Vann Grikkland á föstudegi og mættur að smíða á mánudegi Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. nóvember 2014 12:00 Fróði Benjaminsen mættur til starfa á mánudegi. mynd/skjáskot Færeyska knattspyrnulandsliðið vann stærsta sigur sinn í sögunni þegar það lagði fyrrverandi Evrópumeistara Grikklands að velli í undankeppni EM 2016, 1-0, á útivelli fyrir viku síðan. Eftir leikina í undankeppninni héldu leikmenn Grikklands til sinna félagsliða þar sem þeir fá milljónir borgaðar fyrir að spila fótbolta, en annað var uppi á teningnum hjá mörgum leikmönnum Færeyja. Fróði Benjaminsen, fyrirliði færeyska liðsins og fyrrverandi leikmaður Fram, var mættur aftur í vinnuna á mánudagsmorgni, en hann er smiður í heimalandinu. Aðspurður í skemmtilegu innslagi Kringvarpsins hvort hann væri orðin stjarna eftir sigurinn svaraði Fróði: „Nei, það held ég ekki. Þetta er dagur eins og hver annar. Mánudagur í vinnunni. Þannig er það bara.“ Hann segir þó öllu skemmtilegra að mæta í vinnuna eftir sigurleik en alla þessa tapleiki. „Það er mjög gaman og allir óska manni til hamingju. Það er ekki alltaf jafn gaman að heyra kaldhæðnisleg tilsvör manna. Nú er þetta bara jákvætt.“ Fróði er 36 ára gamall, giftur, í fastri vinnu með þrjú börn og spilar fótbolta. Hvernig er hægt að láta þetta allt ganga upp? „Það er í raun ekki hægt. Fjölskyldan situr á hakanum, en án hennar væri þetta ekki hægt. Ef maður vill spila fótbolta þarf maður að æfa mikið,“ segir Fróði Benjaminsen. Þetta skemmtilega innslag má sjá hér að neðan, en það er textað á ensku. Post by FSF - The Faroe Islands Football Association. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Tengdar fréttir Ranieri rekinn eftir tapið vandræðalega í gær Claudio Ranieri hefur verið sagt upp störfum sem þjálafri Grikkland innan við sólahring eftir að liðið beið afhroð gegn Færeyjum á heimavelli í gær. 15. nóvember 2014 13:07 Sögulegur sigur Færeyinga í Aþenu Aðeins fjórði útisigur Færeyinga í mótsleik frá upphafi. 14. nóvember 2014 21:51 Sjáðu fögnuð Færeyjinga í Grikklandi Færeyjar unnu í gær einn sinn stærsta, ef ekki stærsta sigur í sögu knattspyrnusambandsins þegar liðið vann Grikkland í Grikklandi 1-0. 15. nóvember 2014 14:30 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Brynjólfur með langþráð mark Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Sjá meira
Færeyska knattspyrnulandsliðið vann stærsta sigur sinn í sögunni þegar það lagði fyrrverandi Evrópumeistara Grikklands að velli í undankeppni EM 2016, 1-0, á útivelli fyrir viku síðan. Eftir leikina í undankeppninni héldu leikmenn Grikklands til sinna félagsliða þar sem þeir fá milljónir borgaðar fyrir að spila fótbolta, en annað var uppi á teningnum hjá mörgum leikmönnum Færeyja. Fróði Benjaminsen, fyrirliði færeyska liðsins og fyrrverandi leikmaður Fram, var mættur aftur í vinnuna á mánudagsmorgni, en hann er smiður í heimalandinu. Aðspurður í skemmtilegu innslagi Kringvarpsins hvort hann væri orðin stjarna eftir sigurinn svaraði Fróði: „Nei, það held ég ekki. Þetta er dagur eins og hver annar. Mánudagur í vinnunni. Þannig er það bara.“ Hann segir þó öllu skemmtilegra að mæta í vinnuna eftir sigurleik en alla þessa tapleiki. „Það er mjög gaman og allir óska manni til hamingju. Það er ekki alltaf jafn gaman að heyra kaldhæðnisleg tilsvör manna. Nú er þetta bara jákvætt.“ Fróði er 36 ára gamall, giftur, í fastri vinnu með þrjú börn og spilar fótbolta. Hvernig er hægt að láta þetta allt ganga upp? „Það er í raun ekki hægt. Fjölskyldan situr á hakanum, en án hennar væri þetta ekki hægt. Ef maður vill spila fótbolta þarf maður að æfa mikið,“ segir Fróði Benjaminsen. Þetta skemmtilega innslag má sjá hér að neðan, en það er textað á ensku. Post by FSF - The Faroe Islands Football Association.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Tengdar fréttir Ranieri rekinn eftir tapið vandræðalega í gær Claudio Ranieri hefur verið sagt upp störfum sem þjálafri Grikkland innan við sólahring eftir að liðið beið afhroð gegn Færeyjum á heimavelli í gær. 15. nóvember 2014 13:07 Sögulegur sigur Færeyinga í Aþenu Aðeins fjórði útisigur Færeyinga í mótsleik frá upphafi. 14. nóvember 2014 21:51 Sjáðu fögnuð Færeyjinga í Grikklandi Færeyjar unnu í gær einn sinn stærsta, ef ekki stærsta sigur í sögu knattspyrnusambandsins þegar liðið vann Grikkland í Grikklandi 1-0. 15. nóvember 2014 14:30 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Brynjólfur með langþráð mark Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Sjá meira
Ranieri rekinn eftir tapið vandræðalega í gær Claudio Ranieri hefur verið sagt upp störfum sem þjálafri Grikkland innan við sólahring eftir að liðið beið afhroð gegn Færeyjum á heimavelli í gær. 15. nóvember 2014 13:07
Sögulegur sigur Færeyinga í Aþenu Aðeins fjórði útisigur Færeyinga í mótsleik frá upphafi. 14. nóvember 2014 21:51
Sjáðu fögnuð Færeyjinga í Grikklandi Færeyjar unnu í gær einn sinn stærsta, ef ekki stærsta sigur í sögu knattspyrnusambandsins þegar liðið vann Grikkland í Grikklandi 1-0. 15. nóvember 2014 14:30