Fótbolti

Indriða fagnað eins og hetju

Indriði Sigurðsson.
Indriði Sigurðsson. vísir/getty
Indriða Sigurðssyni var vel fagnað fyrir leik Bodø/Glimt og Viking um helgina enda er Indriði hetja hjá Bodø/Glimt eftir að hafa bjargað lífi leikmanns liðsins fyrr á árinu.

Í maí síðastliðnum lenti einn leikmaður Bodø/Glimt í því að gleypa tunguna sína og við það hætti hann að anda. Indriði brást fyrstur manna við, losaði tunguna og bjargaði lífi leikmannsins.

Þessari hetjudáð hafði félagið ekki gleymt og Indriði var því heiðraður sérstaklega fyrir leikinn um helgina.

Indriði fékk blómvönd frá félaginu og mikið klapp frá áhorfendum. Leikmaðurinn sem hann bjargaði hljóp svo til Indriða og gaf honum gott faðmlag. Falleg stund.

Bodø/Glimt var þó ekki á því að gefa Indriða og félögum neitt frítt í leiknum því liðið vann 3-2.


Tengdar fréttir

Indriði bjargaði mannslífi á fótboltavellinum

Indriði Sigurðsson, fyrirliði Viking, var fljótur að hugsa í leik á móti Bodö/Glimt í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag eftir að leikmaður andstæðinga gleypti tunguna og gat ekki andað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×