Fótbolti

Viðar gerði risasamning | Gæti samt farið í janúar

Henry Birgir Gunnarssn skrifar
Viðar fagnar með Vålerenga á nýliðinu tímabili.
Viðar fagnar með Vålerenga á nýliðinu tímabili. mynd/valerenga
Landsliðsmaðurinn Viðar Örn Kjartansson skrifaði nú í hádeginu undir nýjan samning við norska félagið Vålerenga. Hann framlengdi til tveggja ára við félagið og er nú samningsbundinn til ársins 2018.

Hann sló rækilega í gegn hjá norska liðinu á sinni fyrstu leiktíð og var langmarkahæsti leikmaður deildarinnar með 25 mörk.

Samkvæmt heimildum Vísis er þetta einn stærsti samningur sem Íslendingur hefur gert í Noregi. Viðar var á nýliðasamningi, enda óskrifað blað, en fer nú upp um mörg þrep í launastiganum.

Það er áhugavert fyrir margra hluta sakir. Ekki síst þær sakir að félagið er í fjárhagsvandræðum og hefur Viðar Örn meðal annars sungið lag með Creed til þess að safna peningum fyrir félagið.

Þó svo Viðar Örn sé búinn að framlengja er samt ekki útilokað að hann fari frá félaginu í janúar. Hann er enn eftirsóttur af fjölda félaga og fái Vålerenga það tilboð sem félagið er að leita að þá verður Viðar Örn seldur samkvæmt heimildum Vísis.

Eins og Vísir greindi frá á sínum tíma þá hefur meðal annars verið áhugi frá kínversku félagi og það mál er enn í farvegi.


Tengdar fréttir

Viðar er sex mörkum frá markametinu í Noregi

Selfyssingurinn Viðar Örn Kjartansson er á hraðleið að slá markametið í norska boltanum. Viðar skoraði þrennu í gær í 4-1 sigri Vålerenga á Haugesund.

Spennandi en skrítið að spila í Kína

Markahæsti leikmaðurinn í Noregi, Viðar Örn Kjartansson, mun líklega söðla um á nýju ári. Hann er eftirsóttur og er meðal annars með tilboð frá Kína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×