Óttast orðspor ættingja vegna frétta af ISIS Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. desember 2014 13:54 Steven Sotloff var afhausaður af meðlimi ISIS. Allt var það tekið upp á myndband. Fjölskylda Íslendings sem starfað hefur við kvikmyndatökur á hættulegum svæðum erlendis, meðal annars í Sýrlandi, hefur áhyggjur af því að nafn hans sé bendlað við störf Ríkis islam (ISIS). Ættingi þeirra setji sig í hættu við að upplýsa heiminn um hörmungar á borð við þær sem ISIS standi fyrir. Hans markmið sé því gagnstætt við það sem íslenskur kvikmyndatökumaður er bendlaður við.Í grein á The New York Review of Books, sem íslenskir fjölmiðlar unnu fréttir upp úr í gær, fjallar blaðamaðurinn Sarah Birke um verk ISIS en til svara er maður að nafni Abu Hamza sem flúði úr herbúðum ISIS. Hann segir Íslending hafa komið að upptöku myndskeiða sem dreift hafi verið um allan heim til að koma boðskap ISIS á framfæri og auka nýliðun hjá samtökunum. Ættingi mannsins segir í samtali við Vísi að maðurinn hafi verið staddur á Sýrlandi í tíu daga fyrir um einu og hálfu ári. Hann hafi ekki verið að starfa fyrir ISIS heldur verið að fylgja læknum eftir og sýna neikvæðu hliðar ástandsins þar í landi. Aðspurð hvort möguleiki sé á að um sé að ræða einhvern annan Íslending en ættingja sinn telur hún svo vel geta verið. Það sé hins vegar ólíklegt og þá ætti ættingi sinn að vita af því. Það séu ekki margir Íslendingar í fremstu víglínu á hættulegum vígstöðvum í heiminum.Mögulega um mistök að ræða Ættingi mannsins segir að tvennt sé í stöðunni varðandi þær upplýsingar sem birtust í umfjöllun Birke. Annars vegar sé verið að draga mannorð íslensks tökumanns í svaðið eða það sé hreinlega um mistök að ræða. Kvikmyndatökumaðurinn sé frá öðru landi. Fréttir gærdagsins hafi verið áfall fyrir fjölskylduna og verst sé auðvitað að ættingi þeirra geti ekki svarað fyrir sig sjálfur. Þau vilji alls ekki að nafn hans komist í umræðuna í tengslum við þetta mál og heldur ekki hvar hann sé staddur í heiminum. Það geti sett hann í mikla hættu. Aðspurð hvort ríkislögreglustjóri hafi sett sig í samband við manninn eða fjölskylduna segir ættinginn ekkert hafa heyrt frá embættinu. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Embætti ríkislögreglustjóra tjáir sig ekki Fréttaritari Economist í Mið-Austurlöndum segir mjög erfitt að sannreyna fullyrðingar Abu Hamza en að hún hafi þráspurt manninn að þessu ákveðna atriði. 10. desember 2014 10:32 Íslendingur sagður hafa tekið upp ISIS myndbönd Fullyrt er á vefsíðunni The New York Review of Books að Íslendingur hafi tekið upp myndbönd fyrir hryðjuverkahópinn ISIS. 10. desember 2014 07:33 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Sjá meira
Fjölskylda Íslendings sem starfað hefur við kvikmyndatökur á hættulegum svæðum erlendis, meðal annars í Sýrlandi, hefur áhyggjur af því að nafn hans sé bendlað við störf Ríkis islam (ISIS). Ættingi þeirra setji sig í hættu við að upplýsa heiminn um hörmungar á borð við þær sem ISIS standi fyrir. Hans markmið sé því gagnstætt við það sem íslenskur kvikmyndatökumaður er bendlaður við.Í grein á The New York Review of Books, sem íslenskir fjölmiðlar unnu fréttir upp úr í gær, fjallar blaðamaðurinn Sarah Birke um verk ISIS en til svara er maður að nafni Abu Hamza sem flúði úr herbúðum ISIS. Hann segir Íslending hafa komið að upptöku myndskeiða sem dreift hafi verið um allan heim til að koma boðskap ISIS á framfæri og auka nýliðun hjá samtökunum. Ættingi mannsins segir í samtali við Vísi að maðurinn hafi verið staddur á Sýrlandi í tíu daga fyrir um einu og hálfu ári. Hann hafi ekki verið að starfa fyrir ISIS heldur verið að fylgja læknum eftir og sýna neikvæðu hliðar ástandsins þar í landi. Aðspurð hvort möguleiki sé á að um sé að ræða einhvern annan Íslending en ættingja sinn telur hún svo vel geta verið. Það sé hins vegar ólíklegt og þá ætti ættingi sinn að vita af því. Það séu ekki margir Íslendingar í fremstu víglínu á hættulegum vígstöðvum í heiminum.Mögulega um mistök að ræða Ættingi mannsins segir að tvennt sé í stöðunni varðandi þær upplýsingar sem birtust í umfjöllun Birke. Annars vegar sé verið að draga mannorð íslensks tökumanns í svaðið eða það sé hreinlega um mistök að ræða. Kvikmyndatökumaðurinn sé frá öðru landi. Fréttir gærdagsins hafi verið áfall fyrir fjölskylduna og verst sé auðvitað að ættingi þeirra geti ekki svarað fyrir sig sjálfur. Þau vilji alls ekki að nafn hans komist í umræðuna í tengslum við þetta mál og heldur ekki hvar hann sé staddur í heiminum. Það geti sett hann í mikla hættu. Aðspurð hvort ríkislögreglustjóri hafi sett sig í samband við manninn eða fjölskylduna segir ættinginn ekkert hafa heyrt frá embættinu.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Embætti ríkislögreglustjóra tjáir sig ekki Fréttaritari Economist í Mið-Austurlöndum segir mjög erfitt að sannreyna fullyrðingar Abu Hamza en að hún hafi þráspurt manninn að þessu ákveðna atriði. 10. desember 2014 10:32 Íslendingur sagður hafa tekið upp ISIS myndbönd Fullyrt er á vefsíðunni The New York Review of Books að Íslendingur hafi tekið upp myndbönd fyrir hryðjuverkahópinn ISIS. 10. desember 2014 07:33 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Sjá meira
Embætti ríkislögreglustjóra tjáir sig ekki Fréttaritari Economist í Mið-Austurlöndum segir mjög erfitt að sannreyna fullyrðingar Abu Hamza en að hún hafi þráspurt manninn að þessu ákveðna atriði. 10. desember 2014 10:32
Íslendingur sagður hafa tekið upp ISIS myndbönd Fullyrt er á vefsíðunni The New York Review of Books að Íslendingur hafi tekið upp myndbönd fyrir hryðjuverkahópinn ISIS. 10. desember 2014 07:33