Fátækt á Íslandi: Ógeðslega erfitt að segja nei við börnin Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 1. desember 2014 22:06 Fátækt á Íslandi er líklega algengari en flestir gera sér grein fyrir. Ein uppsögn, skilnaður eða breytt heilsufar virðist geta gert fólki svo erfitt fyrir að það nær ekki að fæða börn sín án aðstoðar. Í nýjasta þætti Bresta er rætt við fólk sem þekkir þessa stöðu af eigin raun. „Stelpan mín hafði svo miklar áhyggjur af mömmu sinni og hvað það myndi kosta að halda upp á afmælið sitt að hún ákvað að halda ekkert afmæli, til þess að spara pening. Þannig að börnin eru öll innvinkluð inn í þetta að það eru ekki til peningar fyrir neinu,“ segir Ása Sverrisdóttir, einstæð þriggja barna móðir, sem steig fram og sagði sögu sína í þætti kvöldsins sem sýndur var á Stöð 2. Fyrir ekki svo löngu var hlutskipti Ásu allt annað og betra hvað fjárhagslegu hliðina varðar. Hún var í sambandi, bjó í einbýlishúsi, með tvo bíla og allt til alls. Hjónabandið gekk ekki upp og úr varð skilnaður. Skömmu síðar missti hún vinnu sína við leikskólakennslu. „Þá varð brekkan dálítið brött.“Hefur einn fimmta af áætlaðri framfærslu á milli handanna Í kjölfarið hætti Ása að geta borgað af íbúð sinni og neyddist út á leigumarkað. Hún segir sér ekki allir vegir færir þar sem hún sé ómenntuð, einstæð þriggja barna móðir. Það hamli henni í atvinnuleytinni. Ása segist finna fyrir að stéttarskipting í samfélaginu sé að aukast. Hún finni mun á stöðunni fyrir ári síðan. Nú stundar hún nám við VMA og ætlar þaðan beint í háskólanám til að koma sér út úr fátæktinni. Ásta fær 127 þúsund krónur í framfærslustyrk frá Akureyrarbæ, 58 þúsund krónur í húsaleigubætur, 52 þúsund krónur í meðlag og 23 þúsund krónur í örorkubætur eða samtals um 260 þúsund krónur á mánuði. Þegar húsaleiga, hiti og rafmagn (103 þúsund krónur), sími og internet (21 þúsund krónur), tómstundir fyrir börnin (4500 krónur) og greiðsluþjónusta vegna trygginga og bílalána (75 þúsund krónur) hafa verið dregin frá stendur Ása eftir með 57 þúsund krónur. Framfærsluviðmið Umboðsmanns skuldara fyrir einstæðan einstakling með þrjú börn er 275.172 krónur. Ása hefur því um tuttugu prósent af viðmiðunarupphæðinni á milli handanna.Tómstundirnar hverfa fyrst Kolbeinn Stefánsson hjá Hagstofu Íslands segir enga leið fyrir fólk á borð við Ásu að komast í gegnum mánuð eftir mánuð á þennan hátt. „Það sem er kannski sárast fyrir fátækt barn er að geta ekki tekið þátt í alls konar félagsstarfi og öðru slíku. Félagsstarf er dýrt, það getur til dæmis verið með íþróttastarfsemi alls konar búnaður, keppnisferðir og annað slíkt,“ segir Kolbeinn. Ása segir dóttur sína, sem er þrettán ára, eiga sér drauma. „Eins og hún er að glamra á gítar og syngur. Hana langar í tónlistarskóla, hana langar í söngnám og allt þetta en það er bara ekki hægt sko.“ Ása segir svakalega erfitt að horfa upp á það að geta ekki gefið börnunum sínum þau tækifæri sem þau eigi skilið. „Þau koma hérna og segja: „Hann á svona, má ég fá svona? Þessi á þetta, má ég fá svona?“ Það er leiðinlegt að segja nei, það eru ekki til peningar.“Ógeðslega erfitt að segja alltaf nei Vallý Einarsdóttir, háskólamenntuð einstæð móðir, var önnur sem sagði sögu sína í þætti kvöldsins. Hún átti erfitt með sig þegar Þórhildur Þorkelsdóttir spurði hana út í hvernig væri að útskýra fyrir börnunum peningaleysið. „Hún sem sagt spyr rosalega oft: „Af hverju getum við ekki þetta?“ Það er ógeðslega erfitt að segja alltaf nei.“ Við vinnslu þáttarins var rætt við fjölmarga sem eiga um sárt að binda og sögðu sína sögu símleiðis, sumir hverjir hágrátandi. Aðeins örfáir voru tilbúnir að koma fram undir nafni en svo virðist sem þeir sem búi við mikla fátækt upplifi mikla skömm. Brestir Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Áhyggjuefni hversu mörg börn hafa stöðu sakbornings í ofbeldismálum POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Sjá meira
Fátækt á Íslandi er líklega algengari en flestir gera sér grein fyrir. Ein uppsögn, skilnaður eða breytt heilsufar virðist geta gert fólki svo erfitt fyrir að það nær ekki að fæða börn sín án aðstoðar. Í nýjasta þætti Bresta er rætt við fólk sem þekkir þessa stöðu af eigin raun. „Stelpan mín hafði svo miklar áhyggjur af mömmu sinni og hvað það myndi kosta að halda upp á afmælið sitt að hún ákvað að halda ekkert afmæli, til þess að spara pening. Þannig að börnin eru öll innvinkluð inn í þetta að það eru ekki til peningar fyrir neinu,“ segir Ása Sverrisdóttir, einstæð þriggja barna móðir, sem steig fram og sagði sögu sína í þætti kvöldsins sem sýndur var á Stöð 2. Fyrir ekki svo löngu var hlutskipti Ásu allt annað og betra hvað fjárhagslegu hliðina varðar. Hún var í sambandi, bjó í einbýlishúsi, með tvo bíla og allt til alls. Hjónabandið gekk ekki upp og úr varð skilnaður. Skömmu síðar missti hún vinnu sína við leikskólakennslu. „Þá varð brekkan dálítið brött.“Hefur einn fimmta af áætlaðri framfærslu á milli handanna Í kjölfarið hætti Ása að geta borgað af íbúð sinni og neyddist út á leigumarkað. Hún segir sér ekki allir vegir færir þar sem hún sé ómenntuð, einstæð þriggja barna móðir. Það hamli henni í atvinnuleytinni. Ása segist finna fyrir að stéttarskipting í samfélaginu sé að aukast. Hún finni mun á stöðunni fyrir ári síðan. Nú stundar hún nám við VMA og ætlar þaðan beint í háskólanám til að koma sér út úr fátæktinni. Ásta fær 127 þúsund krónur í framfærslustyrk frá Akureyrarbæ, 58 þúsund krónur í húsaleigubætur, 52 þúsund krónur í meðlag og 23 þúsund krónur í örorkubætur eða samtals um 260 þúsund krónur á mánuði. Þegar húsaleiga, hiti og rafmagn (103 þúsund krónur), sími og internet (21 þúsund krónur), tómstundir fyrir börnin (4500 krónur) og greiðsluþjónusta vegna trygginga og bílalána (75 þúsund krónur) hafa verið dregin frá stendur Ása eftir með 57 þúsund krónur. Framfærsluviðmið Umboðsmanns skuldara fyrir einstæðan einstakling með þrjú börn er 275.172 krónur. Ása hefur því um tuttugu prósent af viðmiðunarupphæðinni á milli handanna.Tómstundirnar hverfa fyrst Kolbeinn Stefánsson hjá Hagstofu Íslands segir enga leið fyrir fólk á borð við Ásu að komast í gegnum mánuð eftir mánuð á þennan hátt. „Það sem er kannski sárast fyrir fátækt barn er að geta ekki tekið þátt í alls konar félagsstarfi og öðru slíku. Félagsstarf er dýrt, það getur til dæmis verið með íþróttastarfsemi alls konar búnaður, keppnisferðir og annað slíkt,“ segir Kolbeinn. Ása segir dóttur sína, sem er þrettán ára, eiga sér drauma. „Eins og hún er að glamra á gítar og syngur. Hana langar í tónlistarskóla, hana langar í söngnám og allt þetta en það er bara ekki hægt sko.“ Ása segir svakalega erfitt að horfa upp á það að geta ekki gefið börnunum sínum þau tækifæri sem þau eigi skilið. „Þau koma hérna og segja: „Hann á svona, má ég fá svona? Þessi á þetta, má ég fá svona?“ Það er leiðinlegt að segja nei, það eru ekki til peningar.“Ógeðslega erfitt að segja alltaf nei Vallý Einarsdóttir, háskólamenntuð einstæð móðir, var önnur sem sagði sögu sína í þætti kvöldsins. Hún átti erfitt með sig þegar Þórhildur Þorkelsdóttir spurði hana út í hvernig væri að útskýra fyrir börnunum peningaleysið. „Hún sem sagt spyr rosalega oft: „Af hverju getum við ekki þetta?“ Það er ógeðslega erfitt að segja alltaf nei.“ Við vinnslu þáttarins var rætt við fjölmarga sem eiga um sárt að binda og sögðu sína sögu símleiðis, sumir hverjir hágrátandi. Aðeins örfáir voru tilbúnir að koma fram undir nafni en svo virðist sem þeir sem búi við mikla fátækt upplifi mikla skömm.
Brestir Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Áhyggjuefni hversu mörg börn hafa stöðu sakbornings í ofbeldismálum POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Sjá meira