Bregðum ekki fæti fyrir nýsköpun Rannveig Gunnarsdóttir skrifar 20. janúar 2014 00:00 Umræða hefur verið í þjóðfélaginu um mikilvægi uppbyggingar og nýsköpunar í atvinnulífi hér á landi. Gjarnan er vísað í skýrslu ráðgjafafyrirtækisins McKinsey sem kom út í ágúst 2012. Í henni er talað um Ísland sem eina af 15 ríkustu þjóðum heims mælt í landsframleiðslu á mann síðustu 30 árin. Nú er Ísland að færast neðar. McKinsey bendir á mikilvægi þess að Ísland bæti framleiðni, skapi ný tækifæri og auki fjölbreytni í undirstöðuatvinnugreinum. Allir vilja nýsköpun, ekki síst ráðamenn. Ýmislegt er tilgreint sem hjálpar nýsköpun svo sem opinberir styrkir. Það er athyglisvert að yfirvöld nýta ekki öll tækifæri sem styðja nýsköpun, sem sum þarfnast ekki framlags úr ríkissjóði.Nýsköpun hjá Lyfjastofnun Á árinu 2006 réðst Lyfjastofnun í það nýsköpunarverkefni að meta umsóknir um markaðsleyfi fyrir samheitalyf að fullu, í stað þess að byggja matið á vinnu sérfræðinga annarrar lyfjastofnunar á Evrópska efnahagssvæðinu EES. Til að þetta væri framkvæmanlegt þurfti að fjölga sérfræðingum og þróa verkefnið. Lyfjafyrirtækin óska eftir þjónustunni og greiða fyrir hana. Hér er um samkeppni að ræða við aðrar lyfjastofnanir á EES. Með því að meta þessar umsóknir hér skapast gjaldeyristekjur og atvinnutækifæri fyrir hámenntaða sérfræðinga auk starfa hjá íslenskum lyfjafyrirtækjum.Heftandi áhrif fjárlaga Í kjölfar bankahrunsins var gerð krafa um lækkun rekstrarkostnaðar hjá Lyfjastofnun eins og hjá öðrum ríkisstofnunum. Skipti þá ekki máli hvort stofnanir voru fjármagnaðar af sjálfsaflafé, eins og Lyfjastofnun, eða með framlagi úr ríkissjóði. Í tilviki Lyfjastofnunar þýddu fjárheimildir fjárlaga höft á þróun nýsköpunarverkefnisins, en heimild fjárlaga var lægri en rekstraráætlanir stofnunarinnar. Þegar tekjumarki fjárheimilda er náð á stofnunin erfitt með sinna nýjum verkefnum, þrátt fyrir að greiðsla sé tryggð. Ekki hefur verið heimilt að nýta tekjur umfram fjárheimildir, sem hefur bein áhrif á þjónustustig stofnunarinnar. Mikil tregða hefur verið hjá fjárveitingavaldinu að hækka fjárheimild stofnunarinnar í samræmi við áætlun hennar um tekjur og því hefur stofnunin hvorki haft möguleika á að þróa verkefni frekar né efla starfsemina eins og stefnt var að. Ýmis lyfjafyrirtæki, s.s. Actavis og Alvogen, hafa áhuga á að Lyfjastofnun þjónusti þau frekar en þegar er gert og taki að sér verkefni sem að öðrum kosti eru unnin af öðrum lyfjastofnunum á EES.Önnur tækifæri Eitt af lögbundnum hlutverkum stofnunarinnar er að meta umsóknir um klínískar rannsóknir á sviði lyfja og lækningatækja. Lyfjastofnun tók við málaflokknum lækningatæki í maí 2011. Ekki hefur tekist að finna lausn á fjármögnun málaflokksins og er staðan sú að ekki er gert ráð fyrir framlagi úr ríkissjóði eða fjárheimild í fjárlögum. Lyfjastofnun hefur því ekki möguleika á að meta klínískar rannsóknir á lækningatækjum eða sinna málaflokknum nema að mjög takmörkuðu leyti. Stofnuninni er óheimilt að nýta tekjur af lyfjamálum í að þjónusta lækningatækjamálaflokkinn. Sprotafyrirtækjum í lækningatækjaframleiðslu er því gert erfitt fyrir að framkvæma rannsóknir á Íslandi.Hvað er til ráða? Þegar stofnunum eru fengin ný verkefni samkvæmt lögum er nauðsynlegt að tryggt sé að verkefnum fylgi fjármagn til að sinna þeim á viðunandi hátt. Lyfjastofnun verður að hafa heimild til að sinna þeim verkefnum sem viðskiptavinir stofnunarinnar óska eftir, í samræmi við þær tekjur sem stofnunin aflar. Allt sem þarf er vilji fjárveitingavaldsins og löggjafans til að leysa vandann þannig að stofnunin hafi tök á veita þá nýsköpunarþjónustu sem fyrirtækin óska eftir og greiða fyrir.Við getum gert betur Það má ekki gleyma mikilvægri þjónustu opinberra stofnana sem fyrirtækin reiða sig á. Lyfjastofnun er rekin fyrir þjónustugjöld frá lyfjafyrirtækjum en hefur ekki heimild til að nýta þau til fulls. Föst fjárheimild í fjárlögum hentar ekki slíkri starfsemi. Fjöldi umsókna er ekki þekktur í upphafi árs og gjöldin eiga að standa straum af kostnaði við að afgreiða verkefnin. Takmörkun fjárheimilda Lyfjastofnunar skerðir möguleika þessara fyrirtækja á að byggja upp atvinnustarfsemi á Íslandi. Hafa skal í huga að þessi atvinnustarfsemi skapar verðmæt störf hámenntaðra sérfræðinga og ekki má gleyma gjaldeyrisöflun og skatttekjum fyrir ríkissjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Umræða hefur verið í þjóðfélaginu um mikilvægi uppbyggingar og nýsköpunar í atvinnulífi hér á landi. Gjarnan er vísað í skýrslu ráðgjafafyrirtækisins McKinsey sem kom út í ágúst 2012. Í henni er talað um Ísland sem eina af 15 ríkustu þjóðum heims mælt í landsframleiðslu á mann síðustu 30 árin. Nú er Ísland að færast neðar. McKinsey bendir á mikilvægi þess að Ísland bæti framleiðni, skapi ný tækifæri og auki fjölbreytni í undirstöðuatvinnugreinum. Allir vilja nýsköpun, ekki síst ráðamenn. Ýmislegt er tilgreint sem hjálpar nýsköpun svo sem opinberir styrkir. Það er athyglisvert að yfirvöld nýta ekki öll tækifæri sem styðja nýsköpun, sem sum þarfnast ekki framlags úr ríkissjóði.Nýsköpun hjá Lyfjastofnun Á árinu 2006 réðst Lyfjastofnun í það nýsköpunarverkefni að meta umsóknir um markaðsleyfi fyrir samheitalyf að fullu, í stað þess að byggja matið á vinnu sérfræðinga annarrar lyfjastofnunar á Evrópska efnahagssvæðinu EES. Til að þetta væri framkvæmanlegt þurfti að fjölga sérfræðingum og þróa verkefnið. Lyfjafyrirtækin óska eftir þjónustunni og greiða fyrir hana. Hér er um samkeppni að ræða við aðrar lyfjastofnanir á EES. Með því að meta þessar umsóknir hér skapast gjaldeyristekjur og atvinnutækifæri fyrir hámenntaða sérfræðinga auk starfa hjá íslenskum lyfjafyrirtækjum.Heftandi áhrif fjárlaga Í kjölfar bankahrunsins var gerð krafa um lækkun rekstrarkostnaðar hjá Lyfjastofnun eins og hjá öðrum ríkisstofnunum. Skipti þá ekki máli hvort stofnanir voru fjármagnaðar af sjálfsaflafé, eins og Lyfjastofnun, eða með framlagi úr ríkissjóði. Í tilviki Lyfjastofnunar þýddu fjárheimildir fjárlaga höft á þróun nýsköpunarverkefnisins, en heimild fjárlaga var lægri en rekstraráætlanir stofnunarinnar. Þegar tekjumarki fjárheimilda er náð á stofnunin erfitt með sinna nýjum verkefnum, þrátt fyrir að greiðsla sé tryggð. Ekki hefur verið heimilt að nýta tekjur umfram fjárheimildir, sem hefur bein áhrif á þjónustustig stofnunarinnar. Mikil tregða hefur verið hjá fjárveitingavaldinu að hækka fjárheimild stofnunarinnar í samræmi við áætlun hennar um tekjur og því hefur stofnunin hvorki haft möguleika á að þróa verkefni frekar né efla starfsemina eins og stefnt var að. Ýmis lyfjafyrirtæki, s.s. Actavis og Alvogen, hafa áhuga á að Lyfjastofnun þjónusti þau frekar en þegar er gert og taki að sér verkefni sem að öðrum kosti eru unnin af öðrum lyfjastofnunum á EES.Önnur tækifæri Eitt af lögbundnum hlutverkum stofnunarinnar er að meta umsóknir um klínískar rannsóknir á sviði lyfja og lækningatækja. Lyfjastofnun tók við málaflokknum lækningatæki í maí 2011. Ekki hefur tekist að finna lausn á fjármögnun málaflokksins og er staðan sú að ekki er gert ráð fyrir framlagi úr ríkissjóði eða fjárheimild í fjárlögum. Lyfjastofnun hefur því ekki möguleika á að meta klínískar rannsóknir á lækningatækjum eða sinna málaflokknum nema að mjög takmörkuðu leyti. Stofnuninni er óheimilt að nýta tekjur af lyfjamálum í að þjónusta lækningatækjamálaflokkinn. Sprotafyrirtækjum í lækningatækjaframleiðslu er því gert erfitt fyrir að framkvæma rannsóknir á Íslandi.Hvað er til ráða? Þegar stofnunum eru fengin ný verkefni samkvæmt lögum er nauðsynlegt að tryggt sé að verkefnum fylgi fjármagn til að sinna þeim á viðunandi hátt. Lyfjastofnun verður að hafa heimild til að sinna þeim verkefnum sem viðskiptavinir stofnunarinnar óska eftir, í samræmi við þær tekjur sem stofnunin aflar. Allt sem þarf er vilji fjárveitingavaldsins og löggjafans til að leysa vandann þannig að stofnunin hafi tök á veita þá nýsköpunarþjónustu sem fyrirtækin óska eftir og greiða fyrir.Við getum gert betur Það má ekki gleyma mikilvægri þjónustu opinberra stofnana sem fyrirtækin reiða sig á. Lyfjastofnun er rekin fyrir þjónustugjöld frá lyfjafyrirtækjum en hefur ekki heimild til að nýta þau til fulls. Föst fjárheimild í fjárlögum hentar ekki slíkri starfsemi. Fjöldi umsókna er ekki þekktur í upphafi árs og gjöldin eiga að standa straum af kostnaði við að afgreiða verkefnin. Takmörkun fjárheimilda Lyfjastofnunar skerðir möguleika þessara fyrirtækja á að byggja upp atvinnustarfsemi á Íslandi. Hafa skal í huga að þessi atvinnustarfsemi skapar verðmæt störf hámenntaðra sérfræðinga og ekki má gleyma gjaldeyrisöflun og skatttekjum fyrir ríkissjóð.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar