Button áfram hjá McLaren Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. desember 2014 11:56 Button ekur með Fernando Alonso en Kevin Magnussen verður tilraunaökumaður. Vísir/Getty McLaren staðfesti í morgun að Jenson Button verði áfram í keppnisliði McLaren í Formúlu 1-kappakstrinum og verði því liðsfélagi Fernando Alonso, sem kom frá Ferrari á dögunum. Kevin Magnussen missir því sæti sitt í liðinu en verður þó áfram hjá McLaren sem tilrauna og varaökumaður. „Fernando og Jenson hafa ekið í nákvæmlega 500 mótum samanlagt og unnið 47 þeirra,“ sagði Ron Dennis, liðsstjóri McLaren. „Ekkert annað lið státar af jafn sterkri uppstillingu í dag.“ Alonso var síðast á mála hjá McLaren fyrir sjö árum síðan en fór eftir að hafa lent upp á kant við Dennis. Hann segist þó þess fullviss um að liðið sé á réttri braut í dag. „Ég veit að það gæti tekið smá tíma að ná þeim árangri sem stefnum að en það er í góðu lagi mín vegna.“ Button hefur verið hjá McLaren í sex ár og sextán ár alls í Formúlunni. Formúla Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
McLaren staðfesti í morgun að Jenson Button verði áfram í keppnisliði McLaren í Formúlu 1-kappakstrinum og verði því liðsfélagi Fernando Alonso, sem kom frá Ferrari á dögunum. Kevin Magnussen missir því sæti sitt í liðinu en verður þó áfram hjá McLaren sem tilrauna og varaökumaður. „Fernando og Jenson hafa ekið í nákvæmlega 500 mótum samanlagt og unnið 47 þeirra,“ sagði Ron Dennis, liðsstjóri McLaren. „Ekkert annað lið státar af jafn sterkri uppstillingu í dag.“ Alonso var síðast á mála hjá McLaren fyrir sjö árum síðan en fór eftir að hafa lent upp á kant við Dennis. Hann segist þó þess fullviss um að liðið sé á réttri braut í dag. „Ég veit að það gæti tekið smá tíma að ná þeim árangri sem stefnum að en það er í góðu lagi mín vegna.“ Button hefur verið hjá McLaren í sex ár og sextán ár alls í Formúlunni.
Formúla Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira