Næ vonandi að setja niður tvo þrista á næstu fimm árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2014 08:00 Páll Axel Vilbergsson hefur spilað fyrir tvö félög í úrvalsdeildinni og skorað með þeim 964 þrista. Fréttablaðið/Vilhelm Páll Axel Vilbergsson getur í kvöld orðið sá leikmaður sem hefur skorað flestar þriggja stiga körfur í sögu úrvalsdeildar karla. Hann vantar einn þrist til að jafna met Guðjóns Skúlasonar sem er búinn að vera í efsta sæti listans í marga áratugi. Guðjón skoraði 965 þrista í 409 leikjum en Páll Axel er kominn með 964 þrista í 378 leikjum. „Ég er kominn í aðeins nýtt hlutverk þarna í Borgarnesi og fyrir okkur snýst þetta bara um að bæta leik liðsins og safna stigum. Ég má ekkert vera að því að velta þessu eitthvað fyrir mér,“ segir Páll Axel um metið en hann er nú orðinn spilandi aðstoðarþjálfari liðsins. Páll Axel er samt líklegur til að bæta metið strax í kvöld, því hann skoraði sjö þrista í síðasta leik, er með 3,2 þrista að meðaltali í leik á tímabilinu og hefur skorað tvær eða fleiri þriggja stiga körfur í níu af tíu deildarleikjum sínum í vetur. „Ég er búinn að segja það við einhverja að ef heilsan leyfir þá ætla ég mér spila í fimm ár í viðbót. Ef ég næ ekki að skora tvær þriggja stiga körfur á næstu fimm árum þá er ég bara lélegur og ætti bara að hætta þessu,“ segir Páll Axel í léttum tón. Hann er nýorðinn 36 ára. „Ef þetta kemur ekki á morgun (í kvöld) þá kemur þetta bara seinna. Ég get ekki látið eltingaleik við eitthvert met þvælast fyrir því að Skallagrímur nái góðum úrslitum,“ segir Páll Axel. Skallagrímur vann góðan sigur í Stykkishólmi í síðustu umferð en liðið tekur á móti Stjörnunni í Fjósinu í Borgarnesi í kvöld. „Það var góður liðsbragur á þessu hjá okkur í Hólminum og við erum loksins komnir með amerískan leikmann sem er mjög góður,“ segir Páll Axel en hann og Benjamin Smith skoruðu saman 79 stig og 14 þrista í leiknum. „Við byrjuðum tímabilið illa og það er búið að ganga illa. Núna þurfum við bara að safna stigum,“ sagði Páll Axel um framhaldið. Dominos-deild karla Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira
Páll Axel Vilbergsson getur í kvöld orðið sá leikmaður sem hefur skorað flestar þriggja stiga körfur í sögu úrvalsdeildar karla. Hann vantar einn þrist til að jafna met Guðjóns Skúlasonar sem er búinn að vera í efsta sæti listans í marga áratugi. Guðjón skoraði 965 þrista í 409 leikjum en Páll Axel er kominn með 964 þrista í 378 leikjum. „Ég er kominn í aðeins nýtt hlutverk þarna í Borgarnesi og fyrir okkur snýst þetta bara um að bæta leik liðsins og safna stigum. Ég má ekkert vera að því að velta þessu eitthvað fyrir mér,“ segir Páll Axel um metið en hann er nú orðinn spilandi aðstoðarþjálfari liðsins. Páll Axel er samt líklegur til að bæta metið strax í kvöld, því hann skoraði sjö þrista í síðasta leik, er með 3,2 þrista að meðaltali í leik á tímabilinu og hefur skorað tvær eða fleiri þriggja stiga körfur í níu af tíu deildarleikjum sínum í vetur. „Ég er búinn að segja það við einhverja að ef heilsan leyfir þá ætla ég mér spila í fimm ár í viðbót. Ef ég næ ekki að skora tvær þriggja stiga körfur á næstu fimm árum þá er ég bara lélegur og ætti bara að hætta þessu,“ segir Páll Axel í léttum tón. Hann er nýorðinn 36 ára. „Ef þetta kemur ekki á morgun (í kvöld) þá kemur þetta bara seinna. Ég get ekki látið eltingaleik við eitthvert met þvælast fyrir því að Skallagrímur nái góðum úrslitum,“ segir Páll Axel. Skallagrímur vann góðan sigur í Stykkishólmi í síðustu umferð en liðið tekur á móti Stjörnunni í Fjósinu í Borgarnesi í kvöld. „Það var góður liðsbragur á þessu hjá okkur í Hólminum og við erum loksins komnir með amerískan leikmann sem er mjög góður,“ segir Páll Axel en hann og Benjamin Smith skoruðu saman 79 stig og 14 þrista í leiknum. „Við byrjuðum tímabilið illa og það er búið að ganga illa. Núna þurfum við bara að safna stigum,“ sagði Páll Axel um framhaldið.
Dominos-deild karla Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira