Bankaskattsfúsk Ólafur Þ. Stephensen skrifar 21. janúar 2014 06:00 Farsinn í kringum frískuldamark bankaskattsins er vandræðalegur fyrir stjórnarmeirihlutann á Alþingi. Enginn virðist vita almennilega hvernig eigi að rökstyðja 50 milljarða viðmið, sem sett var inn í lög um skattinn að tillögu meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar, eða hvaðan tillagan um þessa upphæð kom. Málið er sennilega fremur til marks um hefðbundið íslenzkt fúsk í lagasetningu en eitthvert spillingarhneyksli. Það breytir því ekki að það er vont. Þegar frumvarpið um bankaskatt kom fram báðu sparisjóðirnir um að þeim yrði hlíft við skattinum með því að skuldir undir þremur milljörðum króna yrðu undanþegnar honum. Straumur fjárfestingabanki vildi láta milda áhrifin á sig og lagði til sjö milljarða. Einhverra hluta vegna varð lendingin 50 milljarðar, sem ekkert fjármálafyrirtæki lagði til. Á vefsíðunni Andríki var bent á að það frískuldamark þýddi að MP banki slyppi við áhrif skattsins að miklu leyti, en hann skuldaði í haust um 57 milljarða króna. Síðan hefur verið bent á náin tengsl milli stjórnenda MP banka og forystumanna í stjórnarliðinu. Það er ekki þar með sagt að þau tengsl hafi skipt nokkru máli þegar ákvörðunin um frískuldamarkið var tekin, en það er eðlilegt að spurt sé. Ef stjórnvöld hefðu málefnaleg svör og vandaðan rökstuðning á reiðum höndum væri auðvelt að blása alla tortryggni og efasemdir út af borðinu. Þar stendur hins vegar hnífurinn í kúnni. Enginn hefur svörin á reiðum höndum, heldur bendir hver á annan. Vandræðalegust er framganga Frosta Sigurjónssonar, formanns viðskipta- og efnahagsnefndar. Hann byrjaði á að segja að færa mætti rök fyrir því að MP banki hefði átt að sleppa alveg við skattinn af því að hann hefði ekki valdið ríkissjóði tjóni í hruninu. Það var augljóslega röng fullyrðing – MP banki átti til dæmis sinn þátt í ástarbréfaviðskiptunum svokölluðu – enda dró Frosti hana til baka í Fréttablaðinu á laugardag og sagðist bara ekkert vita hvaðan honum hefði komið þessi hugdetta. Svo er það önnur saga að það er hæpin forsenda fyrir skattlagningu að ætla að refsa sumum bönkum fyrir að hafa valdið tjóni en öðrum ekki. Frosti hélt því líka fram til að byrja með að 50 milljarða talan hefði komið frá fjármálaráðuneytinu, en hann vissi ekkert um það hvernig hún væri fundin út. Þessu hafnaði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra um helgina, svo og fulltrúar ráðuneytisins sem mættu á fund þingnefndarinnar í gærmorgun. Nú viðurkennir Frosti að talan hafi komið frá nefndarmeirihlutanum, en hann veit ennþá ekki hvernig hún var rökstudd.Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, samþykkti 50 milljarða markið í nefndinni og lýsti meira að segja ánægju með það í nefndaráliti. Samt hefur hann farið fram á fundi til að fá að vita hvaðan tillagan um það kom og hvernig talan var fundin út. Átti hann ekki að vita það? Eiga þingmenn ekki almennt að vita hvernig það sem þeir samþykkja og lýsa ánægju með er rökstutt? Ísland er lítið land. Það er alls ekki alltaf réttlætanlegt að gera tengsl tortryggileg, jafnvel þótt fyrirtæki undir stjórn manna sem eru nátengdir stjórnvöldum græði á ákvörðunum þeirra síðarnefndu. En þá þurfa ákvarðanirnar líka að vera gegnsæjar, málefnalegar og rökstuddar. Það vantar verulega upp á það í þessu máli – og það gerir það tortryggilegt, hvort sem stjórnmálamönnunum líkar það betur eða verr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Farsinn í kringum frískuldamark bankaskattsins er vandræðalegur fyrir stjórnarmeirihlutann á Alþingi. Enginn virðist vita almennilega hvernig eigi að rökstyðja 50 milljarða viðmið, sem sett var inn í lög um skattinn að tillögu meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar, eða hvaðan tillagan um þessa upphæð kom. Málið er sennilega fremur til marks um hefðbundið íslenzkt fúsk í lagasetningu en eitthvert spillingarhneyksli. Það breytir því ekki að það er vont. Þegar frumvarpið um bankaskatt kom fram báðu sparisjóðirnir um að þeim yrði hlíft við skattinum með því að skuldir undir þremur milljörðum króna yrðu undanþegnar honum. Straumur fjárfestingabanki vildi láta milda áhrifin á sig og lagði til sjö milljarða. Einhverra hluta vegna varð lendingin 50 milljarðar, sem ekkert fjármálafyrirtæki lagði til. Á vefsíðunni Andríki var bent á að það frískuldamark þýddi að MP banki slyppi við áhrif skattsins að miklu leyti, en hann skuldaði í haust um 57 milljarða króna. Síðan hefur verið bent á náin tengsl milli stjórnenda MP banka og forystumanna í stjórnarliðinu. Það er ekki þar með sagt að þau tengsl hafi skipt nokkru máli þegar ákvörðunin um frískuldamarkið var tekin, en það er eðlilegt að spurt sé. Ef stjórnvöld hefðu málefnaleg svör og vandaðan rökstuðning á reiðum höndum væri auðvelt að blása alla tortryggni og efasemdir út af borðinu. Þar stendur hins vegar hnífurinn í kúnni. Enginn hefur svörin á reiðum höndum, heldur bendir hver á annan. Vandræðalegust er framganga Frosta Sigurjónssonar, formanns viðskipta- og efnahagsnefndar. Hann byrjaði á að segja að færa mætti rök fyrir því að MP banki hefði átt að sleppa alveg við skattinn af því að hann hefði ekki valdið ríkissjóði tjóni í hruninu. Það var augljóslega röng fullyrðing – MP banki átti til dæmis sinn þátt í ástarbréfaviðskiptunum svokölluðu – enda dró Frosti hana til baka í Fréttablaðinu á laugardag og sagðist bara ekkert vita hvaðan honum hefði komið þessi hugdetta. Svo er það önnur saga að það er hæpin forsenda fyrir skattlagningu að ætla að refsa sumum bönkum fyrir að hafa valdið tjóni en öðrum ekki. Frosti hélt því líka fram til að byrja með að 50 milljarða talan hefði komið frá fjármálaráðuneytinu, en hann vissi ekkert um það hvernig hún væri fundin út. Þessu hafnaði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra um helgina, svo og fulltrúar ráðuneytisins sem mættu á fund þingnefndarinnar í gærmorgun. Nú viðurkennir Frosti að talan hafi komið frá nefndarmeirihlutanum, en hann veit ennþá ekki hvernig hún var rökstudd.Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, samþykkti 50 milljarða markið í nefndinni og lýsti meira að segja ánægju með það í nefndaráliti. Samt hefur hann farið fram á fundi til að fá að vita hvaðan tillagan um það kom og hvernig talan var fundin út. Átti hann ekki að vita það? Eiga þingmenn ekki almennt að vita hvernig það sem þeir samþykkja og lýsa ánægju með er rökstutt? Ísland er lítið land. Það er alls ekki alltaf réttlætanlegt að gera tengsl tortryggileg, jafnvel þótt fyrirtæki undir stjórn manna sem eru nátengdir stjórnvöldum græði á ákvörðunum þeirra síðarnefndu. En þá þurfa ákvarðanirnar líka að vera gegnsæjar, málefnalegar og rökstuddar. Það vantar verulega upp á það í þessu máli – og það gerir það tortryggilegt, hvort sem stjórnmálamönnunum líkar það betur eða verr.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun