Viðar: Heitu pottarnir seljast eins og heitar lummur Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Brussel skrifar 11. nóvember 2014 08:38 Viðar Örn Kjartansson hefur sankað að sér verðlaunum og viðurkenningum fyrir frammistöðuna á nýliðnu tímabili með Vålerenga í Noregi en þar varð hann langmarkahæsti leikmaður deildarinnar með 25 mörk - tíu meira en næsti maður á eftir. Viðar var einnig valinn sóknarmaður ársins í deildinni auk þess sem að hann var valinn leikmaður ársins hjá Nettavisen og í liði ársins hjá Verdens Gang, þar sem hann var einnig framherji ársins. „Ég tek þetta verkefni með landsliðinu núna, tek svo frí og svo veit ég ekki neitt. Ég verð þó klár í æfingar í janúar með Vålerenga,“ sagði Viðar sem hefur verið orðaður við mörg lið eftir að hann byrjaði að raða inn mörkunum fyrir lið sitt. „Ef það gengur vel hjá manni þá kemur þessi umræða upp. Ég hef einbeitt mér að því að spila vel fyrir Vålerenga og öll tilboð verða síðan skoðuð,“ segir hann en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. Hann segir að tímabilið í Noregi hafi gengið vonum framar. „Það gekk miklu betur en ég þorði að vona. Markmiðið fyrir tímabilið var að skora tíu mörk og verða með bestu framherjum deildarinnar. En ég verð að byggja ofan á þessu og verða enn betri á næsta ári.“ „Ég bætti mig mikið í sumar. Ég er með góða þjálfara og að spila með góðum leikmönnum. Maður hefur meiri tíma til að æfa og það telur auðvitað allt saman.“ Viðar segist auðvitað vilja spila í sterkari deild. „Það er bara undir öðrum komið en mér en ég vonast auðvitað til að fá tækifæri til þess sem fyrst.“ Hann var einnig vinsæll utan vallar og var fenginn til að sitja fyrir í auglýsingum fyrir heita potta. „Þeir seljast eins og heitar lummur. Mamma á einmitt von á einum til Íslands frá mér,“ sagði hann í léttum dúr. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Creed-lagið með Viðari komið út - hægt að kaupa það í iTunes Markahæsti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta safnar pening fyrir félagið með því að gefa út lag. 31. október 2014 13:15 Viðar Örn leikmaður ársins hjá Nettavisen | Sagður minna á Solskjær Norska úrvalsdeildin í fótbolta kláraðist í gær þegar lokaumferðin fór fram. 10. nóvember 2014 08:34 Viðar Örn auglýsir heita potta í Noregi Gaman að geta glatt móður sína með heitum potti. 20. september 2014 08:00 Viðar Örn á fimmtánda vinsælasta lagið í Noregi Sóknarmaðurinn slær í gegn með Creed-ábreiðu. 3. nóvember 2014 10:35 Spennandi en skrítið að spila í Kína Markahæsti leikmaðurinn í Noregi, Viðar Örn Kjartansson, mun líklega söðla um á nýju ári. Hann er eftirsóttur og er meðal annars með tilboð frá Kína. 20. september 2014 06:00 Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fleiri fréttir City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Joao Pedro til Chelsea Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Sjá meira
Viðar Örn Kjartansson hefur sankað að sér verðlaunum og viðurkenningum fyrir frammistöðuna á nýliðnu tímabili með Vålerenga í Noregi en þar varð hann langmarkahæsti leikmaður deildarinnar með 25 mörk - tíu meira en næsti maður á eftir. Viðar var einnig valinn sóknarmaður ársins í deildinni auk þess sem að hann var valinn leikmaður ársins hjá Nettavisen og í liði ársins hjá Verdens Gang, þar sem hann var einnig framherji ársins. „Ég tek þetta verkefni með landsliðinu núna, tek svo frí og svo veit ég ekki neitt. Ég verð þó klár í æfingar í janúar með Vålerenga,“ sagði Viðar sem hefur verið orðaður við mörg lið eftir að hann byrjaði að raða inn mörkunum fyrir lið sitt. „Ef það gengur vel hjá manni þá kemur þessi umræða upp. Ég hef einbeitt mér að því að spila vel fyrir Vålerenga og öll tilboð verða síðan skoðuð,“ segir hann en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. Hann segir að tímabilið í Noregi hafi gengið vonum framar. „Það gekk miklu betur en ég þorði að vona. Markmiðið fyrir tímabilið var að skora tíu mörk og verða með bestu framherjum deildarinnar. En ég verð að byggja ofan á þessu og verða enn betri á næsta ári.“ „Ég bætti mig mikið í sumar. Ég er með góða þjálfara og að spila með góðum leikmönnum. Maður hefur meiri tíma til að æfa og það telur auðvitað allt saman.“ Viðar segist auðvitað vilja spila í sterkari deild. „Það er bara undir öðrum komið en mér en ég vonast auðvitað til að fá tækifæri til þess sem fyrst.“ Hann var einnig vinsæll utan vallar og var fenginn til að sitja fyrir í auglýsingum fyrir heita potta. „Þeir seljast eins og heitar lummur. Mamma á einmitt von á einum til Íslands frá mér,“ sagði hann í léttum dúr.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Creed-lagið með Viðari komið út - hægt að kaupa það í iTunes Markahæsti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta safnar pening fyrir félagið með því að gefa út lag. 31. október 2014 13:15 Viðar Örn leikmaður ársins hjá Nettavisen | Sagður minna á Solskjær Norska úrvalsdeildin í fótbolta kláraðist í gær þegar lokaumferðin fór fram. 10. nóvember 2014 08:34 Viðar Örn auglýsir heita potta í Noregi Gaman að geta glatt móður sína með heitum potti. 20. september 2014 08:00 Viðar Örn á fimmtánda vinsælasta lagið í Noregi Sóknarmaðurinn slær í gegn með Creed-ábreiðu. 3. nóvember 2014 10:35 Spennandi en skrítið að spila í Kína Markahæsti leikmaðurinn í Noregi, Viðar Örn Kjartansson, mun líklega söðla um á nýju ári. Hann er eftirsóttur og er meðal annars með tilboð frá Kína. 20. september 2014 06:00 Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fleiri fréttir City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Joao Pedro til Chelsea Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Sjá meira
Creed-lagið með Viðari komið út - hægt að kaupa það í iTunes Markahæsti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta safnar pening fyrir félagið með því að gefa út lag. 31. október 2014 13:15
Viðar Örn leikmaður ársins hjá Nettavisen | Sagður minna á Solskjær Norska úrvalsdeildin í fótbolta kláraðist í gær þegar lokaumferðin fór fram. 10. nóvember 2014 08:34
Viðar Örn auglýsir heita potta í Noregi Gaman að geta glatt móður sína með heitum potti. 20. september 2014 08:00
Viðar Örn á fimmtánda vinsælasta lagið í Noregi Sóknarmaðurinn slær í gegn með Creed-ábreiðu. 3. nóvember 2014 10:35
Spennandi en skrítið að spila í Kína Markahæsti leikmaðurinn í Noregi, Viðar Örn Kjartansson, mun líklega söðla um á nýju ári. Hann er eftirsóttur og er meðal annars með tilboð frá Kína. 20. september 2014 06:00