Frosti vill kaupa gögn um Íslendinga í skattaskjólum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 1. desember 2014 15:44 „Ég held að það sé ekki eftir neinu að bíða,“ sagði Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, í Bítinu á Bylgjunni í morgun um kaup á gögnum um eignir Íslendinga í skattaskjólum. Hægt er að hlusta á viðtalið hér fyrir ofan. Til skoðunar hefur verið í fjármálaráðuneytinu að veita fólki tækifæri til að gefa sig fram og sleppa þannig við refsingu vegna skattaundaskotanna. Frosti sagði að ef þessi leið yrði farin gæti það skilað ríkinu fimm til fimmtán milljarða króna ef tekið væri mið af árangri þessarar leiðar í nágrannalöndum okkar. „Núna eru upplýsingar að leka út úr þessum skattaskjólum með ýmsum hætti og það er líka verið að gera samninga, alþjóðlega samninga um upplýsingaskipti við þessi skattaskjól, og þá myndast þessi hæfilega ótti,“ sagði hann. „Svona kerfi vantar hérna á Ísland. Það vantar þennan hvata kannski til að koma fram sem eru í öðrum ríkjum.“ Frosti sagði að Þjóðverjar, Svíar og Norðmenn hefðu náð inn miklum tekjum með því að gefa færi fyrir fólk að gefa sig fram án refsingar. „Ef að við erum álíka dugleg, eða okkar nýríka fólk er álíka duglegt og í Noregi og Svíþjóð geta þetta verið einhverjir kannski fimm til fimmtán milljarðar,“ sagði hann. Frosti segir það erfitt að fara af stað með svona áætlun vegna gagnrýni almennings sem kunni að spyrja hvort þetta sé ekki gert til að ríkir vinir þeirra sleppi. „Málið er að þeir sleppa ekki. Þeir borga alla skattana. Þeir borga þá með vöxtum og álagi en við sleppum við að borga fyrir þá fangelsisvist, sem að kostar 30 þúsund kall á dag,“ sagði hann. „Þetta er svosem ekki stórhættulegt fólk.“ Alþingi Tengdar fréttir Ekki búið að kaupa gögn um Íslendinga í skattaskjólum „Málið er statt í ráðuneytinu,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri. 1. desember 2014 12:41 Ákveða í vikunni hvort gögn um Íslendinga í skattaskjólum verði keypt Skattrannsóknarstjóri vill að gögnin verði keypt. 1. desember 2014 13:49 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Fleiri fréttir „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
„Ég held að það sé ekki eftir neinu að bíða,“ sagði Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, í Bítinu á Bylgjunni í morgun um kaup á gögnum um eignir Íslendinga í skattaskjólum. Hægt er að hlusta á viðtalið hér fyrir ofan. Til skoðunar hefur verið í fjármálaráðuneytinu að veita fólki tækifæri til að gefa sig fram og sleppa þannig við refsingu vegna skattaundaskotanna. Frosti sagði að ef þessi leið yrði farin gæti það skilað ríkinu fimm til fimmtán milljarða króna ef tekið væri mið af árangri þessarar leiðar í nágrannalöndum okkar. „Núna eru upplýsingar að leka út úr þessum skattaskjólum með ýmsum hætti og það er líka verið að gera samninga, alþjóðlega samninga um upplýsingaskipti við þessi skattaskjól, og þá myndast þessi hæfilega ótti,“ sagði hann. „Svona kerfi vantar hérna á Ísland. Það vantar þennan hvata kannski til að koma fram sem eru í öðrum ríkjum.“ Frosti sagði að Þjóðverjar, Svíar og Norðmenn hefðu náð inn miklum tekjum með því að gefa færi fyrir fólk að gefa sig fram án refsingar. „Ef að við erum álíka dugleg, eða okkar nýríka fólk er álíka duglegt og í Noregi og Svíþjóð geta þetta verið einhverjir kannski fimm til fimmtán milljarðar,“ sagði hann. Frosti segir það erfitt að fara af stað með svona áætlun vegna gagnrýni almennings sem kunni að spyrja hvort þetta sé ekki gert til að ríkir vinir þeirra sleppi. „Málið er að þeir sleppa ekki. Þeir borga alla skattana. Þeir borga þá með vöxtum og álagi en við sleppum við að borga fyrir þá fangelsisvist, sem að kostar 30 þúsund kall á dag,“ sagði hann. „Þetta er svosem ekki stórhættulegt fólk.“
Alþingi Tengdar fréttir Ekki búið að kaupa gögn um Íslendinga í skattaskjólum „Málið er statt í ráðuneytinu,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri. 1. desember 2014 12:41 Ákveða í vikunni hvort gögn um Íslendinga í skattaskjólum verði keypt Skattrannsóknarstjóri vill að gögnin verði keypt. 1. desember 2014 13:49 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Fleiri fréttir „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
Ekki búið að kaupa gögn um Íslendinga í skattaskjólum „Málið er statt í ráðuneytinu,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri. 1. desember 2014 12:41
Ákveða í vikunni hvort gögn um Íslendinga í skattaskjólum verði keypt Skattrannsóknarstjóri vill að gögnin verði keypt. 1. desember 2014 13:49