„Samt tók ég aldrei ákvörðun um það að verða dansari“ Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. janúar 2014 13:00 „Það var gott að ná að anda að sér íslensku lofti,“ sagði Frank Fannar í stuttu fríi frá dansi í nútímadansuppfærslu á Svanavatninu í Þýskalandi. Fréttablaðið/GVA „Ég komst ekki heim fyrr en 29. desember og fór út aftur 2. janúar því næsta sýning er 4. janúar en það var gott að ná aðeins að anda að sér íslensku lofti, þó ekki sé nema í fjóra daga,“ segir hinn 23 ára dansari Frank Fannar Pedersen sem er í aðalkarlhlutverki í Svanavatninu á sviðinu í Wiesbaden í Þýskalandi um þessar mundir. Frumsýning var 21. desember. „Þetta er ekki hið klassíska Svanavatn heldur nútímadansuppfærsla eftir stjórnandann, Stephan Thoss, við tónlist Tsjajkovskís. Hún nefnist Frá miðnætti til morguns,“ tekur hann fram.Frank Fannar dansaði Tybalt í Rómeó og Júlíu, dansverki eftir Stephan Thoss, stjórnanda dansflokksins í Wiesbaden.Frank Fannar hefur lifað og hrærst í sviðslistum frá barnæsku. Móðir hans er Katrín Hall dansari sem lengi var listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins og faðir hans Guðjón Pedersen, leikari, leikstjóri og Borgarleikhússtjóri um tíma. Fjölskyldan bjó í Köln þegar móðir hans var dansari hjá dansflokki óperuhússins þar, svo Frank Fannar var í Þýskalandi fyrstu sjö árin sín. En heimkominn hóf hann strax nám í Listdansskólanum og svo leiddi eitt af öðru. „Samt tók ég aldrei ákvörðun um það að verða dansari. Þetta bara vatt upp á sig og var alltaf gaman og það heldur áfram að vera gaman,“ segir hann glaðlega. Hann var aðeins átján ára þegar hann hélt út í hinn stóra heim til að dansa, fyrst til Barcelona á Spáni og síðan Þýskalands en áður hafði hann getið sér gott orð á sviði hér heima með dansflokknum og í samkeppnum í Svíþjóð og Kína. Yfirleitt er dansflokkur, leikhús og ópera innan stóru leikhúsanna í Þýskalandi, að sögn Franks Fannars. „Við sem erum í dansflokknum í Wiesbaden teljumst heppin að þurfa ekki að dansa í óperum eða söngleikjum heldur eru sérstakir dansarar í því. Við erum bara að búa til dansverk. Það er skemmtilegra og meira krefjandi því söngleikir ganga oft svo lengi.“ Þetta er þriðja ár Franks Fannars í Wiesbaden en hann býst við að breyta til á næsta ári. „Það er verið að skipta um stjórnanda í leikhúsinu og mér finnst ágætt að nota tækifærið og fara eitthvert annað. Finnst kominn tími á nýjar ögranir og áskoranir,“ útskýrir hann. Hvert leiðin liggur veit hann ekki en reiknar með að halda sig í Mið-Evrópu áfram, í Þýskalandi, Hollandi eða Sviss.„Ég fór oft í þennan almenningsgarð sem barn,“ segir Frank Fannar sem heimsótti æskuslóðir sínar í Köln á síðasta ári með mömmu.Margar stórar sýningar eru að baki í Wiesbaden síðustu árin hjá Frank Fannari. „Mér hefur gengið vel, ég hef haft mjög mikið að gera og auðvitað hef ég lært á því. Það eru forréttindi að fá að vinna við það sem manni þykir skemmtilegast.“ Hann segir Svanavatnið svolítið jóla- eða vetrartengt ævintýri svo það verði varla sýnt langt fram á vor. „Við byrjum á að fara í leikför fljótlega eftir áramótin. Einnig er annað prógramm að fara í gang sem frumsýnt verður í febrúar þannig að æfingar á því verða samhliða sýningarferðalögum svo það verður nóg að gera,“ segir hann hress. Um framtíðina vill Frank Fannar sem minnst spá. „Líf dansarans er yfirleitt stutt og eftir það er vonandi tækifæri til að gera eitthvað allt annað. Það finnst mér bara heillandi tilhugsun frekar en hitt. Nú er hægt að stunda nám hvenær sem er á ævinni og gera hvað sem er.“ Menning Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Ég komst ekki heim fyrr en 29. desember og fór út aftur 2. janúar því næsta sýning er 4. janúar en það var gott að ná aðeins að anda að sér íslensku lofti, þó ekki sé nema í fjóra daga,“ segir hinn 23 ára dansari Frank Fannar Pedersen sem er í aðalkarlhlutverki í Svanavatninu á sviðinu í Wiesbaden í Þýskalandi um þessar mundir. Frumsýning var 21. desember. „Þetta er ekki hið klassíska Svanavatn heldur nútímadansuppfærsla eftir stjórnandann, Stephan Thoss, við tónlist Tsjajkovskís. Hún nefnist Frá miðnætti til morguns,“ tekur hann fram.Frank Fannar dansaði Tybalt í Rómeó og Júlíu, dansverki eftir Stephan Thoss, stjórnanda dansflokksins í Wiesbaden.Frank Fannar hefur lifað og hrærst í sviðslistum frá barnæsku. Móðir hans er Katrín Hall dansari sem lengi var listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins og faðir hans Guðjón Pedersen, leikari, leikstjóri og Borgarleikhússtjóri um tíma. Fjölskyldan bjó í Köln þegar móðir hans var dansari hjá dansflokki óperuhússins þar, svo Frank Fannar var í Þýskalandi fyrstu sjö árin sín. En heimkominn hóf hann strax nám í Listdansskólanum og svo leiddi eitt af öðru. „Samt tók ég aldrei ákvörðun um það að verða dansari. Þetta bara vatt upp á sig og var alltaf gaman og það heldur áfram að vera gaman,“ segir hann glaðlega. Hann var aðeins átján ára þegar hann hélt út í hinn stóra heim til að dansa, fyrst til Barcelona á Spáni og síðan Þýskalands en áður hafði hann getið sér gott orð á sviði hér heima með dansflokknum og í samkeppnum í Svíþjóð og Kína. Yfirleitt er dansflokkur, leikhús og ópera innan stóru leikhúsanna í Þýskalandi, að sögn Franks Fannars. „Við sem erum í dansflokknum í Wiesbaden teljumst heppin að þurfa ekki að dansa í óperum eða söngleikjum heldur eru sérstakir dansarar í því. Við erum bara að búa til dansverk. Það er skemmtilegra og meira krefjandi því söngleikir ganga oft svo lengi.“ Þetta er þriðja ár Franks Fannars í Wiesbaden en hann býst við að breyta til á næsta ári. „Það er verið að skipta um stjórnanda í leikhúsinu og mér finnst ágætt að nota tækifærið og fara eitthvert annað. Finnst kominn tími á nýjar ögranir og áskoranir,“ útskýrir hann. Hvert leiðin liggur veit hann ekki en reiknar með að halda sig í Mið-Evrópu áfram, í Þýskalandi, Hollandi eða Sviss.„Ég fór oft í þennan almenningsgarð sem barn,“ segir Frank Fannar sem heimsótti æskuslóðir sínar í Köln á síðasta ári með mömmu.Margar stórar sýningar eru að baki í Wiesbaden síðustu árin hjá Frank Fannari. „Mér hefur gengið vel, ég hef haft mjög mikið að gera og auðvitað hef ég lært á því. Það eru forréttindi að fá að vinna við það sem manni þykir skemmtilegast.“ Hann segir Svanavatnið svolítið jóla- eða vetrartengt ævintýri svo það verði varla sýnt langt fram á vor. „Við byrjum á að fara í leikför fljótlega eftir áramótin. Einnig er annað prógramm að fara í gang sem frumsýnt verður í febrúar þannig að æfingar á því verða samhliða sýningarferðalögum svo það verður nóg að gera,“ segir hann hress. Um framtíðina vill Frank Fannar sem minnst spá. „Líf dansarans er yfirleitt stutt og eftir það er vonandi tækifæri til að gera eitthvað allt annað. Það finnst mér bara heillandi tilhugsun frekar en hitt. Nú er hægt að stunda nám hvenær sem er á ævinni og gera hvað sem er.“
Menning Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira