Team America tekin úr sýningu Samúel Karl Ólason skrifar 19. desember 2014 10:10 Talið er að Norður-Kórea hafi komið að árásinni á tölvukerfi Sony. Vísir/AFP Hollywood virðist vera orðið hrætt við að ergja stjórnendur Norður-Kóreu, sem hafa verið bendlaðir við tölvuárásina á Sony. Önnur tíu ára gömul mynd sem sýnir dauða þáverandi leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-il hefur verið tekin úr sýningu. Í kjölfar þess að stórar kvikmyndahúsasamsteypur hættu við sýningu The Interview, hætti Sony alfarið við útgáfu myndarinnar í bili. Eigendur annarra kvikmyndahúsa ákváðu þess í stað að sýna myndina Team America: World Police. Paramount Pictures, dreifingaraðili myndarinnar hefur nú bannað kvikmyndahúsum að sýna myndina. Þetta kemur fram á vef Variety. Brúðumyndin Team America fjallar um baráttu bandarískrar sérsveitar gegn Kim Jong-il föður Kim Jong-un, núverandi einræðisherra Norður-Kóreu. Í þeirri mynd er Kim Jong-il drepinn, en sonur hans er veginn í myndinni The Interview. Þar að auki hefur verið hætt við framleiðslu myndar sem átti að fjalla um bandarískan mann, sem Steve Carell átti að leika, sem væri handtekinn í Norður-Kóreu. Þar sem bandarískir kvikmyndaframleiðendur eru sífellt meira að reiða sig á tekjur erlendis frá hefur Norður-Kórea þótt hentugur óvinur. Til dæmis var endurgerð Red Dawn breytt skömmu fyrir útgáfu og Norður-Kórea gerð að „vonda kallinum“ í stað Kína.Dauði Kim Jong-il Trailer myndarinnar Bíó og sjónvarp Sony-hakkið Tengdar fréttir Leikarar reiðir yfir ákvörðun kvikmyndahúsa Hakkarar sagðir hafa unnið með hótunum og ákvörðunin talin gefa slæmt fordæmi. 18. desember 2014 10:40 Hóta þeim sem munu horfa á The Interview Frumsýningu myndarinnar í New York hefur verið frestað vegna hótana hakkara. 17. desember 2014 10:45 Sony skipar fjölmiðlum að fjalla ekki um lekann Hótar málsóknum haldi fjölmiðlar áfram að segja frá neyðarlegum upplýsingum sem stolið var úr tölvukerfum Sony. 15. desember 2014 15:00 Sony hættir við að sýna The Interview Ákvörðunin er tekin eftir að stærstu kvikmyndahúsakeðjur Bandaríkjanna tilkynntu að myndin yrði ekki tekin til sýninga. 17. desember 2014 23:19 Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Fleiri fréttir Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Hollywood virðist vera orðið hrætt við að ergja stjórnendur Norður-Kóreu, sem hafa verið bendlaðir við tölvuárásina á Sony. Önnur tíu ára gömul mynd sem sýnir dauða þáverandi leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-il hefur verið tekin úr sýningu. Í kjölfar þess að stórar kvikmyndahúsasamsteypur hættu við sýningu The Interview, hætti Sony alfarið við útgáfu myndarinnar í bili. Eigendur annarra kvikmyndahúsa ákváðu þess í stað að sýna myndina Team America: World Police. Paramount Pictures, dreifingaraðili myndarinnar hefur nú bannað kvikmyndahúsum að sýna myndina. Þetta kemur fram á vef Variety. Brúðumyndin Team America fjallar um baráttu bandarískrar sérsveitar gegn Kim Jong-il föður Kim Jong-un, núverandi einræðisherra Norður-Kóreu. Í þeirri mynd er Kim Jong-il drepinn, en sonur hans er veginn í myndinni The Interview. Þar að auki hefur verið hætt við framleiðslu myndar sem átti að fjalla um bandarískan mann, sem Steve Carell átti að leika, sem væri handtekinn í Norður-Kóreu. Þar sem bandarískir kvikmyndaframleiðendur eru sífellt meira að reiða sig á tekjur erlendis frá hefur Norður-Kórea þótt hentugur óvinur. Til dæmis var endurgerð Red Dawn breytt skömmu fyrir útgáfu og Norður-Kórea gerð að „vonda kallinum“ í stað Kína.Dauði Kim Jong-il Trailer myndarinnar
Bíó og sjónvarp Sony-hakkið Tengdar fréttir Leikarar reiðir yfir ákvörðun kvikmyndahúsa Hakkarar sagðir hafa unnið með hótunum og ákvörðunin talin gefa slæmt fordæmi. 18. desember 2014 10:40 Hóta þeim sem munu horfa á The Interview Frumsýningu myndarinnar í New York hefur verið frestað vegna hótana hakkara. 17. desember 2014 10:45 Sony skipar fjölmiðlum að fjalla ekki um lekann Hótar málsóknum haldi fjölmiðlar áfram að segja frá neyðarlegum upplýsingum sem stolið var úr tölvukerfum Sony. 15. desember 2014 15:00 Sony hættir við að sýna The Interview Ákvörðunin er tekin eftir að stærstu kvikmyndahúsakeðjur Bandaríkjanna tilkynntu að myndin yrði ekki tekin til sýninga. 17. desember 2014 23:19 Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Fleiri fréttir Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Leikarar reiðir yfir ákvörðun kvikmyndahúsa Hakkarar sagðir hafa unnið með hótunum og ákvörðunin talin gefa slæmt fordæmi. 18. desember 2014 10:40
Hóta þeim sem munu horfa á The Interview Frumsýningu myndarinnar í New York hefur verið frestað vegna hótana hakkara. 17. desember 2014 10:45
Sony skipar fjölmiðlum að fjalla ekki um lekann Hótar málsóknum haldi fjölmiðlar áfram að segja frá neyðarlegum upplýsingum sem stolið var úr tölvukerfum Sony. 15. desember 2014 15:00
Sony hættir við að sýna The Interview Ákvörðunin er tekin eftir að stærstu kvikmyndahúsakeðjur Bandaríkjanna tilkynntu að myndin yrði ekki tekin til sýninga. 17. desember 2014 23:19