Oft er það gott er gamlir kveðja Friðrika Benónýsdóttir skrifar 28. janúar 2014 06:00 Styrmir Gunnarsson kemur af fjöllum í grein sem hann ritar á vefsíðu Evrópuvaktarinnar í gær. Þar lýsir hann áhyggjum sínum af því hversu lítið fylgi Sjálfstæðisflokkurinn hefur meðal ungs fólks í Reykjavík og vill að fram fari skoðanakönnun á því í Valhöll hvers vegna ungt fólk og fólk á miðjum aldri sem búsett er í borginni hrífist ekki af stefnu Sjálfstæðisflokksins. „Hvað veldur?“ spyr Styrmir. „Eru það stefnumálin? Eru það frambjóðendur? Er það ímynd flokksins? Saga hans? Hver er skýringin?“ Það er nú það. Ætli stór hluti skýringarinnar felist ekki í því að þeir sem orð hafa fyrir flokknum á opinberum vettvangi skuli þurfa að spyrja slíkra spurninga. Spurninga sem sýna hversu gjörsamlega úr takti við vilja og áherslur kjósenda nútíðarinnar þeir eru og hversu óviljugir þeir eru að taka mið af þeim áherslum. Útreiðin sem konur fengu í prófkjöri flokksins sýnir til dæmis svo ekki verður um villst að innan hans er lítill vilji til breytinga og enn minni skilningur á því að stjórnmálaáherslur sem þóttu góðar og gildar um miðja síðustu öld eru löngu úreltar og höfða ekki til ungs fólks í dag. Styrmir sjálfur og kollegi hans Davíð Oddsson, svo tvö nöfn séu nefnd, ættu kannski líka að draga sig út úr umræðunni og sleppa tökunum á flokknum vilji þeir veg hans meiri. Nöfn þeirra eru alltof tengd því sukki og eiginhagsmunapoti sem flokkurinn stendur fyrir í hugum yngra fólks, meira að segja flokksbundins sjálfstæðisfólks. Sveinn Andri Sveinsson, lögfræðingur og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, svaraði Styrmi á Facebook í gær og sagði meðal annars: „Ungt fólk vill kjósa flokk sem er kominn inn í 21. öldina og hugar að almannahagsmunum til framtíðar en passar ekki bara upp á sérhagsmuni í nútíðinni.“ Og þar liggur hundurinn grafinn. Fylgi Bjartrar framtíðar/Besta flokksins og uppgangur Pírata, sem enn hafa ekki einu sinni boðið fram til borgarstjórnar, sýna að ungt fólk vill nýja strauma og nýjar áherslur í borgarmálum. Ekkert síður nú en fyrir fjórum árum. Sú hreyfing sem þá fór í gang og beindist gegn fornaldarviðhorfum fjórflokksins var ekki bóla og það sem meira er hún var ekki bundin persónu Jóns Gnarr eins og margir hinna eldri stjórnmálamanna virðast hafa haldið. Hún var og er krafa um að gamlir karlar af báðum kynjum dragi sig í hlé og láti þeim sem yngri eru eftir stjórnina. Að fólk vinni saman af heilindum að því að gera borgina okkar að betri stað en eyði ekki orku, tíma og peningum í að hygla sínum eigin gæðingum á kostnað annarra. Að þeir sem veljast sem fulltrúar kjósenda í borginni séu ekki rammbundnir á klafa úreltrar hugmyndafræði og sjái ekki út fyrir veggi Valhallarinnar sinnar. Svarið sem Styrmi þyrstir í er nú ekki flóknara en það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Styrmir Gunnarsson kemur af fjöllum í grein sem hann ritar á vefsíðu Evrópuvaktarinnar í gær. Þar lýsir hann áhyggjum sínum af því hversu lítið fylgi Sjálfstæðisflokkurinn hefur meðal ungs fólks í Reykjavík og vill að fram fari skoðanakönnun á því í Valhöll hvers vegna ungt fólk og fólk á miðjum aldri sem búsett er í borginni hrífist ekki af stefnu Sjálfstæðisflokksins. „Hvað veldur?“ spyr Styrmir. „Eru það stefnumálin? Eru það frambjóðendur? Er það ímynd flokksins? Saga hans? Hver er skýringin?“ Það er nú það. Ætli stór hluti skýringarinnar felist ekki í því að þeir sem orð hafa fyrir flokknum á opinberum vettvangi skuli þurfa að spyrja slíkra spurninga. Spurninga sem sýna hversu gjörsamlega úr takti við vilja og áherslur kjósenda nútíðarinnar þeir eru og hversu óviljugir þeir eru að taka mið af þeim áherslum. Útreiðin sem konur fengu í prófkjöri flokksins sýnir til dæmis svo ekki verður um villst að innan hans er lítill vilji til breytinga og enn minni skilningur á því að stjórnmálaáherslur sem þóttu góðar og gildar um miðja síðustu öld eru löngu úreltar og höfða ekki til ungs fólks í dag. Styrmir sjálfur og kollegi hans Davíð Oddsson, svo tvö nöfn séu nefnd, ættu kannski líka að draga sig út úr umræðunni og sleppa tökunum á flokknum vilji þeir veg hans meiri. Nöfn þeirra eru alltof tengd því sukki og eiginhagsmunapoti sem flokkurinn stendur fyrir í hugum yngra fólks, meira að segja flokksbundins sjálfstæðisfólks. Sveinn Andri Sveinsson, lögfræðingur og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, svaraði Styrmi á Facebook í gær og sagði meðal annars: „Ungt fólk vill kjósa flokk sem er kominn inn í 21. öldina og hugar að almannahagsmunum til framtíðar en passar ekki bara upp á sérhagsmuni í nútíðinni.“ Og þar liggur hundurinn grafinn. Fylgi Bjartrar framtíðar/Besta flokksins og uppgangur Pírata, sem enn hafa ekki einu sinni boðið fram til borgarstjórnar, sýna að ungt fólk vill nýja strauma og nýjar áherslur í borgarmálum. Ekkert síður nú en fyrir fjórum árum. Sú hreyfing sem þá fór í gang og beindist gegn fornaldarviðhorfum fjórflokksins var ekki bóla og það sem meira er hún var ekki bundin persónu Jóns Gnarr eins og margir hinna eldri stjórnmálamanna virðast hafa haldið. Hún var og er krafa um að gamlir karlar af báðum kynjum dragi sig í hlé og láti þeim sem yngri eru eftir stjórnina. Að fólk vinni saman af heilindum að því að gera borgina okkar að betri stað en eyði ekki orku, tíma og peningum í að hygla sínum eigin gæðingum á kostnað annarra. Að þeir sem veljast sem fulltrúar kjósenda í borginni séu ekki rammbundnir á klafa úreltrar hugmyndafræði og sjái ekki út fyrir veggi Valhallarinnar sinnar. Svarið sem Styrmi þyrstir í er nú ekki flóknara en það.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun