Nálgast Mozart sem vin Ugla Egilsdóttir skrifar 25. janúar 2014 11:00 Domenico Codispoti hefur komið margoft til Íslands. Mynd/Gettyimages Ítalski píanistinn Domenico Codispoti spilar á minningartónleikum í tilefni af afmæli Wolfgangs Amadeusar Mozart á Kjarvalsstöðum á mánudaginn klukkan 18, ásamt strengjakvartett. „Ég reyni að nálgast verk Mozarts eins og hann sé vinur minn,“ segir Domenico. „Oft er sagt að aðeins börn og gamalmenni geti spilað lög eftir Mozart og ég er hvorugt,“ segir hann. „Ég er mitt á milli.“ Domenico segist reyna að draga fram það vinalega í tónlist Mozarts í sinni túlkun, sem hann vill meina að sé eins konar millivegur á milli þungans sem einkenndi síðustu tónverk Mozarts og léttleikans í tónlistinni sem Mozart samdi snemma á ferlinum. „Þannig upplifi ég tónlist hans um þessar mundir, sem vinalega,“ segir Domenico. Spilaðir verða tveir píanókonsertar eftir Mozart á tónleikunum, kv-414 og 415. „Mozart samdi þessa konserta snemma á ferlinum og þeir einkennast af léttleika og galsa,“ segir Domenico. „Undantekningin á því eru miðjukaflarnir.“ Þetta er sjöunda eða áttunda heimsókn Domenico til Íslands. „Ég vonast til að sjá norðurljósin í þetta skiptið, en ég veit ekki hvort heppnin verður með mér,“ segir hann. Eftir Íslandsheimsóknina flýgur Domenico heim til Rómar. „Þaðan held ég rakleiðis í heimabæinn minn til að hitta systur mína. Hún var að eignast barn og verður í vikuheimsókn á Ítalíu, en hún býr í Burkina Faso. Þið losnið samt ekki við mig svo auðveldlega,“ segir Domenico. „Ég kem aftur til Íslands í lok júlí til að spila á Reykholtshátíðinni. Það verður í fyrsta sinn sem ég kem yfir sumartímann.“ Með Domenico á Kjarvalsstöðum spila Laufey Sigurðardóttir, Sigurlaug Eðvaldsdóttir, Þórunn Ósk Marinósdóttir og Bryndís Halla Gylfadóttir á strengjahljóðfæri. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Ítalski píanistinn Domenico Codispoti spilar á minningartónleikum í tilefni af afmæli Wolfgangs Amadeusar Mozart á Kjarvalsstöðum á mánudaginn klukkan 18, ásamt strengjakvartett. „Ég reyni að nálgast verk Mozarts eins og hann sé vinur minn,“ segir Domenico. „Oft er sagt að aðeins börn og gamalmenni geti spilað lög eftir Mozart og ég er hvorugt,“ segir hann. „Ég er mitt á milli.“ Domenico segist reyna að draga fram það vinalega í tónlist Mozarts í sinni túlkun, sem hann vill meina að sé eins konar millivegur á milli þungans sem einkenndi síðustu tónverk Mozarts og léttleikans í tónlistinni sem Mozart samdi snemma á ferlinum. „Þannig upplifi ég tónlist hans um þessar mundir, sem vinalega,“ segir Domenico. Spilaðir verða tveir píanókonsertar eftir Mozart á tónleikunum, kv-414 og 415. „Mozart samdi þessa konserta snemma á ferlinum og þeir einkennast af léttleika og galsa,“ segir Domenico. „Undantekningin á því eru miðjukaflarnir.“ Þetta er sjöunda eða áttunda heimsókn Domenico til Íslands. „Ég vonast til að sjá norðurljósin í þetta skiptið, en ég veit ekki hvort heppnin verður með mér,“ segir hann. Eftir Íslandsheimsóknina flýgur Domenico heim til Rómar. „Þaðan held ég rakleiðis í heimabæinn minn til að hitta systur mína. Hún var að eignast barn og verður í vikuheimsókn á Ítalíu, en hún býr í Burkina Faso. Þið losnið samt ekki við mig svo auðveldlega,“ segir Domenico. „Ég kem aftur til Íslands í lok júlí til að spila á Reykholtshátíðinni. Það verður í fyrsta sinn sem ég kem yfir sumartímann.“ Með Domenico á Kjarvalsstöðum spila Laufey Sigurðardóttir, Sigurlaug Eðvaldsdóttir, Þórunn Ósk Marinósdóttir og Bryndís Halla Gylfadóttir á strengjahljóðfæri.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið