Dansinn er frábær útflutningsvara Friðrika Benónýsdóttir skrifar 7. febrúar 2014 10:00 Valgerður Rúnarsdóttir: "Útgangspunktur okkar í sköpunarferlinu voru minningar okkar.“ Vísir/Daníel Þetta er verk sem ég vinn í mjög nánu samstarfi við dansara Íslenska dansflokksins,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir höfundur Farangurs, eins þriggja verka sem Íslenski dansflokkurinn frumsýnir annað kvöld. „Í verkinu eru fimm dansarar og útgangspunktur okkar í sköpunarferlinu voru minningar okkar og hvernig minningar breytast, ekki síst í frásögnum.“ Þótt Valgerður sé höfundur verksins segist hún engan veginn hafa verið einhver einvaldur. „Ég varpa fram einhverjum hugmyndum, þau taka þær lengra, síðan köstum við boltanum á milli okkar og úr verður sýning.“ Tónlistin sem Valgerður samdi dansana við er eftir Daníel Bjarnason. „Þetta eru nokkur tónverk sem Daníel hefur gefið út,“ útskýrir hún. „Tónlistin hans er svo æðisleg og gaman að fá að nota hana. Síðan erum við reyndar líka að nota nokkur dægurlög, en grunnurinn er tónlistin hans Danna.“ Valgerður dansaði sjálf með Íslenska dansflokknum í nokkur ár en hefur undanfarin ár unnið með einum eftirsóttasta danshöfundi heims, Sidi Larbi Cherkaoui frá Belgíu. „Hann er stórstjarna í dansheiminum og því samstarfi hafa fylgt mjög mikil ferðalög, núna síðast um Brasilíu,“ segir hún. „En ég bý hér heima og fer bara í túra eins og tónlistarfólk gerir gjarna. Þannig að ég hef mikið búið í ferðatöskum undanfarin ár.“Í verkinu Farangur dansa fimm dansarar.Og hvað er fram undan eftir frumsýningu? „Farangur fer til Ítalíu í apríl og vonandi víðar. Erlendar hátíðir eru forvitnar um hvað er að gerast á Íslandi og þá sérstaklega það sem íslenskir danshöfundar eru að gera. Annars ætla ég bara að vera hérna heima, halda áfram að vinna og fara með sýningarnar mínar í útrás erlendis. Dansinn er svo frábær útflutningsvara, engir tungumálaörðugleikar, við erum ekki með stóra sviðsmynd, það þarf bara að taka nokkra dansara og búninga og leggja af stað.“ Hin verkin tvö sem mynda þríleikinn eru Berserkir eftir danska danshöfundinn Lene Boel og Tilbrigði eftir Láru Stefánsdóttur, listrænan stjórnanda Íslenska dansflokksins. Tilbrigði er eindans sem sameinar dans og tónlistarflutning en Bryndís Halla Gylfadóttir, leiðandi sellóleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands, leikur tónverk finnska tónskáldsins Jeans Sibelius, Theme and variations for Solo Cello, frá 1887. Dansarinn er eins og endurkast af tónlistinni, leikur með tilbrigði, endurtekin form og blæbrigði. Í verki Lene Boel, Berserkir, er blandað saman break, nútímadansi og ballett með akróbatísku tvisti. Verkið tengir saman fortíðina og nútíðina en Lene leitaði innblásturs í rúnir, víkinga, tölvuleiki og raunveruleikaþætti við gerð verksins. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Þetta er verk sem ég vinn í mjög nánu samstarfi við dansara Íslenska dansflokksins,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir höfundur Farangurs, eins þriggja verka sem Íslenski dansflokkurinn frumsýnir annað kvöld. „Í verkinu eru fimm dansarar og útgangspunktur okkar í sköpunarferlinu voru minningar okkar og hvernig minningar breytast, ekki síst í frásögnum.“ Þótt Valgerður sé höfundur verksins segist hún engan veginn hafa verið einhver einvaldur. „Ég varpa fram einhverjum hugmyndum, þau taka þær lengra, síðan köstum við boltanum á milli okkar og úr verður sýning.“ Tónlistin sem Valgerður samdi dansana við er eftir Daníel Bjarnason. „Þetta eru nokkur tónverk sem Daníel hefur gefið út,“ útskýrir hún. „Tónlistin hans er svo æðisleg og gaman að fá að nota hana. Síðan erum við reyndar líka að nota nokkur dægurlög, en grunnurinn er tónlistin hans Danna.“ Valgerður dansaði sjálf með Íslenska dansflokknum í nokkur ár en hefur undanfarin ár unnið með einum eftirsóttasta danshöfundi heims, Sidi Larbi Cherkaoui frá Belgíu. „Hann er stórstjarna í dansheiminum og því samstarfi hafa fylgt mjög mikil ferðalög, núna síðast um Brasilíu,“ segir hún. „En ég bý hér heima og fer bara í túra eins og tónlistarfólk gerir gjarna. Þannig að ég hef mikið búið í ferðatöskum undanfarin ár.“Í verkinu Farangur dansa fimm dansarar.Og hvað er fram undan eftir frumsýningu? „Farangur fer til Ítalíu í apríl og vonandi víðar. Erlendar hátíðir eru forvitnar um hvað er að gerast á Íslandi og þá sérstaklega það sem íslenskir danshöfundar eru að gera. Annars ætla ég bara að vera hérna heima, halda áfram að vinna og fara með sýningarnar mínar í útrás erlendis. Dansinn er svo frábær útflutningsvara, engir tungumálaörðugleikar, við erum ekki með stóra sviðsmynd, það þarf bara að taka nokkra dansara og búninga og leggja af stað.“ Hin verkin tvö sem mynda þríleikinn eru Berserkir eftir danska danshöfundinn Lene Boel og Tilbrigði eftir Láru Stefánsdóttur, listrænan stjórnanda Íslenska dansflokksins. Tilbrigði er eindans sem sameinar dans og tónlistarflutning en Bryndís Halla Gylfadóttir, leiðandi sellóleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands, leikur tónverk finnska tónskáldsins Jeans Sibelius, Theme and variations for Solo Cello, frá 1887. Dansarinn er eins og endurkast af tónlistinni, leikur með tilbrigði, endurtekin form og blæbrigði. Í verki Lene Boel, Berserkir, er blandað saman break, nútímadansi og ballett með akróbatísku tvisti. Verkið tengir saman fortíðina og nútíðina en Lene leitaði innblásturs í rúnir, víkinga, tölvuleiki og raunveruleikaþætti við gerð verksins.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið