Þetta er svona gamandrama Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 31. janúar 2014 14:00 Kristín Þóra og Nanna Kristín Magnúsdóttir í hlutverkum sínum í Óskasteinum. "Karakterinn minn er kasóléttur en er ekki alveg að horfast í augu við það,“ segir Kristín Þóra. Mynd/Borgarleikhúsið „Þetta er svona gamandrama – eins og Ragnar Bragason er svo flinkur í. Hann býr til stórar persónur sem allar bera sinn harm en þær og kringumstæðurnar geta orðið spaugilegar,“ segir Kristín Þóra Haraldsdóttir leikkona þegar forvitnast er um leikritið Óskasteina sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu í kvöld. Sjálf fer hún með stórt hlutverk og er þar kona eigi einsömul. „Karakterinn minn er kasóléttur en er ekki alveg að horfast í augu við það,“ segir hún og upplýsir að hlutverkin séu öll stór – fá en stór. Sagan snýst um fámennan hóp fólks sem hefur villst af leið á mismunandi hátt, að sögn Kristínar Þóru. Hann fremur bankarán í þorpi úti á landi og að því þorpi liggur bara einn vegur. „Allt planið fer úr skorðum, ógæfufólkið flýr inn í leikskóla, tekur þar gísl til fanga og ýmislegt afhjúpast sem ég ætla ekki að upplýsa,“ segir hún og skapar eftirvæntingu.Sérstakt æfingaferli Spurð hvort höfundurinn hafi verið með fullmótaðar hugmyndir þegar æfingar hófust lýsir Kristín Þóra sköpunarferlinu, sem hún segir hafa verið sérlega lærdómsríkt. „Ragnar lagði til grunnhugmyndina að söguþræðinum. Hann hitti okkur leikarana hvern í sínu lagi fyrir hálfu ári og fékk okkur það verkefni að byggja upp baksögu persónunnar sem okkur var ætlað að leika, finna út hver hún væri og hvaðan hún væri að koma. Svo hittumst við öll og þá kynnti hann fyrir okkur ákveðnar kringumstæður og atburðarás, við spunnum kringum þær hugmyndir, hann tók atriðin upp á vídeó, fór með þau heim og vann úr þeim. Ég hef aldrei tekið þátt í svona ferli áður en hefur alltaf langað það. Kvikmyndaleikstjórinn Mike Leigh vinnur svona og mér finnst alltaf svo flottir karakterar hjá honum. Svona voru Vaktarseríurnar líka unnar, það var náttúrulega Ragnar Braga sem stjórnaði þeim,“ segir Kristín Þóra og telur sig lánsama að fá að taka þátt í þessu verkefni.Tók U-beygju Þó við Kristín Þóra sitjum að spjalli með okkar kaffikrúsir í anddyri Borgarleikhússins vil ég endilega vita eitthvað um hana utan leikhúss, svo sem uppruna og einkamál og kemst að því að hún er uppalin í Hlíðunum, dóttir Haraldar Sigurðssonar læknis og Guðleifar Helgadóttur hjúkrunarfræðings. Innt eftir leikkonudraumum í æsku svarar hún. „Sko, ég hugsaði aldrei: „ég ætla að verða leikkona“ en fór mikið í leikhús og upplifði alltaf eitthvað sérstakt. Svo tók ég þátt í leiksýningum bæði í grunnskóla og menntaskóla en var ekkert sérstaklega að sækjast eftir að vera í fókus, langaði bara að vera með. Á þessum tíma átti ég ekki von á að leggja leiklist fyrir mig.“ Hún kveðst hafa verið tvö ár í Menntaskólanum í Reykjavík, á stærðfræðibraut og stundað handbolta þar. „En svo tók ég U-beygju, flutti mig í MH, fór á fullt í leikfélagið og fannst það rosa skemmtilegt. Í framhaldinu hætti ég í íþróttum, sótti um í leiklistarskólanum, komst inn og svo hefur eitt leitt af öðru.“ Eftir útskrift úr leiklistarskólanum 2007 lék Kristín Þóra með Leikfélagi Akureyrar í eitt ár. Magnús Geir var þá leikhússtjóri þar. „Ég tók þátt í þremur sýningum fyrir norðan, Ökutímum, Fló á skinni og Óvitum sem allar gengu lengi og ég fékk dýrmæta sviðsreynslu. Svo kom ég hingað í Borgarleikhúsið og hef leikið í mörgum sýningum hér en tvívegis tekið fæðingarorlof á þessum tíma.“Kynntist eiginmanninum tíu ára Kristín Þóra og maður hennar, Kári Allansson, organisti í Háteigskirkju, hafa þekkst frá því þau voru tíu ára. „Við Kári vorum par í tólf ára bekk. En svo var ég að fara í ferðalag með fjölskyldunni, hringdi í hann og sagði honum að þetta samband mundi ekki ganga, ég væri að fara svo langt. Samt var þetta bara hálfsmánaðarferð til Hollands. Það er mikið búið að gera grín að þessu,“ upplýsir hún hlæjandi. „Við tókum svo upp samband seinna, bara á skikkanlegum tíma, en vissum alltaf hvort af öðru og vorum í sama vinahópi. Nú erum við gift og eigum tvö börn.“ Menning Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Þetta er svona gamandrama – eins og Ragnar Bragason er svo flinkur í. Hann býr til stórar persónur sem allar bera sinn harm en þær og kringumstæðurnar geta orðið spaugilegar,“ segir Kristín Þóra Haraldsdóttir leikkona þegar forvitnast er um leikritið Óskasteina sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu í kvöld. Sjálf fer hún með stórt hlutverk og er þar kona eigi einsömul. „Karakterinn minn er kasóléttur en er ekki alveg að horfast í augu við það,“ segir hún og upplýsir að hlutverkin séu öll stór – fá en stór. Sagan snýst um fámennan hóp fólks sem hefur villst af leið á mismunandi hátt, að sögn Kristínar Þóru. Hann fremur bankarán í þorpi úti á landi og að því þorpi liggur bara einn vegur. „Allt planið fer úr skorðum, ógæfufólkið flýr inn í leikskóla, tekur þar gísl til fanga og ýmislegt afhjúpast sem ég ætla ekki að upplýsa,“ segir hún og skapar eftirvæntingu.Sérstakt æfingaferli Spurð hvort höfundurinn hafi verið með fullmótaðar hugmyndir þegar æfingar hófust lýsir Kristín Þóra sköpunarferlinu, sem hún segir hafa verið sérlega lærdómsríkt. „Ragnar lagði til grunnhugmyndina að söguþræðinum. Hann hitti okkur leikarana hvern í sínu lagi fyrir hálfu ári og fékk okkur það verkefni að byggja upp baksögu persónunnar sem okkur var ætlað að leika, finna út hver hún væri og hvaðan hún væri að koma. Svo hittumst við öll og þá kynnti hann fyrir okkur ákveðnar kringumstæður og atburðarás, við spunnum kringum þær hugmyndir, hann tók atriðin upp á vídeó, fór með þau heim og vann úr þeim. Ég hef aldrei tekið þátt í svona ferli áður en hefur alltaf langað það. Kvikmyndaleikstjórinn Mike Leigh vinnur svona og mér finnst alltaf svo flottir karakterar hjá honum. Svona voru Vaktarseríurnar líka unnar, það var náttúrulega Ragnar Braga sem stjórnaði þeim,“ segir Kristín Þóra og telur sig lánsama að fá að taka þátt í þessu verkefni.Tók U-beygju Þó við Kristín Þóra sitjum að spjalli með okkar kaffikrúsir í anddyri Borgarleikhússins vil ég endilega vita eitthvað um hana utan leikhúss, svo sem uppruna og einkamál og kemst að því að hún er uppalin í Hlíðunum, dóttir Haraldar Sigurðssonar læknis og Guðleifar Helgadóttur hjúkrunarfræðings. Innt eftir leikkonudraumum í æsku svarar hún. „Sko, ég hugsaði aldrei: „ég ætla að verða leikkona“ en fór mikið í leikhús og upplifði alltaf eitthvað sérstakt. Svo tók ég þátt í leiksýningum bæði í grunnskóla og menntaskóla en var ekkert sérstaklega að sækjast eftir að vera í fókus, langaði bara að vera með. Á þessum tíma átti ég ekki von á að leggja leiklist fyrir mig.“ Hún kveðst hafa verið tvö ár í Menntaskólanum í Reykjavík, á stærðfræðibraut og stundað handbolta þar. „En svo tók ég U-beygju, flutti mig í MH, fór á fullt í leikfélagið og fannst það rosa skemmtilegt. Í framhaldinu hætti ég í íþróttum, sótti um í leiklistarskólanum, komst inn og svo hefur eitt leitt af öðru.“ Eftir útskrift úr leiklistarskólanum 2007 lék Kristín Þóra með Leikfélagi Akureyrar í eitt ár. Magnús Geir var þá leikhússtjóri þar. „Ég tók þátt í þremur sýningum fyrir norðan, Ökutímum, Fló á skinni og Óvitum sem allar gengu lengi og ég fékk dýrmæta sviðsreynslu. Svo kom ég hingað í Borgarleikhúsið og hef leikið í mörgum sýningum hér en tvívegis tekið fæðingarorlof á þessum tíma.“Kynntist eiginmanninum tíu ára Kristín Þóra og maður hennar, Kári Allansson, organisti í Háteigskirkju, hafa þekkst frá því þau voru tíu ára. „Við Kári vorum par í tólf ára bekk. En svo var ég að fara í ferðalag með fjölskyldunni, hringdi í hann og sagði honum að þetta samband mundi ekki ganga, ég væri að fara svo langt. Samt var þetta bara hálfsmánaðarferð til Hollands. Það er mikið búið að gera grín að þessu,“ upplýsir hún hlæjandi. „Við tókum svo upp samband seinna, bara á skikkanlegum tíma, en vissum alltaf hvort af öðru og vorum í sama vinahópi. Nú erum við gift og eigum tvö börn.“
Menning Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira