Myrkir músíkdagar síðan 1980 Friðrika Benónýsdóttir skrifar 30. janúar 2014 10:00 Pétur Jónasson er framkvæmdastjóri Myrkra músíkdaga og hann segir hátíðina sífellt njóta meiri vinsælda, bæði innanlands og erlendis. Fréttablaðið/Stefán Þessi hátíð hefur verið haldin árlega síðan 1980 sem gerir Myrka músíkdaga eina elstu hátíð sinnar tegundar á Norðurlöndum,“ segir Pétur Jónasson, framkvæmdastjóri Myrkra músíkdaga sem hefjast í kvöld. „Hátíðin er haldin á vegum Tónskáldafélags Íslands og við erum í samstarfi við stórar sambærilegar hátíðir í Evrópu og Bandaríkjunum.“ Í ár eru Myrkir músíkdagar að hluta til í samstarfi við Miðstöð sjónrænnar tónlistar sem heldur hátíðina Reykjavík Visual Music Festival á sama tíma, hvernig kom það til? „Þau leituðu eftir samstarfi sem við auðvitað tókum vel í. Það er þó rétt að undirstrika að þetta eru tvær sjálfstæðar hátíðir, en við höfum snertiflöt sem er viðburður sem verður í Hörpu í kvöld þar sem mætast tvö af okkar fremstu tónskáldum og tveir myndlistarmenn. Frumflutt verða tvö verk þar sem tónlist og myndlist tvinnast saman. Síðan verða þessar tvær hátíðir keyrðar samtímis þannig að þær fléttast að vissu leyti saman, þótt þetta sé eini sameiginlegi viðburðurinn. Þetta er í fyrsta sinn sem RVMF er haldin þannig að hér starfa saman ein elsta og yngsta tónlistarhátíð landsins.“ Pétur segir erfitt að gefa einhverja yfirlýsingu um hápunkta hátíðarinnar en þó séu opnunartónleikarnir alltaf sér á parti. „Þeir eru á vegum Sinfóníuhljómsveitar Íslands og eru óneitanlega alltaf stór viðburður. Við búum svo vel að fá þessa tónleika á silfurfati frá Sinfóníuhljómsveitinni á hverju ári alveg frá upphafi, sem er nokkuð sem margir kollegar okkar á erlendri grundu öfunda okkur af.“ Spurður um aðra hápunkta Myrkra músíkdaga í ár nefnir Pétur kanadíska strengjakvartettinn Bozzini, sem hann segir vera í fremstu röð flytjenda samtímatónlistar í heiminum, Saxófónkvartett Stokkhólms, sem halda mun tvenna tónleika þar af aðra fyrir börn, en annars segir hann dagskrána það fjölbreytta og glæsilega að það sé erfitt að tína einhverja tónleika út úr henni öðrum fremur. „Við höfum vanalega opnað hátíðina með tónleikum uppi í RÚV og þeir verið sendir út í beinni útsendingu, en í þetta sinn fluttust þeir yfir á föstudaginn. Það er mikill gjörningur hóps sem kallar sig SKARK Ensemble og samanstendur af ungu íslensku og þýsku tónlistarfólki sem verður fluttur í bílakjallara RÚV og sendur út beint.“ Hátíðin er að vanda helguð íslenskri nútímatónlist. „Megnið eru íslensk verk, eins og alltaf hefur verið, en nokkur vel valin erlend verk fljóta með,“ segir Pétur. „Orðspor hátíðarinnar berst æ víðar eins og sést vel á þeim mikla áhuga sem erlendir listamenn hafa á að koma hér fram og eins því að sífellt fleiri fjölmiðlar erlendis sjá ástæðu til að fjalla um hátíðina á sínum vettvangi. Í ár er því enn von á heimsóknum frá erlendu fjölmiðlafólki ásamt listrænum stjórnendum evrópskra og bandarískra tónlistarhátíða.“ Hátíðin hefst, eins og áður sagði með tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu í kvöld undir stjórn Daníels Bjarnasonar, en síðan rekur hver viðburðurinn annan fram á sunnudag og hægt er að kynna sér dagskrána í þaula á heimasíðu hátíðarinnar. Menning Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Þessi hátíð hefur verið haldin árlega síðan 1980 sem gerir Myrka músíkdaga eina elstu hátíð sinnar tegundar á Norðurlöndum,“ segir Pétur Jónasson, framkvæmdastjóri Myrkra músíkdaga sem hefjast í kvöld. „Hátíðin er haldin á vegum Tónskáldafélags Íslands og við erum í samstarfi við stórar sambærilegar hátíðir í Evrópu og Bandaríkjunum.“ Í ár eru Myrkir músíkdagar að hluta til í samstarfi við Miðstöð sjónrænnar tónlistar sem heldur hátíðina Reykjavík Visual Music Festival á sama tíma, hvernig kom það til? „Þau leituðu eftir samstarfi sem við auðvitað tókum vel í. Það er þó rétt að undirstrika að þetta eru tvær sjálfstæðar hátíðir, en við höfum snertiflöt sem er viðburður sem verður í Hörpu í kvöld þar sem mætast tvö af okkar fremstu tónskáldum og tveir myndlistarmenn. Frumflutt verða tvö verk þar sem tónlist og myndlist tvinnast saman. Síðan verða þessar tvær hátíðir keyrðar samtímis þannig að þær fléttast að vissu leyti saman, þótt þetta sé eini sameiginlegi viðburðurinn. Þetta er í fyrsta sinn sem RVMF er haldin þannig að hér starfa saman ein elsta og yngsta tónlistarhátíð landsins.“ Pétur segir erfitt að gefa einhverja yfirlýsingu um hápunkta hátíðarinnar en þó séu opnunartónleikarnir alltaf sér á parti. „Þeir eru á vegum Sinfóníuhljómsveitar Íslands og eru óneitanlega alltaf stór viðburður. Við búum svo vel að fá þessa tónleika á silfurfati frá Sinfóníuhljómsveitinni á hverju ári alveg frá upphafi, sem er nokkuð sem margir kollegar okkar á erlendri grundu öfunda okkur af.“ Spurður um aðra hápunkta Myrkra músíkdaga í ár nefnir Pétur kanadíska strengjakvartettinn Bozzini, sem hann segir vera í fremstu röð flytjenda samtímatónlistar í heiminum, Saxófónkvartett Stokkhólms, sem halda mun tvenna tónleika þar af aðra fyrir börn, en annars segir hann dagskrána það fjölbreytta og glæsilega að það sé erfitt að tína einhverja tónleika út úr henni öðrum fremur. „Við höfum vanalega opnað hátíðina með tónleikum uppi í RÚV og þeir verið sendir út í beinni útsendingu, en í þetta sinn fluttust þeir yfir á föstudaginn. Það er mikill gjörningur hóps sem kallar sig SKARK Ensemble og samanstendur af ungu íslensku og þýsku tónlistarfólki sem verður fluttur í bílakjallara RÚV og sendur út beint.“ Hátíðin er að vanda helguð íslenskri nútímatónlist. „Megnið eru íslensk verk, eins og alltaf hefur verið, en nokkur vel valin erlend verk fljóta með,“ segir Pétur. „Orðspor hátíðarinnar berst æ víðar eins og sést vel á þeim mikla áhuga sem erlendir listamenn hafa á að koma hér fram og eins því að sífellt fleiri fjölmiðlar erlendis sjá ástæðu til að fjalla um hátíðina á sínum vettvangi. Í ár er því enn von á heimsóknum frá erlendu fjölmiðlafólki ásamt listrænum stjórnendum evrópskra og bandarískra tónlistarhátíða.“ Hátíðin hefst, eins og áður sagði með tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu í kvöld undir stjórn Daníels Bjarnasonar, en síðan rekur hver viðburðurinn annan fram á sunnudag og hægt er að kynna sér dagskrána í þaula á heimasíðu hátíðarinnar.
Menning Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira