Aron rotaði Rússana Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. janúar 2014 06:00 Strákarnir fagna sigurmarki Arons Pálmarssonar í gær en það var af glæsilegri gerðinni. nordicphotos/bongarts Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk á síðustu 40 sekúndum leiksins gegn Rússum í gær og tryggði Íslandi eins marks sigur í leiknum, 35-34. Bæði mörkin voru stórglæsileg og sigur íslenska liðsins sanngjarn en liðið leiddi lengstum. Þetta var fyrsti leikur þjóðanna á fjögurra þjóða æfingamóti fyrir EM sem hefst um næstu helgi. Ísland spilar við Austurríki klukkan 14.00 í dag og við Þjóðverja klukkan 15.15 á morgun. Báðir leikir verða í beinni textalýsingu á Vísi. „Þetta var heldur betur spennandi og mjög gott að klára þetta. Tala nú ekki um það sem á undan er gengið. Þetta var mjög sterkur sigur,“ sagði landsliðsþjálfarinn, Aron Kristjánsson, eftir leik. Hann hefur mátt horfa á eftir hverjum leikmanninum á fætur öðrum í meiðsli og nú síðast meiddist Snorri Steinn Guðjónsson. Hann er þó ekki alvarlega meiddur og gæti spilað í dag. Sóknarleikur íslenska liðsins var til fyrirmyndar í leiknum en varnarleikur og markvarsla var langt frá því að vera í lagi. „Hafsentarnir Sverre og Vignir ganga ekki alveg heilir til skógar og Bjarki Már er reynslulítill. Við erum því að reyna að púsla saman varnarleiknum og þá fáum við líka vonandi betri markvörslu,“ segir Aron en Björgvin Páll steig þó upp á ögurstundu í gær og varði skot undir lokin sem reyndist ansi dýrmætt. „Hraðaupphlaupin og hvernig við spilum sóknina manni færri kom mjög vel út sem var afar jákvætt. Sóknin rúllaði líka mjög vel. Ásgeir og Rúnar komu mjög sterkir inn í fyrri hálfleik með átta mörk hægra megin en ég hefði viljað sjá meira frá þeim í síðari hálfleik. Þetta eru tveir ólíkir menn og gott að vera með slíka tvennu.“ Þjálfarinn segir að tíminn fram að EM muni fara að miklu leyti í varnarleikinn. „Það er áhyggjuefnið okkar núna. Við erum viðkvæmir á miðsvæðinu. Sverre hefur ekkert æft og var bara að koma inn núna. Sem betur fer kom ekkert upp í þessum leik og allir heilir sem spiluðu. Við verðum samt að passa vel upp á Aron um helgina en hann spilaði mikið núna.“ EM 2014 karla Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Sjá meira
Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk á síðustu 40 sekúndum leiksins gegn Rússum í gær og tryggði Íslandi eins marks sigur í leiknum, 35-34. Bæði mörkin voru stórglæsileg og sigur íslenska liðsins sanngjarn en liðið leiddi lengstum. Þetta var fyrsti leikur þjóðanna á fjögurra þjóða æfingamóti fyrir EM sem hefst um næstu helgi. Ísland spilar við Austurríki klukkan 14.00 í dag og við Þjóðverja klukkan 15.15 á morgun. Báðir leikir verða í beinni textalýsingu á Vísi. „Þetta var heldur betur spennandi og mjög gott að klára þetta. Tala nú ekki um það sem á undan er gengið. Þetta var mjög sterkur sigur,“ sagði landsliðsþjálfarinn, Aron Kristjánsson, eftir leik. Hann hefur mátt horfa á eftir hverjum leikmanninum á fætur öðrum í meiðsli og nú síðast meiddist Snorri Steinn Guðjónsson. Hann er þó ekki alvarlega meiddur og gæti spilað í dag. Sóknarleikur íslenska liðsins var til fyrirmyndar í leiknum en varnarleikur og markvarsla var langt frá því að vera í lagi. „Hafsentarnir Sverre og Vignir ganga ekki alveg heilir til skógar og Bjarki Már er reynslulítill. Við erum því að reyna að púsla saman varnarleiknum og þá fáum við líka vonandi betri markvörslu,“ segir Aron en Björgvin Páll steig þó upp á ögurstundu í gær og varði skot undir lokin sem reyndist ansi dýrmætt. „Hraðaupphlaupin og hvernig við spilum sóknina manni færri kom mjög vel út sem var afar jákvætt. Sóknin rúllaði líka mjög vel. Ásgeir og Rúnar komu mjög sterkir inn í fyrri hálfleik með átta mörk hægra megin en ég hefði viljað sjá meira frá þeim í síðari hálfleik. Þetta eru tveir ólíkir menn og gott að vera með slíka tvennu.“ Þjálfarinn segir að tíminn fram að EM muni fara að miklu leyti í varnarleikinn. „Það er áhyggjuefnið okkar núna. Við erum viðkvæmir á miðsvæðinu. Sverre hefur ekkert æft og var bara að koma inn núna. Sem betur fer kom ekkert upp í þessum leik og allir heilir sem spiluðu. Við verðum samt að passa vel upp á Aron um helgina en hann spilaði mikið núna.“
EM 2014 karla Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Sjá meira