Verða oftar fyrir fordómum Eva Bjarnadóttir skrifar 30. janúar 2014 10:00 Innflytjendur verða mun oftar fyrir fordómafullri hegðun heldur en Íslendingar. fréttablaðið/Vilhelm Mikill meirihluti fólks af erlendum uppruna upplifir reglulega fordóma og mismunun. Í rannsókn sem stóð yfir í tvær vikur árið 2012 voru þátttakendur af bæði erlendum og íslenskum uppruna beðnir um segja frá upplifun sinni af fordómafullri hegðun í sinn garð. Í ljós kom að 93 prósent fólks af erlendum uppruna hafði upplifað einhverjar birtingarmyndir fordóma eða mismununar einu sinni eða oftar á tveggja vikna tímabili en 35 prósent fólks af íslenskum uppruna. Þegar horft er til fjölda tilvika þá vekur athygli að 36 prósent fólks af erlendum uppruna höfðu upplifað slíka hegðun í sinn garð tíu sinnum eða oftar á tímabilinu, Niðurstöður rannsóknarinnar lýsa því að reynsla fólks af erlendum uppruna af íslensku samfélagi er ólík reynslu meirihluta Íslendinga, þar sem fólk af erlendum uppruna upplifi reglulega virðingarleysi og mismunun. Aðeins fimm af 72 erlendum þátttakendum töldu sig ekki hafa upplifað neina fordóma. Flest atvikin áttu sér stað á vinnustað viðkomandi og lýstu þátttakendur líðan sinni eftir atvikin með orðum á borð við misboðið, uppgefin, niðurlægð, einmana, einangruð, vonbrigði, kvíði, grátur og auðmýkjandi.Guðrún Pétursdóttir félagsfræðingur stóð að rannsókninni. Hún segir einkennandi fyrir fordóma að þeir eru oft aðeins sýnilegir þeim sem fyrir þeim verða og er yfirleitt afar erfitt að sanna að þeir hafi átt sér stað. Ef um þá sé talað sé ábyrgðin gjarnan færð yfir á þann sem verður fyrir þeim, að hann hafi misskilið eða sé ofurviðkvæmur í stað þess að taka upplifun fólks á aðstæðunum trúanlegar. Guðrún segir að fordómafull hegðun snúist alltaf um vald, það er vald ríkjandi hóps til að mismuna. Mismunun eigi ekki aðeins við í lagalegum skilningi, heldur geti hún einnig átt sér stað í samskiptum einstaklinga.Guðrún PétursdóttirMynd/GVAÍslendingar telja sig jákvæða gagnvart innflytjendum „Íslendingar telja sig hafa frekar jákvæð viðhorf gagnvart innflytjendum, en það er nokkuð dæmigert að ríkjandi hópur afneiti fordómafullri framkomu, því hún er almennt ekki viðurkennd sem jákvætt samfélagsnorm,“ segir Guðrún Pétursdóttir, félagsfræðingur og framkvæmdastjóri InterCultural Iceland. Hún kýs að kalla þetta hversdagsfordóma, því um sé að ræða lítil atvik í daglegu lífi en ekki einangruð tilfelli eða líkamlegt ofbeldi. Guðrún segir mikilvægt að tekið sé mark á fólki þegar það lýsir líðan sinni við þær aðstæður þegar það upplifir hversdagsfordóma og að ekki sé gert lítið úr þeirri líðan þó aðstæðurnar geti þótt lítilvægar í augum þeirra sem sjaldan eða aldrei upplifa þær í sínu daglega lífi. „Allt eru þetta atvik sem snerta okkur ekki endilega djúpt þegar við upplifum þau einstaka sinnum en geta leitt til alvarlegrar andlegrar vanlíðanar ef við upplifum slíkt virðingarleysi og jafnvel niðurlægingu aftur og aftur í daglegu lífi. Aðeins með því móti að taka mark á því þegar fólk einlæglega lýsir ítrekaðri slæmri líðan sinni við viðkomandi aðstæður, er möguleiki á breytingum,“ bendir Guðrún á. Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira
Mikill meirihluti fólks af erlendum uppruna upplifir reglulega fordóma og mismunun. Í rannsókn sem stóð yfir í tvær vikur árið 2012 voru þátttakendur af bæði erlendum og íslenskum uppruna beðnir um segja frá upplifun sinni af fordómafullri hegðun í sinn garð. Í ljós kom að 93 prósent fólks af erlendum uppruna hafði upplifað einhverjar birtingarmyndir fordóma eða mismununar einu sinni eða oftar á tveggja vikna tímabili en 35 prósent fólks af íslenskum uppruna. Þegar horft er til fjölda tilvika þá vekur athygli að 36 prósent fólks af erlendum uppruna höfðu upplifað slíka hegðun í sinn garð tíu sinnum eða oftar á tímabilinu, Niðurstöður rannsóknarinnar lýsa því að reynsla fólks af erlendum uppruna af íslensku samfélagi er ólík reynslu meirihluta Íslendinga, þar sem fólk af erlendum uppruna upplifi reglulega virðingarleysi og mismunun. Aðeins fimm af 72 erlendum þátttakendum töldu sig ekki hafa upplifað neina fordóma. Flest atvikin áttu sér stað á vinnustað viðkomandi og lýstu þátttakendur líðan sinni eftir atvikin með orðum á borð við misboðið, uppgefin, niðurlægð, einmana, einangruð, vonbrigði, kvíði, grátur og auðmýkjandi.Guðrún Pétursdóttir félagsfræðingur stóð að rannsókninni. Hún segir einkennandi fyrir fordóma að þeir eru oft aðeins sýnilegir þeim sem fyrir þeim verða og er yfirleitt afar erfitt að sanna að þeir hafi átt sér stað. Ef um þá sé talað sé ábyrgðin gjarnan færð yfir á þann sem verður fyrir þeim, að hann hafi misskilið eða sé ofurviðkvæmur í stað þess að taka upplifun fólks á aðstæðunum trúanlegar. Guðrún segir að fordómafull hegðun snúist alltaf um vald, það er vald ríkjandi hóps til að mismuna. Mismunun eigi ekki aðeins við í lagalegum skilningi, heldur geti hún einnig átt sér stað í samskiptum einstaklinga.Guðrún PétursdóttirMynd/GVAÍslendingar telja sig jákvæða gagnvart innflytjendum „Íslendingar telja sig hafa frekar jákvæð viðhorf gagnvart innflytjendum, en það er nokkuð dæmigert að ríkjandi hópur afneiti fordómafullri framkomu, því hún er almennt ekki viðurkennd sem jákvætt samfélagsnorm,“ segir Guðrún Pétursdóttir, félagsfræðingur og framkvæmdastjóri InterCultural Iceland. Hún kýs að kalla þetta hversdagsfordóma, því um sé að ræða lítil atvik í daglegu lífi en ekki einangruð tilfelli eða líkamlegt ofbeldi. Guðrún segir mikilvægt að tekið sé mark á fólki þegar það lýsir líðan sinni við þær aðstæður þegar það upplifir hversdagsfordóma og að ekki sé gert lítið úr þeirri líðan þó aðstæðurnar geti þótt lítilvægar í augum þeirra sem sjaldan eða aldrei upplifa þær í sínu daglega lífi. „Allt eru þetta atvik sem snerta okkur ekki endilega djúpt þegar við upplifum þau einstaka sinnum en geta leitt til alvarlegrar andlegrar vanlíðanar ef við upplifum slíkt virðingarleysi og jafnvel niðurlægingu aftur og aftur í daglegu lífi. Aðeins með því móti að taka mark á því þegar fólk einlæglega lýsir ítrekaðri slæmri líðan sinni við viðkomandi aðstæður, er möguleiki á breytingum,“ bendir Guðrún á.
Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira