Að flytja lík, fanga og flugvelli Hjálmtýr Heiðdal skrifar 31. janúar 2014 06:00 Fimmtudaginn 23. janúar skoðaði ég gamla kirkjugarðinn við Suðurgötu ásamt hópi áhugafólks. Leiðsögn var í höndum Sólveigar Ólafsdóttur sagnfræðings og Heimis Janusarsonar, umsjónarmanns garðsins. Stórskemmtileg og fróðleg ganga sem Félag þjóðfræðinga skipulagði. Það eina sem truflaði þessar 80 sálir sem mættu var stöðugur flugvélagnýr, annaðhvort yfir hausamótum okkar eða frá flugvellinum þegar vélarnar voru að undirbúa flugtak. Niðurstaða mín er sú að það er ekki gott að halda svona samkomu í miðborg Reykjavíkur nema með hljóðmögnun. Í frásögn Sólveigar kom fram að upphaflega var kirkjugarður Reykvíkinga í sjálfri Kvosinni við Aðalstræti. Eftir 800 ár var hann fullur og nýi garðurinn við Suðurgötu var tekinn í notkun 1838. Síðan fylltist hann og eftir það varð til Fossvogsgarður og síðar Grafarvogsgarður. Út fyrir byggð Í borgum Evrópu sáu menn fljótt að kirkjugarðar voru ekki vel settir í miðbæjum og þeir því fluttir út fyrir byggð eftir því sem kostur var. Nýja garðinum við Suðurgötu var því valinn staður fyrir utan bæinn. (Til gamans má geta þess að þegar staðsetningin var kynnt fyrir Reykvíkingum komu fram mótmælaraddir; Leiðin frá Dómkirkjunni væri allt of löng.) Byggðin þróaðist og Suðurgötugarðurinn er nú inni í miðri borg. Flugvéladynurinn vakti hjá mér ýmsar hugsanir. Stjórnarráð Íslands við Lækjartorg var eitt sinn fangelsi. Það var staðsett fyrir austan Læk, fyrir utan bæinn sem þá var lítið meira en byggðin kringum Aðalstræti. Byggðin þróaðist og brátt var þörf fyrir nýtt fangelsi og því var valinn staður fyrir utan bæinn; Við Skólavörðustíg. Og bærinn elti það uppi og ný fangelsi voru byggð við Litla-Hraun og Síðumúla, langt fyrir utan miðbæinn. Fangelsið við Skólavörðustíg er að vísu enn notað, það er búið að vera á undanþágu í marga áratugi og bíður eftir Hólmsheiðarfangelsinu sem nú er í byggingu – fyrir utan borgina. Og þá kemur flugvélagnýrinn aftur til sögunnar. Kirkjugarðar og fangelsi eiga ekki heima í miðborgum og er valinn staður samkvæmt því. Flugvellir eiga ekki heima í miðborgum en samt sitja Reykvíkingar uppi með þennan hávaðavald. Þjófar, lík og flugvélar eiga ekki heima í miðborg Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Fimmtudaginn 23. janúar skoðaði ég gamla kirkjugarðinn við Suðurgötu ásamt hópi áhugafólks. Leiðsögn var í höndum Sólveigar Ólafsdóttur sagnfræðings og Heimis Janusarsonar, umsjónarmanns garðsins. Stórskemmtileg og fróðleg ganga sem Félag þjóðfræðinga skipulagði. Það eina sem truflaði þessar 80 sálir sem mættu var stöðugur flugvélagnýr, annaðhvort yfir hausamótum okkar eða frá flugvellinum þegar vélarnar voru að undirbúa flugtak. Niðurstaða mín er sú að það er ekki gott að halda svona samkomu í miðborg Reykjavíkur nema með hljóðmögnun. Í frásögn Sólveigar kom fram að upphaflega var kirkjugarður Reykvíkinga í sjálfri Kvosinni við Aðalstræti. Eftir 800 ár var hann fullur og nýi garðurinn við Suðurgötu var tekinn í notkun 1838. Síðan fylltist hann og eftir það varð til Fossvogsgarður og síðar Grafarvogsgarður. Út fyrir byggð Í borgum Evrópu sáu menn fljótt að kirkjugarðar voru ekki vel settir í miðbæjum og þeir því fluttir út fyrir byggð eftir því sem kostur var. Nýja garðinum við Suðurgötu var því valinn staður fyrir utan bæinn. (Til gamans má geta þess að þegar staðsetningin var kynnt fyrir Reykvíkingum komu fram mótmælaraddir; Leiðin frá Dómkirkjunni væri allt of löng.) Byggðin þróaðist og Suðurgötugarðurinn er nú inni í miðri borg. Flugvéladynurinn vakti hjá mér ýmsar hugsanir. Stjórnarráð Íslands við Lækjartorg var eitt sinn fangelsi. Það var staðsett fyrir austan Læk, fyrir utan bæinn sem þá var lítið meira en byggðin kringum Aðalstræti. Byggðin þróaðist og brátt var þörf fyrir nýtt fangelsi og því var valinn staður fyrir utan bæinn; Við Skólavörðustíg. Og bærinn elti það uppi og ný fangelsi voru byggð við Litla-Hraun og Síðumúla, langt fyrir utan miðbæinn. Fangelsið við Skólavörðustíg er að vísu enn notað, það er búið að vera á undanþágu í marga áratugi og bíður eftir Hólmsheiðarfangelsinu sem nú er í byggingu – fyrir utan borgina. Og þá kemur flugvélagnýrinn aftur til sögunnar. Kirkjugarðar og fangelsi eiga ekki heima í miðborgum og er valinn staður samkvæmt því. Flugvellir eiga ekki heima í miðborgum en samt sitja Reykvíkingar uppi með þennan hávaðavald. Þjófar, lík og flugvélar eiga ekki heima í miðborg Reykjavíkur.
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar