Snickers-smákökur Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 4. desember 2014 18:00 Snickers-smákökur 4 bollar hveiti 1 tsk matarsódi 1 tsk lyftiduft 2 tsk maizena 3/4 tsk salt 1 1/4 bolli brúnað smjör 1/4 bolli mjúkur rjómaostur 1 1/2 bolli púðursykur 1 bolli sykur 2 egg 1 msk vanilludropar 1 bolli súkkulaðibitar 1/2 bolli 60% súkkulaðibitar 1/2 bolli Snickers, saxað (má vera meira) 24 karamellur, skornar í helminga (eða karamellusósa) Byrjið á að brúna smjörið. Bræðið smjörið yfir miðlungshita og leyfið því að sjóða í pottinum þangað til það verður brúnt og lyktar eins og hnetur. Setjið í skál og kælið. Blandið hveiti, matarsóda, lyftidufti, maizena og salti saman í skál og setjið til hliðar. Blandið smjöri, rjómaosti, púðursykri og sykri saman í skál og hrærið í 3 til 4 mínútur. Bætið eggjunum saman við, einu í einu og vanilludropunum. Blandið þurrefnunum varlega saman við. Blandið súkkulaðinu og Snickers saman við með sleif. Kælið deigið í ísskáp yfir nótt. Hitið ofninn í 180°C og setjið bökunarpappír á ofnplötur. Búið til kúlur úr deiginu og setjið karamellu í miðjuna eða karamellusósu. Fletjið kökurnar aðeins út og setjið á ofnplötu. Bakið í 10 til 12 mínútur.Fengið hér. Smákökur Uppskriftir Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
Snickers-smákökur 4 bollar hveiti 1 tsk matarsódi 1 tsk lyftiduft 2 tsk maizena 3/4 tsk salt 1 1/4 bolli brúnað smjör 1/4 bolli mjúkur rjómaostur 1 1/2 bolli púðursykur 1 bolli sykur 2 egg 1 msk vanilludropar 1 bolli súkkulaðibitar 1/2 bolli 60% súkkulaðibitar 1/2 bolli Snickers, saxað (má vera meira) 24 karamellur, skornar í helminga (eða karamellusósa) Byrjið á að brúna smjörið. Bræðið smjörið yfir miðlungshita og leyfið því að sjóða í pottinum þangað til það verður brúnt og lyktar eins og hnetur. Setjið í skál og kælið. Blandið hveiti, matarsóda, lyftidufti, maizena og salti saman í skál og setjið til hliðar. Blandið smjöri, rjómaosti, púðursykri og sykri saman í skál og hrærið í 3 til 4 mínútur. Bætið eggjunum saman við, einu í einu og vanilludropunum. Blandið þurrefnunum varlega saman við. Blandið súkkulaðinu og Snickers saman við með sleif. Kælið deigið í ísskáp yfir nótt. Hitið ofninn í 180°C og setjið bökunarpappír á ofnplötur. Búið til kúlur úr deiginu og setjið karamellu í miðjuna eða karamellusósu. Fletjið kökurnar aðeins út og setjið á ofnplötu. Bakið í 10 til 12 mínútur.Fengið hér.
Smákökur Uppskriftir Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira