Upphefð að fá að spila með Philip Glass Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. janúar 2014 13:00 Fréttablaðið/Valli „Philip Glass er að mestu hættur að koma fram á tónleikum svo þetta er viðburður í okkar tónlistarlífi. Mér finnst upphefð að fá að spila með honum. Ekki spillir að hann frumflytur eigin tónsmíðar,“ segir Víkingur Heiðar Ólafsson um tónleikana annað kvöld klukkan 20 í Hörpu. Sjálfur leggur hann Glass lið, bæði á umræddum tónleikum og í Gautaborg á fimmtudaginn, ásamt hinni japönsku Maki Namekawa. Víkingur Heiðar kveðst hafa æft etýður Glass samhliða sinfóníuhljómsveitarverkefni undanfarið. Það hafi verið ágæt tilbreyting. „Brahms-konsert er risastór og það er gott að fara inn í svona mínímalísk verk eins og etýður Philips Glass. Ég hef heldur aldrei spilað mínímalisma áður svo það er ágætt að byrja á því með því að spila með Glass. Hann er stórmerkilegur maður,“ segir hann og kveðst hafa heyrt verk Glass á tónleikum og fylgst með honum sem tónskáldi. Fyrir þetta verkefni kveðst Víkingur Heiðar virkilega hafa reynt að setja mig inn í hugarheim Glass og hugmyndafræðina sem býr að baki mínímalismanum. „Maður þarf að opna fyrir nýjar gáttir í hlustuninni þegar maður hlustar á tónlist hans og líka þegar maður spilar hana,“ segir hann. Glass verður sjötíu og sjö ára á föstudaginn. „Það er auðvitað afstætt hvað er hár aldur en mér finnst skrítið að þessi New York-töffari sé kominn hátt á áttræðisaldur. Rífandi listamaður í fullu fjöri og ótrúlega afkastamikill enda þekktur fyrir að vinna látlaust. Við spilum á tónleikum í Gautaborg á fimmtudaginn, sama prógramm og hér, og á laugardaginn verður frumsýnd ópera eftir Glass í Gautaborg,“ segir Víkingur Heiðar sem kveðst hafa skoðað heimildarmyndir um snillinginn áður en fundum þeirra ber saman. „Það er eitthvað ótrúlega heillandi við persónuna Philip Glass og ég hlakka til að hitta hann.“Philip GlassPhilip Glass fæddist í Baltimore og nam í Juilliard-skólanum í New York. Hann hefur samið yfir 20 óperur, sinfóníur og fjölda verka fyrir tónlistarhóp sinn, Philip Glass Ensemble. Hann hefur starfað með listamönnum úr öllum listgreinum og í öllum stílum tónlistar og unnið til viðurkenninga fyrir sígild verk, óperutónlist, kvikmyndatónlist, popptónlist og tónlist við dansverk. Menning Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Philip Glass er að mestu hættur að koma fram á tónleikum svo þetta er viðburður í okkar tónlistarlífi. Mér finnst upphefð að fá að spila með honum. Ekki spillir að hann frumflytur eigin tónsmíðar,“ segir Víkingur Heiðar Ólafsson um tónleikana annað kvöld klukkan 20 í Hörpu. Sjálfur leggur hann Glass lið, bæði á umræddum tónleikum og í Gautaborg á fimmtudaginn, ásamt hinni japönsku Maki Namekawa. Víkingur Heiðar kveðst hafa æft etýður Glass samhliða sinfóníuhljómsveitarverkefni undanfarið. Það hafi verið ágæt tilbreyting. „Brahms-konsert er risastór og það er gott að fara inn í svona mínímalísk verk eins og etýður Philips Glass. Ég hef heldur aldrei spilað mínímalisma áður svo það er ágætt að byrja á því með því að spila með Glass. Hann er stórmerkilegur maður,“ segir hann og kveðst hafa heyrt verk Glass á tónleikum og fylgst með honum sem tónskáldi. Fyrir þetta verkefni kveðst Víkingur Heiðar virkilega hafa reynt að setja mig inn í hugarheim Glass og hugmyndafræðina sem býr að baki mínímalismanum. „Maður þarf að opna fyrir nýjar gáttir í hlustuninni þegar maður hlustar á tónlist hans og líka þegar maður spilar hana,“ segir hann. Glass verður sjötíu og sjö ára á föstudaginn. „Það er auðvitað afstætt hvað er hár aldur en mér finnst skrítið að þessi New York-töffari sé kominn hátt á áttræðisaldur. Rífandi listamaður í fullu fjöri og ótrúlega afkastamikill enda þekktur fyrir að vinna látlaust. Við spilum á tónleikum í Gautaborg á fimmtudaginn, sama prógramm og hér, og á laugardaginn verður frumsýnd ópera eftir Glass í Gautaborg,“ segir Víkingur Heiðar sem kveðst hafa skoðað heimildarmyndir um snillinginn áður en fundum þeirra ber saman. „Það er eitthvað ótrúlega heillandi við persónuna Philip Glass og ég hlakka til að hitta hann.“Philip GlassPhilip Glass fæddist í Baltimore og nam í Juilliard-skólanum í New York. Hann hefur samið yfir 20 óperur, sinfóníur og fjölda verka fyrir tónlistarhóp sinn, Philip Glass Ensemble. Hann hefur starfað með listamönnum úr öllum listgreinum og í öllum stílum tónlistar og unnið til viðurkenninga fyrir sígild verk, óperutónlist, kvikmyndatónlist, popptónlist og tónlist við dansverk.
Menning Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira