Snorri Steinn: Við viljum kannski ekki sjá mig mikið í markinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2014 08:00 Snorri Steinn Guðjónsson. Mynd/Vilhelm Það fór ekki fram hjá neinum sem horfðu á íslenska landsliðið spilaði á æfingamótinu í Þýskalandi um síðustu helgi að landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson tekur vissa áhættu þegar liðið lendir manni undir. Hann tekur þá markmanninn úr markinu og sendir leikstjórnandann í sóknina í markmannsvesti. Á meðan er íslenska markið tómt. „Mér fannst það koma mjög vel út á móti Rússum og þetta kom líka vel út í æfingaleikjunum í Austurríki í nóvember,“ segir Aron Kristjánsson, þegar hann er spurður um nýjasta útspilið í þróun handboltans.Viljum ekki sjá mig í markinu „Við erum aðeins búnir að prófa þetta. Við prófuðum þetta í Austurríki um daginn og svo núna um helgina. Við viljum kannski ekki sjá mig mikið í markinu en það var meira fyrir okkar klaufaskap að ég endaði í markinu,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson sem fer oftast í „markmannsbúninginn“. „Þetta á að gefa okkur visst andrými í sókninni. Við höfum með þessu bætt okkur þegar við erum færri. Það er erfið staða að spila manni færri á móti mjög góðum leikmönnum en við reynum að lágmarka skaðann með þessu,“ segir Aron en hann setur með þessu enn meiri ábyrgð á Snorra Stein, að lesa það hvenær hann á að hlaupa út af og skipta við markvörð íslenska liðsins. Snorri góður að lesa leikinn „Snorri Steinn er mjög góður í því að lesa þessar aðstæður og þess vegna er hann líka í vestinu. Það er líka mjög mikilvægt að hinir leikmennirnir átti sig á því að við erum liðfærri og taki skynsamlegar ákvarðanir,“ segir Aron og það er alveg bannað að reyna línusendingar við þessar aðstæður. Snorri Steinn lenti samt tvisvar í því á Þýskalandsmótinu að þurfa að fara í markið. „Markmannsþjálfarinn okkar hefur verið aðeins að taka Snorra í gegn og fara yfir það hvernig hann stendur og svona,“ segir Aron í gríni en bætir svo við: „Þegar færri eru í vörninni þá fær liðið oft á sig dauðafæri. Í bæði þessi skipti þar sem Snorri endaði í markinu í Þýskalandi þá var hann að fá á sig algjör dauðafæri. Það er ekkert víst að markvörðurinn okkar hefði varið þetta.“ „Eins og Aron hefur komið inn á í viðtölum þá snýst þetta um að vinna tíma og teygja aðeins lopann þegar við erum manni færri. Það gefur líka augaleið að við viljum ekki enda með mig í markinu,“ segir Snorri Steinn, sem ætlar ekki að fara í séræfingar með markmönnum liðsins. „Ef ég er alltaf að lenda í markinu trekk í trekk og ver aldrei boltann þá prófum við einhvern annan í vestinu eða hættum þessu. Auðvitað getur þetta alltaf endað þannig að ég fari í markið en í það heila þá höfum við verið nokkuð ánægðir með þetta og höfum fengið það út úr því sem við viljum. Við komum til með að prófa þetta eitthvað í leikjunum úti,“ segir Snorri Steinn. EM 2014 karla Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Í beinni: Liverpool - Tottenham | Gestirnir með forskot Enski boltinn Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Handbolti Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Leik lokið: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Körfubolti Leik lokið: Keflavík - ÍR 81-89 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Sjá meira
Það fór ekki fram hjá neinum sem horfðu á íslenska landsliðið spilaði á æfingamótinu í Þýskalandi um síðustu helgi að landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson tekur vissa áhættu þegar liðið lendir manni undir. Hann tekur þá markmanninn úr markinu og sendir leikstjórnandann í sóknina í markmannsvesti. Á meðan er íslenska markið tómt. „Mér fannst það koma mjög vel út á móti Rússum og þetta kom líka vel út í æfingaleikjunum í Austurríki í nóvember,“ segir Aron Kristjánsson, þegar hann er spurður um nýjasta útspilið í þróun handboltans.Viljum ekki sjá mig í markinu „Við erum aðeins búnir að prófa þetta. Við prófuðum þetta í Austurríki um daginn og svo núna um helgina. Við viljum kannski ekki sjá mig mikið í markinu en það var meira fyrir okkar klaufaskap að ég endaði í markinu,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson sem fer oftast í „markmannsbúninginn“. „Þetta á að gefa okkur visst andrými í sókninni. Við höfum með þessu bætt okkur þegar við erum færri. Það er erfið staða að spila manni færri á móti mjög góðum leikmönnum en við reynum að lágmarka skaðann með þessu,“ segir Aron en hann setur með þessu enn meiri ábyrgð á Snorra Stein, að lesa það hvenær hann á að hlaupa út af og skipta við markvörð íslenska liðsins. Snorri góður að lesa leikinn „Snorri Steinn er mjög góður í því að lesa þessar aðstæður og þess vegna er hann líka í vestinu. Það er líka mjög mikilvægt að hinir leikmennirnir átti sig á því að við erum liðfærri og taki skynsamlegar ákvarðanir,“ segir Aron og það er alveg bannað að reyna línusendingar við þessar aðstæður. Snorri Steinn lenti samt tvisvar í því á Þýskalandsmótinu að þurfa að fara í markið. „Markmannsþjálfarinn okkar hefur verið aðeins að taka Snorra í gegn og fara yfir það hvernig hann stendur og svona,“ segir Aron í gríni en bætir svo við: „Þegar færri eru í vörninni þá fær liðið oft á sig dauðafæri. Í bæði þessi skipti þar sem Snorri endaði í markinu í Þýskalandi þá var hann að fá á sig algjör dauðafæri. Það er ekkert víst að markvörðurinn okkar hefði varið þetta.“ „Eins og Aron hefur komið inn á í viðtölum þá snýst þetta um að vinna tíma og teygja aðeins lopann þegar við erum manni færri. Það gefur líka augaleið að við viljum ekki enda með mig í markinu,“ segir Snorri Steinn, sem ætlar ekki að fara í séræfingar með markmönnum liðsins. „Ef ég er alltaf að lenda í markinu trekk í trekk og ver aldrei boltann þá prófum við einhvern annan í vestinu eða hættum þessu. Auðvitað getur þetta alltaf endað þannig að ég fari í markið en í það heila þá höfum við verið nokkuð ánægðir með þetta og höfum fengið það út úr því sem við viljum. Við komum til með að prófa þetta eitthvað í leikjunum úti,“ segir Snorri Steinn.
EM 2014 karla Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Í beinni: Liverpool - Tottenham | Gestirnir með forskot Enski boltinn Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Handbolti Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Leik lokið: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Körfubolti Leik lokið: Keflavík - ÍR 81-89 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Sjá meira