Þetta er lítið og sætt ljóð um vongleði Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. janúar 2014 11:00 r „Þetta er lítið sætt ljóð um vongleði – eða það að reyna að halda áfram – til dæmis þó maður sé kominn á miðjan aldur,“ segir Anton Helgi Jónsson skáld um ljóð sitt Horfurnar um miðja vikuna. Fyrir það hlaut hann á þriðjudaginn Ljóðstaf Jóns úr Vör, viðurkenningu sem Kópavogsbær veitir í árlegri ljóðasamkeppni til heiðurs skáldinu Jóni úr Vör.Horfurnar um miðja vikunaÞað er bara miðvikudagurenn getur allt gerstenn er vonenn má finna rétta taktinnfinna sinn hljómjafnvel finna sig í góðu lagiallt getur gerstmeðan enn leynist bílskúrbaka til í hausnum á mérog bandsem djöflast frameftir. „Þegar ég orti þetta ljóð var ég ekki að hugsa um sjálfan mig en verð að viðurkenna að þegar ég fékk tilkynninguna um verðlaunin þá fann ég að þetta er í rauninni mjög persónulegt ljóð. Það er persónuleg tjáning í því,“ segir Anton Helgi og upplýsir að ljóðið sé í bók sem sé á síðustu metrunum hjá honum og komi út á þessu ári. „Í henni eru borgarljóð og ljóð um alls konar fólk,“ segir hann. „Ég hef mikið lagt mig fram um það í minni ljóðagerð að láta alls konar persónur stíga fram.“ Um þrjú hundruð ljóð bárust í keppnina að þessu sinni en hún hefur þann tilgang að efla og vekja áhuga á íslenskri ljóðlist. Í öðru sæti í ár varð Adolf Friðriksson fornleifafræðingur með ljóð sitt Háaloft og Uggi Jónsson, skáld og þýðandi, varð í því þriðja með ljóð sitt Mávarnir. Anton Helgi ávarpaði samkomuna í Salnum eftir að hafa tekið við viðurkenningunni og sagði það mikinn heiður að taka við verðlaunum sem kennd væru við Jón úr Vör. „Ef Jón væri staddur hérna myndi ég segja: Takk fyrir ljóðin þín, þau gáfu mér rétta tóninn þegar ég var unglingur, takk.“ Anton Helgi hefur gefið út sjö ljóðabækur og eina skáldsögu og á fjörutíu ára útgáfuafmæli á þessu ári. Í rökstuðningi dómnefndar segir meðal annars um ljóð hans að það hafi vakið athygli allra dómnefndarmanna við fyrsta lestur. „Ljóðið er ort af snerpu og þrótti af skáldi sem hefur nútímalegt ljóðmál fullkomlega á valdi sínu.“ Anton Helgi er þrettándi handhafi Ljóðstafsins. Hann er sá eini sem hefur nú hlotið hann tvívegis, fyrra skiptið var árið 2009. Menning Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Þetta er lítið sætt ljóð um vongleði – eða það að reyna að halda áfram – til dæmis þó maður sé kominn á miðjan aldur,“ segir Anton Helgi Jónsson skáld um ljóð sitt Horfurnar um miðja vikuna. Fyrir það hlaut hann á þriðjudaginn Ljóðstaf Jóns úr Vör, viðurkenningu sem Kópavogsbær veitir í árlegri ljóðasamkeppni til heiðurs skáldinu Jóni úr Vör.Horfurnar um miðja vikunaÞað er bara miðvikudagurenn getur allt gerstenn er vonenn má finna rétta taktinnfinna sinn hljómjafnvel finna sig í góðu lagiallt getur gerstmeðan enn leynist bílskúrbaka til í hausnum á mérog bandsem djöflast frameftir. „Þegar ég orti þetta ljóð var ég ekki að hugsa um sjálfan mig en verð að viðurkenna að þegar ég fékk tilkynninguna um verðlaunin þá fann ég að þetta er í rauninni mjög persónulegt ljóð. Það er persónuleg tjáning í því,“ segir Anton Helgi og upplýsir að ljóðið sé í bók sem sé á síðustu metrunum hjá honum og komi út á þessu ári. „Í henni eru borgarljóð og ljóð um alls konar fólk,“ segir hann. „Ég hef mikið lagt mig fram um það í minni ljóðagerð að láta alls konar persónur stíga fram.“ Um þrjú hundruð ljóð bárust í keppnina að þessu sinni en hún hefur þann tilgang að efla og vekja áhuga á íslenskri ljóðlist. Í öðru sæti í ár varð Adolf Friðriksson fornleifafræðingur með ljóð sitt Háaloft og Uggi Jónsson, skáld og þýðandi, varð í því þriðja með ljóð sitt Mávarnir. Anton Helgi ávarpaði samkomuna í Salnum eftir að hafa tekið við viðurkenningunni og sagði það mikinn heiður að taka við verðlaunum sem kennd væru við Jón úr Vör. „Ef Jón væri staddur hérna myndi ég segja: Takk fyrir ljóðin þín, þau gáfu mér rétta tóninn þegar ég var unglingur, takk.“ Anton Helgi hefur gefið út sjö ljóðabækur og eina skáldsögu og á fjörutíu ára útgáfuafmæli á þessu ári. Í rökstuðningi dómnefndar segir meðal annars um ljóð hans að það hafi vakið athygli allra dómnefndarmanna við fyrsta lestur. „Ljóðið er ort af snerpu og þrótti af skáldi sem hefur nútímalegt ljóðmál fullkomlega á valdi sínu.“ Anton Helgi er þrettándi handhafi Ljóðstafsins. Hann er sá eini sem hefur nú hlotið hann tvívegis, fyrra skiptið var árið 2009.
Menning Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira