Óvíst að ríkið krefji Mýflug um bætur vegna 40 milljóna tjóns á sjúkrabúnaði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. janúar 2014 07:15 Tugmilljóna sjúkrabúnaður í eigu ríkisins eyðilagðist í flugslysinu á akstursbraut Bílaklúbbs Akureyrar 5. ágúst síðastliðinn. Mynd/Baldvin Þeyr Tjón ríkisins vegna sérhæfðs búnaðar um borð í sjúkraflugvél Mýflugs sem fórst um síðustu verslunarmannahelgi kann að verða rúmar 40 milljónir króna. Skömmu eftir slysið fékk Mýflug sams konar Beechraft Kingair 200 flugvél sem kom til landsins frá Bandaríkjunum í september. Í fjáraukalögum fyrir nýliðið ár kemur fram að ríkið ætli að verja allt að 40 milljónum króna til að útbúa nýju vélina með sjúkrabúnaði. Með ísetningu er reiknað með að kostnaðurinn verði alls rúmar 40 milljónir að því er heilbrigðisráðuneytið upplýsir. Samkvæmt útboðslýsingu ber Mýflug ábyrgð á öllu tjóni sem ríkið kann að verða fyrir við framkvæmd sjúkraflugsins. Tryggingar Mýflugs fyrir flugvélina tóku ekki sérstaklega til búnaðarins sem ríkið átti um borð. Í heilbrigðisráðuneytinu hafa menn ekki gert upp við sig hvort gera eigi kröfu á Mýflug vegna búnaðarins sem tapaðist. Í fjáraaukalögum fyrir árið 2013 er upphæðin færð á liðinn „tapaðar kröfur og tjónabætur“. Af því að dæma virtist ríkið ekki ætla að gera bótakröfu á hendur Mýflugi. Endanleg afstaða liggur þó ekki fyrir.Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir engar ávirðingar á hendur Mýflugi hafa borist í ráðherratíð sinni.Kristján Þór Júlíusson.Enn aðeins pláss fyrir einn sjúkling „Í þessu máli er ekki augljóst að ríkið eigi kröfu á hendur Mýflugi vegna búnaðarins. Þessi mál verða skoðuð í heild en ekki er tímabært að fullyrða neitt að svo stöddu. Sem stendur er megináhersla af hálfu ráðuneytisins lögð á að tryggja aðbúnað sjúklinga og fylgdarmanna um borð í nýrri sjúkraflutningavél Mýflugs,“ segir í svari heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Meðal þess sem þarf í flugvélina eru sjúkrabörur, búnaður til súrefnisgjafar, öndunarvél, hjartarafstuðstæki og búnaður til vökva- og lyfjagjafar. Ekki er reiknað með að allur búnaðurinn verði kominn á sinn stað fyrr en í lok febrúar. Þangað til er aðeins hægt að flytja einn sjúkling á börum í vélinni. Nýr þjónustusamningur við Mýflug tók gildi í fyrravor. Þótt settar hafi verið fram á síðustu dögum ásakanir um meint óvönduð vinnubrögð Mýflugsmanna í sjúkrafluginu stendur ekki til að taka samstarf ríkisins við flugfélagið til endurskoðunar. „Ég hef ekki fengið inn á mitt borð, eða þeir starfsmenn hérna í ráðuneytinu sem sýsla við þetta, frá því ég tók við starfi neinar ávirðingar í þessum efnum,“ segir Kristján Þór Júlíusson sem tók við sem heilbrigðisráðherra eftir alþingiskosningar í fyrravor.Mýflug tók ábyrgð á tjóni ríkisins í sjúkrafluginu„Verksali [Mýflug] ber ábyrgð á verkefninu og framkvæmd þess, þar með töldum verkum undirverktaka og auk þess tjóni er verkkaupi [ríkið] eða þriðji aðili kann að verða fyrir við framkvæmd þess.“Úr útboðslýsingu vegna sjúkraflugs 2012. Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira
Tjón ríkisins vegna sérhæfðs búnaðar um borð í sjúkraflugvél Mýflugs sem fórst um síðustu verslunarmannahelgi kann að verða rúmar 40 milljónir króna. Skömmu eftir slysið fékk Mýflug sams konar Beechraft Kingair 200 flugvél sem kom til landsins frá Bandaríkjunum í september. Í fjáraukalögum fyrir nýliðið ár kemur fram að ríkið ætli að verja allt að 40 milljónum króna til að útbúa nýju vélina með sjúkrabúnaði. Með ísetningu er reiknað með að kostnaðurinn verði alls rúmar 40 milljónir að því er heilbrigðisráðuneytið upplýsir. Samkvæmt útboðslýsingu ber Mýflug ábyrgð á öllu tjóni sem ríkið kann að verða fyrir við framkvæmd sjúkraflugsins. Tryggingar Mýflugs fyrir flugvélina tóku ekki sérstaklega til búnaðarins sem ríkið átti um borð. Í heilbrigðisráðuneytinu hafa menn ekki gert upp við sig hvort gera eigi kröfu á Mýflug vegna búnaðarins sem tapaðist. Í fjáraaukalögum fyrir árið 2013 er upphæðin færð á liðinn „tapaðar kröfur og tjónabætur“. Af því að dæma virtist ríkið ekki ætla að gera bótakröfu á hendur Mýflugi. Endanleg afstaða liggur þó ekki fyrir.Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir engar ávirðingar á hendur Mýflugi hafa borist í ráðherratíð sinni.Kristján Þór Júlíusson.Enn aðeins pláss fyrir einn sjúkling „Í þessu máli er ekki augljóst að ríkið eigi kröfu á hendur Mýflugi vegna búnaðarins. Þessi mál verða skoðuð í heild en ekki er tímabært að fullyrða neitt að svo stöddu. Sem stendur er megináhersla af hálfu ráðuneytisins lögð á að tryggja aðbúnað sjúklinga og fylgdarmanna um borð í nýrri sjúkraflutningavél Mýflugs,“ segir í svari heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Meðal þess sem þarf í flugvélina eru sjúkrabörur, búnaður til súrefnisgjafar, öndunarvél, hjartarafstuðstæki og búnaður til vökva- og lyfjagjafar. Ekki er reiknað með að allur búnaðurinn verði kominn á sinn stað fyrr en í lok febrúar. Þangað til er aðeins hægt að flytja einn sjúkling á börum í vélinni. Nýr þjónustusamningur við Mýflug tók gildi í fyrravor. Þótt settar hafi verið fram á síðustu dögum ásakanir um meint óvönduð vinnubrögð Mýflugsmanna í sjúkrafluginu stendur ekki til að taka samstarf ríkisins við flugfélagið til endurskoðunar. „Ég hef ekki fengið inn á mitt borð, eða þeir starfsmenn hérna í ráðuneytinu sem sýsla við þetta, frá því ég tók við starfi neinar ávirðingar í þessum efnum,“ segir Kristján Þór Júlíusson sem tók við sem heilbrigðisráðherra eftir alþingiskosningar í fyrravor.Mýflug tók ábyrgð á tjóni ríkisins í sjúkrafluginu„Verksali [Mýflug] ber ábyrgð á verkefninu og framkvæmd þess, þar með töldum verkum undirverktaka og auk þess tjóni er verkkaupi [ríkið] eða þriðji aðili kann að verða fyrir við framkvæmd þess.“Úr útboðslýsingu vegna sjúkraflugs 2012.
Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira