignamat og brunabótamat. Fasteignamat kínverska sendiráðsis er 394 milljónir króna. Sendiráð Rússlands er í næst verðmætasta húsnæðinu, miðað við fasteignamat, en það er metið á 184 og hálfa milljón króna. Norska sendiráðið er aftur á móti næst verðmætast sé miðað við brunabótamat, en það hljóðar upp á 232 milljónir króna. Nokkuð ósamræmi er í brunabótamati og fasteignamati þar, en fasteignamatið er 167 milljónir.Hér að neðan má sjá staðsetningu allra skráðra sendiráða á Íslandi. Bláu punktarnir tákna þau sendiráð sem eru í eigu erlendra ríkja. Appelsínugulu punktarnir tákna sendiráð sem eru í leiguhúsnæði, eða þá að upplýsingar liggja ekki fyrir. Húsnæði bandaríska sendiráðsins við Laufásveg er líklega þekktasta sendiráð erlends ríkis hér á landi. Það er metið á 128 milljónir samkvæmt fasteignamati, en brunabótamat er 185 milljónir króna. Alls eru 14 ríki með skráð sendiráð hér á landi, eins og kemur fram í gögnum Utanríkisráðuneytisins. Auk ríkjanna 14 er Evrópusambandið með sendiráð hér á landi. Einnig eru nokkrar aðalræðisskrifstofur, til dæmis halda Ítalir og Hollendingar úti slíkum skrifstofum. Af ríkjunum fjórtán sem eru með sendiráð hér á landi eru átta þeirra í húsnæði sem ríkin eiga sjálf, samkvæmt fasteignaskrá. Hér að ofan má sjá staðsetningu allra sendiráða á Íslandi og með því að færa bendilinn yfir punktana sem tákna sendiráðin má sjá fasteignamat og brunabótamat hvers húsnæðis, þar sem þær upplýsingar liggja fyrir. Sum sendiráðanna eru í leiguhúsnæði og er verðmæti þess hluta húsnæðis sem sendiráðin leigja ekki sérstaklega tilgreindur hjá fasteignaskrá. Árið 2010 sagði Vísir frá því að kínverska sendiráðið hefði fest kaup á húsnæði við Skúlagötu 51, sem síðar varð Bríetartún. Húsnæðið er tæplega 4200 fermetrar og keyptu Kínverjar húsið af félaginu 2007 ehf.
Hús og heimili Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira