Er mannlífið slysagildra? Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. janúar 2014 14:00 Þær Steinunn og Hlín skapa dularfullan heim í Útvarpsleikhúsinu á morgun. „Þetta er saga um mann sem óverðskuldað fer illa út úr skilnaði. Hann er örvæntingarfullur og sýn hans á lífið er orðin svo dökk að honum finnst mannlífið vera ein samfelld slysagildra,“ segir Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur um efni leikritsins Slysagildran, sem Útvarpsleikhúsið flytur á morgun klukkan 13. Síðan kemur aðeins lengri útgáfa: „Ungi maðurinn kemur að torkennilegum stað. Þar er dyravörðurinn Petra sem reynir að ráðskast með hann og gera upp gamlar syndir, segir hann meðal annars hafa yfirgefið börnin sín. Hann bregst ókvæða við því hans hlið á málinu er sú að konan hans fyrrverandi hafi gert honum ókleift að umgangast börnin.“ Steinunn kveðst ekki hafa séð það fyrir að rétt fyrir flutning leikritsins í útvarpi kæmi fram sönn frétt í fjölmiðlum um að margir feður á Íslandi byggju í iðnaðarhúsnæði og gætu ekki hitt börnin sín. „Ég þekki engin persónuleg dæmi um þetta en það er auðvelt að ímynda sér að fólk geti farið illa út úr skilnaði. Samt verður að halda því til haga að leikritið er sambland af raunsæi þar sem talað er um tilfinningar, ástand og aðstæður og undarlegri tilveru, þannig að það liggur á vissum mörkum.“ Með aðalhlutverk í Slysagildrunni fara Ólafur Sveinn Gunnarsson og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. Leikstjóri er Hlín Agnarsdóttir. „Mér finnst það tíðindi að Steinunn Ólína skyldi láta hafa sig í þetta verkefni því hún er hætt að leika fyrir áratug. Þarna leikur hún skrítna persónu sem er kannski ekki að öllu leyti mennsk en henni tekst að laða fram bæði hörku skrifræðisins og mannlega hlýju með röddinni einni,“ segir Steinunn. Verkið var unnið í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík og frumgerð þess var leiklesin af sömu flytjendum á síðustu Listahátíð. Menning Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Þetta er saga um mann sem óverðskuldað fer illa út úr skilnaði. Hann er örvæntingarfullur og sýn hans á lífið er orðin svo dökk að honum finnst mannlífið vera ein samfelld slysagildra,“ segir Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur um efni leikritsins Slysagildran, sem Útvarpsleikhúsið flytur á morgun klukkan 13. Síðan kemur aðeins lengri útgáfa: „Ungi maðurinn kemur að torkennilegum stað. Þar er dyravörðurinn Petra sem reynir að ráðskast með hann og gera upp gamlar syndir, segir hann meðal annars hafa yfirgefið börnin sín. Hann bregst ókvæða við því hans hlið á málinu er sú að konan hans fyrrverandi hafi gert honum ókleift að umgangast börnin.“ Steinunn kveðst ekki hafa séð það fyrir að rétt fyrir flutning leikritsins í útvarpi kæmi fram sönn frétt í fjölmiðlum um að margir feður á Íslandi byggju í iðnaðarhúsnæði og gætu ekki hitt börnin sín. „Ég þekki engin persónuleg dæmi um þetta en það er auðvelt að ímynda sér að fólk geti farið illa út úr skilnaði. Samt verður að halda því til haga að leikritið er sambland af raunsæi þar sem talað er um tilfinningar, ástand og aðstæður og undarlegri tilveru, þannig að það liggur á vissum mörkum.“ Með aðalhlutverk í Slysagildrunni fara Ólafur Sveinn Gunnarsson og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. Leikstjóri er Hlín Agnarsdóttir. „Mér finnst það tíðindi að Steinunn Ólína skyldi láta hafa sig í þetta verkefni því hún er hætt að leika fyrir áratug. Þarna leikur hún skrítna persónu sem er kannski ekki að öllu leyti mennsk en henni tekst að laða fram bæði hörku skrifræðisins og mannlega hlýju með röddinni einni,“ segir Steinunn. Verkið var unnið í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík og frumgerð þess var leiklesin af sömu flytjendum á síðustu Listahátíð.
Menning Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira