Opið bréf til Reykjavíkurborgar vegna RIFF Stjórn RIFF skrifar 13. janúar 2014 07:00 Stjórn RIFF, sem skipuð var árið2013 að ósk Reykjavíkurborgar, harmar þá ákvörðun Menningar-og ferðamálaráðs að hætta styrkveitingu til Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík –RIFF eftir 10 ára farsælt samstarf um uppbyggingu hátíðarinnar á alþjóðavettvangi. Stjórnin skorar jafnframt á ráðið að endurskoða þá ákvörðun sína að veita styrkinn til nýrra aðila sem ekki hafa sambærilega reynslu viðreksturslíkrar hátíðar og geta seint talist „óháðir“hagsmunaaðilum greinarinnar, en slíkt sjálfstæði er grunnur allra virtra kvikmyndahátíða í heiminum. RIFF hefur uppfyllt öll þau ákvæði í samningi við Reykjavíkurborg sem kveðið var á um. Menningar-og ferðamálaráð hefur lagt mikinn þunga ásamstarf við Heimili kvikmyndanna -Bíó Paradís. Stjórn RIFF leggur áherslu á að hún hefur haft áhuga á samstarfi við Heimili kvikmyndanna –Bíó Paradís, bæði í orði og á borði. Stjórnarmenn RIFF hafa rætt viðfulltrúa Bíó Paradísar um langtímasamninga og Giorgio Gossetti aðaldagskrárstjóri RIFF ritað Hilmari Sigurðssyni, formanni Sambands íslenskra kvikmyndagerðarmanna og formanni Heimilis kvikmyndanna -Bíó Paradísar, bréf þess efnis þann 15. október 2013. Ítrekað hefur verið óskað eftir samráðsfundi meðfulltrúum Bíó Paradísar um samstarf. Á fundi með Hilmari Sigurðssyni og fulltrúum stjórnar RIFF 29. nóvember s.l. var einnig ákveðið að efna sem fyrst til samráðs og vinnufundar meðhelstu hagsmunaaðilum kvikmyndaiðnaðarins, Bíó Paradís og RIFF til að útfæra nánara samstarf næstu hátíða. Stjórn Bíó Paradísar hefur því miður ekki enn séð sér fært að ákvarða dagsetningu þess fundar. Fjöldi fyrirtækja, sjóða og stofnana hér heima og erlendis hafa efnt til samstarfs við RIFF og fjárfest í kynningu og uppbyggingu þessa vörumerkis í áratug. Mörg þessara fyrirtækja hafa átt í farsælu samstarfi við RIFF frá upphafi. Reykjavíkurborg hefur oft og ítrekað notað vörumerkið RIFF í alþjóðlegu kynningarefni um borgina þar sem farið er lofsorðum um hátíðina og hún sögð einn af helstu menningaratburðum borgarinnar á hverju ári. Höfuðborgarstofa gaf t.d. út bækling í fyrra, „Reykjavik Festival City” þar sem m.a. stendur að orðspor RIFF hafi aukist verulega og sífellt fleiri sæki hátíðina erlendis frá. Um sé að ræða meiri háttar kvikmyndaviðburð sem lífgi upp á íslenska kvikmyndamenningu meðframsæknum kvikmyndum og ungu kvikmyndagerðarfólki alls staðar að. RIFF sé á meðal best geymdu leyndarmála á hinu alþjóðlega kvikmyndahátíðarkorti. Undanfarin ár hefur myndast viðamikið net sterkra og þekktra alþjóðlegra aðila í kvikmyndagerð og -menningu sem bæði eru velviljaðir RIFF og hafa unnið fyrir hátíðina. Orðspor hátíðarinnar er afar gott, hún nýtur virðingar erlendra kvikmyndagerðarmanna og ferðamanna sem sumir hverjir sækja hátíðina árlega. RIFF hefur hlotið afgerandi viðurkenningar erlendis,m.a. frá MEDIA-áætlun Evrópusambandsins sem lagt hefur fjármagn í hátíðina undanfarin ár. Þrátt fyrir erfiðar efnahagsaðstæður tókst að halda glæsilega hátíð2013 sem jafnframt var tíu ára afmælishátíð RIFF. Auk hátt í þrjátíu þúsund gesta sóttu tugir erlendra blaðamanna hátíðina og hafa farið afar lofsamlegum orðum um RIFF, framkvæmd hátíðarinnar og umgjörð alla. Stjórn RIFF þykir því miklu uppbyggingarstarfi, þekkingu og verðmætum vera kastað á glæ meðákvörðun Menningar-og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar og engin haldbær rök séu fyrir því að Reykjavíkurborg hefji frá grunni uppbyggingu á nýrri alþjóðlegri kvikmyndahátíð í stað þess að styðja RIFF áfram.Virðingarfyllst,Stjórn Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík –RIFFBaltasar KormákurElísabet RonaldsdóttirHrönn MarinósdóttirMax DagerSkúli Valberg Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Sjá meira
Stjórn RIFF, sem skipuð var árið2013 að ósk Reykjavíkurborgar, harmar þá ákvörðun Menningar-og ferðamálaráðs að hætta styrkveitingu til Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík –RIFF eftir 10 ára farsælt samstarf um uppbyggingu hátíðarinnar á alþjóðavettvangi. Stjórnin skorar jafnframt á ráðið að endurskoða þá ákvörðun sína að veita styrkinn til nýrra aðila sem ekki hafa sambærilega reynslu viðreksturslíkrar hátíðar og geta seint talist „óháðir“hagsmunaaðilum greinarinnar, en slíkt sjálfstæði er grunnur allra virtra kvikmyndahátíða í heiminum. RIFF hefur uppfyllt öll þau ákvæði í samningi við Reykjavíkurborg sem kveðið var á um. Menningar-og ferðamálaráð hefur lagt mikinn þunga ásamstarf við Heimili kvikmyndanna -Bíó Paradís. Stjórn RIFF leggur áherslu á að hún hefur haft áhuga á samstarfi við Heimili kvikmyndanna –Bíó Paradís, bæði í orði og á borði. Stjórnarmenn RIFF hafa rætt viðfulltrúa Bíó Paradísar um langtímasamninga og Giorgio Gossetti aðaldagskrárstjóri RIFF ritað Hilmari Sigurðssyni, formanni Sambands íslenskra kvikmyndagerðarmanna og formanni Heimilis kvikmyndanna -Bíó Paradísar, bréf þess efnis þann 15. október 2013. Ítrekað hefur verið óskað eftir samráðsfundi meðfulltrúum Bíó Paradísar um samstarf. Á fundi með Hilmari Sigurðssyni og fulltrúum stjórnar RIFF 29. nóvember s.l. var einnig ákveðið að efna sem fyrst til samráðs og vinnufundar meðhelstu hagsmunaaðilum kvikmyndaiðnaðarins, Bíó Paradís og RIFF til að útfæra nánara samstarf næstu hátíða. Stjórn Bíó Paradísar hefur því miður ekki enn séð sér fært að ákvarða dagsetningu þess fundar. Fjöldi fyrirtækja, sjóða og stofnana hér heima og erlendis hafa efnt til samstarfs við RIFF og fjárfest í kynningu og uppbyggingu þessa vörumerkis í áratug. Mörg þessara fyrirtækja hafa átt í farsælu samstarfi við RIFF frá upphafi. Reykjavíkurborg hefur oft og ítrekað notað vörumerkið RIFF í alþjóðlegu kynningarefni um borgina þar sem farið er lofsorðum um hátíðina og hún sögð einn af helstu menningaratburðum borgarinnar á hverju ári. Höfuðborgarstofa gaf t.d. út bækling í fyrra, „Reykjavik Festival City” þar sem m.a. stendur að orðspor RIFF hafi aukist verulega og sífellt fleiri sæki hátíðina erlendis frá. Um sé að ræða meiri háttar kvikmyndaviðburð sem lífgi upp á íslenska kvikmyndamenningu meðframsæknum kvikmyndum og ungu kvikmyndagerðarfólki alls staðar að. RIFF sé á meðal best geymdu leyndarmála á hinu alþjóðlega kvikmyndahátíðarkorti. Undanfarin ár hefur myndast viðamikið net sterkra og þekktra alþjóðlegra aðila í kvikmyndagerð og -menningu sem bæði eru velviljaðir RIFF og hafa unnið fyrir hátíðina. Orðspor hátíðarinnar er afar gott, hún nýtur virðingar erlendra kvikmyndagerðarmanna og ferðamanna sem sumir hverjir sækja hátíðina árlega. RIFF hefur hlotið afgerandi viðurkenningar erlendis,m.a. frá MEDIA-áætlun Evrópusambandsins sem lagt hefur fjármagn í hátíðina undanfarin ár. Þrátt fyrir erfiðar efnahagsaðstæður tókst að halda glæsilega hátíð2013 sem jafnframt var tíu ára afmælishátíð RIFF. Auk hátt í þrjátíu þúsund gesta sóttu tugir erlendra blaðamanna hátíðina og hafa farið afar lofsamlegum orðum um RIFF, framkvæmd hátíðarinnar og umgjörð alla. Stjórn RIFF þykir því miklu uppbyggingarstarfi, þekkingu og verðmætum vera kastað á glæ meðákvörðun Menningar-og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar og engin haldbær rök séu fyrir því að Reykjavíkurborg hefji frá grunni uppbyggingu á nýrri alþjóðlegri kvikmyndahátíð í stað þess að styðja RIFF áfram.Virðingarfyllst,Stjórn Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík –RIFFBaltasar KormákurElísabet RonaldsdóttirHrönn MarinósdóttirMax DagerSkúli Valberg
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun