Láta gamlan draum rætast um nám í hússtjórnarskóla Kristján Már Unnarsson skrifar 14. desember 2014 21:30 Nokkuð er um það að konur á efri árum láti gamlan draum rætast og fari í hússtjórnarskóla. Eldri körlum er einnig velkomið að sækja um skólavist. Þau kalla Handverks- og hússtjórnarskólann á Hallormsstað demantinn í skóginum en stúlkur á aldrinum 16 til 23 ára eru yfirgnæfandi í nemendahópnum á þessari haustönn. „Það er allt aldursbil sem við tökum,“ segir Bryndís Fiona Ford skólameistari í samtali við Stöð 2. „Það er enginn, held ég, sem á ekki erindi hingað og margir sem láta stundum gamlan draum rætast og taka þátt í þessu skólastarfi hér.“ -Mynduð þið taka á móti miðaldra karli? „Já, að sjálfsögðu. Þú ert bara velkominn að sækja um, ef þú hefur áhuga.“„Þú ert velkominn að sækja um," svaraði Bryndís skólameistari spurningu um hvort skólinn tæki við miðaldra körlum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Bryndís minntist þess þó ekki að miðaldra karl hafi sótt nám í skólanum. „En við fáum alveg eldri, þá aðallega konur, sem hafa kannski átt draum um að fara í þennan skóla áður fyrr og ekki farið.“ Elsti nemandinn á haustönn er kona um fimmtugt. Bryndís nefnir að grein eins og vefnaður höfði til margra eldri nemenda. „Þetta er breitt aldursbil og spilast vel saman. Í leiðinni er þetta svona staður þar sem þú getur bara fengið að njóta þín og kannski orlof fyrir þá sem eru eldri að taka sér frí og koma hingað og vera.“ Fjallað var um skólann í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í vikunni. Fljótsdalshérað Skóla - og menntamál Um land allt Tengdar fréttir Þessi skóli kennir þér að elda, skúra, prjóna, strauja og vefa Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað er sá eini sinnar tegundar sem eftir er í sveit á Íslandi. 8. desember 2014 21:15 „Það er ekki slæmt að vera með 22 stelpum“ Eini pilturinn í hússtjórnarskólanum á Hallormsstað mælir með náminu fyrir alla stráka. 9. desember 2014 18:00 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Fleiri fréttir Kona grunuð um íkveikjur á Selfossi gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Sjá meira
Nokkuð er um það að konur á efri árum láti gamlan draum rætast og fari í hússtjórnarskóla. Eldri körlum er einnig velkomið að sækja um skólavist. Þau kalla Handverks- og hússtjórnarskólann á Hallormsstað demantinn í skóginum en stúlkur á aldrinum 16 til 23 ára eru yfirgnæfandi í nemendahópnum á þessari haustönn. „Það er allt aldursbil sem við tökum,“ segir Bryndís Fiona Ford skólameistari í samtali við Stöð 2. „Það er enginn, held ég, sem á ekki erindi hingað og margir sem láta stundum gamlan draum rætast og taka þátt í þessu skólastarfi hér.“ -Mynduð þið taka á móti miðaldra karli? „Já, að sjálfsögðu. Þú ert bara velkominn að sækja um, ef þú hefur áhuga.“„Þú ert velkominn að sækja um," svaraði Bryndís skólameistari spurningu um hvort skólinn tæki við miðaldra körlum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Bryndís minntist þess þó ekki að miðaldra karl hafi sótt nám í skólanum. „En við fáum alveg eldri, þá aðallega konur, sem hafa kannski átt draum um að fara í þennan skóla áður fyrr og ekki farið.“ Elsti nemandinn á haustönn er kona um fimmtugt. Bryndís nefnir að grein eins og vefnaður höfði til margra eldri nemenda. „Þetta er breitt aldursbil og spilast vel saman. Í leiðinni er þetta svona staður þar sem þú getur bara fengið að njóta þín og kannski orlof fyrir þá sem eru eldri að taka sér frí og koma hingað og vera.“ Fjallað var um skólann í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í vikunni.
Fljótsdalshérað Skóla - og menntamál Um land allt Tengdar fréttir Þessi skóli kennir þér að elda, skúra, prjóna, strauja og vefa Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað er sá eini sinnar tegundar sem eftir er í sveit á Íslandi. 8. desember 2014 21:15 „Það er ekki slæmt að vera með 22 stelpum“ Eini pilturinn í hússtjórnarskólanum á Hallormsstað mælir með náminu fyrir alla stráka. 9. desember 2014 18:00 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Fleiri fréttir Kona grunuð um íkveikjur á Selfossi gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Sjá meira
Þessi skóli kennir þér að elda, skúra, prjóna, strauja og vefa Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað er sá eini sinnar tegundar sem eftir er í sveit á Íslandi. 8. desember 2014 21:15
„Það er ekki slæmt að vera með 22 stelpum“ Eini pilturinn í hússtjórnarskólanum á Hallormsstað mælir með náminu fyrir alla stráka. 9. desember 2014 18:00