Lífsgæði fyrir alla Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 24. janúar 2014 06:00 Lífsgæði borgarbúa eru mér mjög hugleikin, lífsgæði allra en ekki síst þeirra sem glíma við einhvers konar áskoranir í lífinu. Áskoranir tengdar öldrun, einelti, ofbeldi, langvinnum veikindum, erfiðum sjúkdómum, fötlunum og hvers kyns óvæntum áföllum. Ef eitthvað er að hjá barninu þínu eða einhverjum nákomnum ættingja þá er eitthvað að hjá allri fjölskyldunni og allt nærumhverfið líður fyrir bragðið. Því lengur sem fólk er án stuðnings eða þjónustu við hæfi, því minni lífsgæði hjá allri fjölskyldunni. Það er því mikilvægt fyrir okkur borgarbúa alla að þjónusta borgarinnar sé aðgengileg, einstaklingsmiðuð, vingjarnleg og hún virki vel og hratt. Ég vil að við borgarbúar getum litið á þjónustumiðstöðvar borgarinnar eins og traustan vin í hverfinu sem allir geta leitað til þegar eitthvað bjátar á og fengið ráð, styrk og hjálp. Það þarf að hlúa að þjónustumiðstöðvum borgarinnar og gera þær enn öflugri. Þannig geta þær stutt enn betur við íbúa hverfanna og það góða starf sem meðal annars fer fram í þessum efnum, í leikskólum, grunnskólum og á þjónustustofnunum fatlaðra og aldraðra. Það er ekki síður mikilvægt að innviðir borgarinnar séu byggðir upp í samræmi við mismunandi þarfir fólks. Fatlað fólk eða aldraðir eiga t.d. að geta búið nánast hvar sem er, ferðast um borgina og nýtt sér þjónustu hennar eins og aðrir án teljandi sérlausna eins og skuldbindingar okkar í mannréttindamálum kveða á um. Nýsamþykkt byggingareglugerð felur í sér mikið framfaraskref í þessum efnum og mun stórauka lífsgæði borgarbúa allra. Ég vil vinna að bættum lífsgæðum allra borgarbúa og standa vörð um mikilvæg gildi jöfnuðar, samhjálpar og réttlætis í borgarstjórn Reykjavíkur. Því býð ég mig fram í flokksvali Samfylkingarinnar sem haldið verður 7. til 8. febrúar og óska eftir stuðningi í 3. til 4. sæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Sjá meira
Lífsgæði borgarbúa eru mér mjög hugleikin, lífsgæði allra en ekki síst þeirra sem glíma við einhvers konar áskoranir í lífinu. Áskoranir tengdar öldrun, einelti, ofbeldi, langvinnum veikindum, erfiðum sjúkdómum, fötlunum og hvers kyns óvæntum áföllum. Ef eitthvað er að hjá barninu þínu eða einhverjum nákomnum ættingja þá er eitthvað að hjá allri fjölskyldunni og allt nærumhverfið líður fyrir bragðið. Því lengur sem fólk er án stuðnings eða þjónustu við hæfi, því minni lífsgæði hjá allri fjölskyldunni. Það er því mikilvægt fyrir okkur borgarbúa alla að þjónusta borgarinnar sé aðgengileg, einstaklingsmiðuð, vingjarnleg og hún virki vel og hratt. Ég vil að við borgarbúar getum litið á þjónustumiðstöðvar borgarinnar eins og traustan vin í hverfinu sem allir geta leitað til þegar eitthvað bjátar á og fengið ráð, styrk og hjálp. Það þarf að hlúa að þjónustumiðstöðvum borgarinnar og gera þær enn öflugri. Þannig geta þær stutt enn betur við íbúa hverfanna og það góða starf sem meðal annars fer fram í þessum efnum, í leikskólum, grunnskólum og á þjónustustofnunum fatlaðra og aldraðra. Það er ekki síður mikilvægt að innviðir borgarinnar séu byggðir upp í samræmi við mismunandi þarfir fólks. Fatlað fólk eða aldraðir eiga t.d. að geta búið nánast hvar sem er, ferðast um borgina og nýtt sér þjónustu hennar eins og aðrir án teljandi sérlausna eins og skuldbindingar okkar í mannréttindamálum kveða á um. Nýsamþykkt byggingareglugerð felur í sér mikið framfaraskref í þessum efnum og mun stórauka lífsgæði borgarbúa allra. Ég vil vinna að bættum lífsgæðum allra borgarbúa og standa vörð um mikilvæg gildi jöfnuðar, samhjálpar og réttlætis í borgarstjórn Reykjavíkur. Því býð ég mig fram í flokksvali Samfylkingarinnar sem haldið verður 7. til 8. febrúar og óska eftir stuðningi í 3. til 4. sæti.
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar