Fótbolti

Jóla-Viðar lofar fleiri mörkum á næsta tímabili

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Viðar Örn Kjartansson í jólaskapi.
Viðar Örn Kjartansson í jólaskapi.
Viðar Örn Kjartansson, markakóngur norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu og leikmaður ársins hjá Vålerenga, sat fyrir svörum í jóladagatali Facebook-síðu liðsins í gær.

Leikmennirnir hafa skipts á að svara nokkrum spurningum í aðdraganda jólanna og var Viðar fyrst spurður hver besta minningin frá tímabilinu væri.

„Það er heimaleikurinn gegn Strömsgodset. Þar unnum við frábæran sigur sem gaf stuðningsmönnunum von,“ segir Viðar sem skoraði þrennu í leiknum.

Töp á útivelli gegn Sarpsborg og Álasundi segir hann verstu minningar tímabilsins og þá velur hann ekki sjálfan sig heldur Ghayas Zahid sem besta leikmann tímabilsins.

Hann ætlar vitaskuld að eyða jólunum á Íslandi, en aðspurður hvers vegna stuðningsmenn Vålerenga eigi að kaupa árskort fyrir næstu leiktíð svarar Viðar:

„Því við munum vera á meðal þriggja efstu liðanna.“ Hann er svo að lokum spurður hvað hann ætli að skora mikið. „Fleiri en í ár,“ segir Viðar sem skoraði 25 mörk í 30 leikjum á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×