Var farin að leysa af í messum fjórtán ára Friðrika Benónýsdóttir skrifar 3. janúar 2014 10:00 Lára Bryndís lét ekki sjúkdóm í höndum stöðva sig í því að láta draum sinn rætast. MYND/Óskar Alexander Kristinsson „Veistu, ég veit eiginlega ekki hvernig á því stóð að ég endaði sem orgelleikari,“ segir Lára Bryndís Eggertsdóttir orgelleikari sem í kvöld heldur tónleika í Langholtskirkju á vegum Rotary á Íslandi í tilefni þess að samtökin veita henni veglegan námsstyrk. „Ég lærði á píanó frá því ég var barn, en hafði aldrei hugsað það sem karríer. Ég spilaði reyndar líka í nokkur ár á fiðlu, en fann mig aldrei í því heldur. Ég er hins vegar nánast alin upp í Langholtskirkju, var í barnakórum þar og hef tekið þátt í öllu kórastarfi kirkjunnar. Smám saman fór ég að spila töluvert á orgelið þar og var farin að leysa af í messum fjórtán ára. Árið 1998 urðu svo hvörf hjá mér. Þá heyrði ég orgelleikara í kirkju úti í Þýskalandi spila eitt stykkið sem ég mun spila á tónleikunum í kvöld, Nun danket alle Gott eftir Sigfrid Karg-Elert, og varð alveg uppnumin. Þetta mallaði í mér og þá um haustið vissi ég að ég yrði að fara að læra á orgel. Hringdi í Tónskóla þjóðkirkjunnar og var byrjuð að læra á orgelið viku síðar. Í fyrsta sinn sem ég sat við hljóðfærið og æfði mig fann ég þessa tilfinningu: Ahhh, nú er ég komin heim!“ Eftir námið hér heima sótti Lára Bryndís tíma í Svíþjóð í einn vetur, flaug á milli og hugðist fara í framhaldsnám þar en örlögin gripu í taumana. „Ég fékk sjúkdóm í hendurnar og þurfti að hætta að spila í dálítinn tíma. Það var mikið áfall og breytti öllu, Svíþjóðarplönin duttu upp fyrir og ég hellti mér út í nám í Söngskólanum og kláraði burtfararpróf þaðan. Ég fór líka í Leiðsöguskólann, útskrifaðist þaðan og tók svo eitt ár í læknisfræði, en vissi samt alltaf að það væri bara rugl og alls ekki það sem ég vildi gera. Ég vildi frekar fara aftur í nám á orgelið, þótt ég gæti kannski ekki náð eins langt í því og mig dreymdi um, en nú er ég orðin það góð í höndunum að það ætti ekkert að stoppa mig.“ Lára Bryndís stundar nú mastersnám í orgelleik við Det Jyske Musikkonservatorium í Danmörku, auk þess að vera orgelleikari og kórstjóri í Sønderbro Kirke á Jótlandi. Hún hyggst ljúka náminu í vor og stefnir á enn frekara nám að því loknu, þrátt fyrir að hafa á námstímanum eignast þrjú börn sem hún viðurkennir að taki tölverðan tíma frá spileríinu. „Mastersverkefnið mitt er gífurlega spennandi. Það eru sjö íslensk tónskáld sem eru að semja fyrir mig orgeltónlist sem hentar til notkunar við helgihald. Óvænt varð það að stóru og spennandi verkefni sem fólk getur kynnt sér nánar á vefslóðinni audiebam.is.“ Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 20 og á efnisskránni eru þrjú verk; Ich ruf zu Dir, Herr Jesu Christ, Tokkata og fúga í d-moll eftir Bach og áðurnefnt verk eftir Karg-Elert. Menning Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Lífið Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Veistu, ég veit eiginlega ekki hvernig á því stóð að ég endaði sem orgelleikari,“ segir Lára Bryndís Eggertsdóttir orgelleikari sem í kvöld heldur tónleika í Langholtskirkju á vegum Rotary á Íslandi í tilefni þess að samtökin veita henni veglegan námsstyrk. „Ég lærði á píanó frá því ég var barn, en hafði aldrei hugsað það sem karríer. Ég spilaði reyndar líka í nokkur ár á fiðlu, en fann mig aldrei í því heldur. Ég er hins vegar nánast alin upp í Langholtskirkju, var í barnakórum þar og hef tekið þátt í öllu kórastarfi kirkjunnar. Smám saman fór ég að spila töluvert á orgelið þar og var farin að leysa af í messum fjórtán ára. Árið 1998 urðu svo hvörf hjá mér. Þá heyrði ég orgelleikara í kirkju úti í Þýskalandi spila eitt stykkið sem ég mun spila á tónleikunum í kvöld, Nun danket alle Gott eftir Sigfrid Karg-Elert, og varð alveg uppnumin. Þetta mallaði í mér og þá um haustið vissi ég að ég yrði að fara að læra á orgel. Hringdi í Tónskóla þjóðkirkjunnar og var byrjuð að læra á orgelið viku síðar. Í fyrsta sinn sem ég sat við hljóðfærið og æfði mig fann ég þessa tilfinningu: Ahhh, nú er ég komin heim!“ Eftir námið hér heima sótti Lára Bryndís tíma í Svíþjóð í einn vetur, flaug á milli og hugðist fara í framhaldsnám þar en örlögin gripu í taumana. „Ég fékk sjúkdóm í hendurnar og þurfti að hætta að spila í dálítinn tíma. Það var mikið áfall og breytti öllu, Svíþjóðarplönin duttu upp fyrir og ég hellti mér út í nám í Söngskólanum og kláraði burtfararpróf þaðan. Ég fór líka í Leiðsöguskólann, útskrifaðist þaðan og tók svo eitt ár í læknisfræði, en vissi samt alltaf að það væri bara rugl og alls ekki það sem ég vildi gera. Ég vildi frekar fara aftur í nám á orgelið, þótt ég gæti kannski ekki náð eins langt í því og mig dreymdi um, en nú er ég orðin það góð í höndunum að það ætti ekkert að stoppa mig.“ Lára Bryndís stundar nú mastersnám í orgelleik við Det Jyske Musikkonservatorium í Danmörku, auk þess að vera orgelleikari og kórstjóri í Sønderbro Kirke á Jótlandi. Hún hyggst ljúka náminu í vor og stefnir á enn frekara nám að því loknu, þrátt fyrir að hafa á námstímanum eignast þrjú börn sem hún viðurkennir að taki tölverðan tíma frá spileríinu. „Mastersverkefnið mitt er gífurlega spennandi. Það eru sjö íslensk tónskáld sem eru að semja fyrir mig orgeltónlist sem hentar til notkunar við helgihald. Óvænt varð það að stóru og spennandi verkefni sem fólk getur kynnt sér nánar á vefslóðinni audiebam.is.“ Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 20 og á efnisskránni eru þrjú verk; Ich ruf zu Dir, Herr Jesu Christ, Tokkata og fúga í d-moll eftir Bach og áðurnefnt verk eftir Karg-Elert.
Menning Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Lífið Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira