Misvísandi yfirlýsingar innanríkisráðherra Ögmundur Jónasson skrifar 20. febrúar 2014 07:00 Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni mánudaginn 10. febrúar var rætt við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra um hælisleitendur, einkum um persónuupplýsingar um einstaklinga sem rötuðu í fjölmiðla. Ráðherra mæltist m.a. svo í þessu viðtali: „Sums staðar í nágrannalöndum okkar er þetta ekki skilgreint sem trúnaðargögn, það er að segja úrskurðir, vegna þess að almenningur er talinn eiga rétt á að sjá það og viðkomandi talinn eiga rétt á að sjá nákvæmlega röksemdir stjórnvaldsins. Það er eitthvað sem við verðum líka að ræða og var t.d. í frumvarpinu hans Ögmundar á síðasta þingi, að breyta því.“ Þetta eru mjög misvísandi ummæli og kalla á viðbrögð.Tillögur um sjálfstæða úrskurðarnefnd Árið 2011 skipaði ég starfshóp, undir formennsku Höllu Gunnarsdóttur, til þess að gera tillögur að breytingum á lögum um aðgengi útlendinga utan EES að Íslandi, þar á meðal er lýtur að málsmeðferð. Hópnum var meðal annars gert að kynna sér ýtarlega fyrirkomulag í grannríkjum okkar og reynslu annarra þjóða á þessu sviði. Var staðnæmst við verklag Norðmanna og fór starfshópurinn þangað sérstaklega í því skyni að kynna sér lög, reglur og framkvæmd í þessum málaflokki. Einnig fór hluti starfshópsins til Danmerkur til að kynna sér starfsemi sjálfstæðrar úrskurðarnefndar en Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hafði komið þeim ábendingum á framfæri að þar væri að finna bestu fyrirmyndina. Gerði starfshópurinn grein fyrir þessu í skýrslu og lagði til við mig, sem innanríkisráðherra, að sett yrði á laggirnar sjálfstæð úrskurðarnefnd. Var það síðan hluti af frumvarpi til nýrra heildarlaga um útlendinga sem ég lagði fyrir á Alþingi.Friðhelgi í fyrsta sæti Eitt af þeim atriðum sem einnig var fjallað um í þessari endurskoðunarvinnu var hvort birta ætti ákvarðanir stjórnvalda í málefnum einstaklinga. Í skýrslu starfshópsins segir m.a.: „Ákvörðun Útlendingastofnunar er nú birt hælisleitanda og talsmanni hans þegar hún liggur fyrir. Sú leið hefur ekki verið farin hér á landi að birta úrskurði Útlendingastofnunar eða ráðuneytis opinberlega. Hefur verið vísað til friðhelgi einkalífs hælisleitenda og að stjórnvöld geti ekki birt persónulegar upplýsingar um einstaklinga. Hælisleitendur séu fáir á Íslandi og því auðvelt að rekja ákvarðanir til einstaklinga. Nefndin leggur áherslu á mikilvægi þess að gæta friðhelgi einkalífs hælisleitenda en telur að í ljósi fjölgunar þeirra undanfarin ár verði að endurskoða reglulega hvort tilefni sé til að breyta framangreindri framkvæmd um að úrskurðir í hælismálum skuli vera óbirtir. Hagsmunir af því að birta úrskurði eru ótvíræðir enda geta úrskurðir haft fordæmisgildi. Þar sem úrskurðir eru ekki birtir opinberlega leggur nefndin áherslu á að Útlendingastofnun og innanríkisráðuneytið birti reglulega verklagsreglur eða þau viðmið sem farið er eftir. Reglurnar skulu uppfærðar ef stefnumótandi ákvarðanir eru teknar í úrskurðum. Slíkt yrði til mikilla bóta fyrir hælisleitendur, talsmenn þeirra og aðra sem koma að málaflokknum.“Orðalag frumvarps Eftir nánari skoðun á þessu var í frumvarpinu ákveðið leggja til að hinni nýju kærunefnd yrði gert að birta úrskurði sína opinberlega. Hins vegar er skýrt kveðið á um að þeir njóti ýtrustu persónuverndar. Í 6. grein frumvarpsins segir: „Úrskurðirnir skulu birtir án nafna, kennitalna eða annarra persónugreinanlegra auðkenna aðila að viðkomandi málum.“ Í greinargerð segir: „Einnig er lagt fyrir nefndina að birta úrskurði sína, eða úrdrætti úr þeim, sem fela í sér efnislega niðurstöðu. Þeir skulu birtir án nafna, kennitalna og annarra persónugreinanlegra auðkenna aðila að viðkomandi málum. Þá ber einnig að líta til sjónarmiða er varða persónuvernd einstaklinga en úrskurðir í málaflokknum varða að jafnaði viðkvæmar persónuaðstæður og ber að taka tillit til þess við birtingu. Með þessu er leitast við að koma til móts við sjónarmið sem komu fram við vinnslu skýrslu nefndarinnar frá lögmönnum sem vinna að réttargæslu í málaflokknum, en birting forsendna úrskurða er talin til þess fallin að styrkja réttaröryggi og fyrirsjáanleika í beitingu regluverksins.”Ekkert persónugreinanlegt! Mér vitandi er ekkert dæmi þess að önnur ríki birti persónugreinanlegar upplýsingar um hælisleitendur og fjarri fer að ég hafi lagt slíkt til. Í frumvarpi því sem ég lagði fyrir Alþingi á síðasta kjörtímabili var skýrt að persónuupplýsingar ættu, eftir sem áður, að vera trúnaðargögn. Enda eiga hælisleitendur að njóta friðhelgi eins og allir aðrir einstaklingar sem hafa mál til meðferðar hjá stjórnvöldum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni mánudaginn 10. febrúar var rætt við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra um hælisleitendur, einkum um persónuupplýsingar um einstaklinga sem rötuðu í fjölmiðla. Ráðherra mæltist m.a. svo í þessu viðtali: „Sums staðar í nágrannalöndum okkar er þetta ekki skilgreint sem trúnaðargögn, það er að segja úrskurðir, vegna þess að almenningur er talinn eiga rétt á að sjá það og viðkomandi talinn eiga rétt á að sjá nákvæmlega röksemdir stjórnvaldsins. Það er eitthvað sem við verðum líka að ræða og var t.d. í frumvarpinu hans Ögmundar á síðasta þingi, að breyta því.“ Þetta eru mjög misvísandi ummæli og kalla á viðbrögð.Tillögur um sjálfstæða úrskurðarnefnd Árið 2011 skipaði ég starfshóp, undir formennsku Höllu Gunnarsdóttur, til þess að gera tillögur að breytingum á lögum um aðgengi útlendinga utan EES að Íslandi, þar á meðal er lýtur að málsmeðferð. Hópnum var meðal annars gert að kynna sér ýtarlega fyrirkomulag í grannríkjum okkar og reynslu annarra þjóða á þessu sviði. Var staðnæmst við verklag Norðmanna og fór starfshópurinn þangað sérstaklega í því skyni að kynna sér lög, reglur og framkvæmd í þessum málaflokki. Einnig fór hluti starfshópsins til Danmerkur til að kynna sér starfsemi sjálfstæðrar úrskurðarnefndar en Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hafði komið þeim ábendingum á framfæri að þar væri að finna bestu fyrirmyndina. Gerði starfshópurinn grein fyrir þessu í skýrslu og lagði til við mig, sem innanríkisráðherra, að sett yrði á laggirnar sjálfstæð úrskurðarnefnd. Var það síðan hluti af frumvarpi til nýrra heildarlaga um útlendinga sem ég lagði fyrir á Alþingi.Friðhelgi í fyrsta sæti Eitt af þeim atriðum sem einnig var fjallað um í þessari endurskoðunarvinnu var hvort birta ætti ákvarðanir stjórnvalda í málefnum einstaklinga. Í skýrslu starfshópsins segir m.a.: „Ákvörðun Útlendingastofnunar er nú birt hælisleitanda og talsmanni hans þegar hún liggur fyrir. Sú leið hefur ekki verið farin hér á landi að birta úrskurði Útlendingastofnunar eða ráðuneytis opinberlega. Hefur verið vísað til friðhelgi einkalífs hælisleitenda og að stjórnvöld geti ekki birt persónulegar upplýsingar um einstaklinga. Hælisleitendur séu fáir á Íslandi og því auðvelt að rekja ákvarðanir til einstaklinga. Nefndin leggur áherslu á mikilvægi þess að gæta friðhelgi einkalífs hælisleitenda en telur að í ljósi fjölgunar þeirra undanfarin ár verði að endurskoða reglulega hvort tilefni sé til að breyta framangreindri framkvæmd um að úrskurðir í hælismálum skuli vera óbirtir. Hagsmunir af því að birta úrskurði eru ótvíræðir enda geta úrskurðir haft fordæmisgildi. Þar sem úrskurðir eru ekki birtir opinberlega leggur nefndin áherslu á að Útlendingastofnun og innanríkisráðuneytið birti reglulega verklagsreglur eða þau viðmið sem farið er eftir. Reglurnar skulu uppfærðar ef stefnumótandi ákvarðanir eru teknar í úrskurðum. Slíkt yrði til mikilla bóta fyrir hælisleitendur, talsmenn þeirra og aðra sem koma að málaflokknum.“Orðalag frumvarps Eftir nánari skoðun á þessu var í frumvarpinu ákveðið leggja til að hinni nýju kærunefnd yrði gert að birta úrskurði sína opinberlega. Hins vegar er skýrt kveðið á um að þeir njóti ýtrustu persónuverndar. Í 6. grein frumvarpsins segir: „Úrskurðirnir skulu birtir án nafna, kennitalna eða annarra persónugreinanlegra auðkenna aðila að viðkomandi málum.“ Í greinargerð segir: „Einnig er lagt fyrir nefndina að birta úrskurði sína, eða úrdrætti úr þeim, sem fela í sér efnislega niðurstöðu. Þeir skulu birtir án nafna, kennitalna og annarra persónugreinanlegra auðkenna aðila að viðkomandi málum. Þá ber einnig að líta til sjónarmiða er varða persónuvernd einstaklinga en úrskurðir í málaflokknum varða að jafnaði viðkvæmar persónuaðstæður og ber að taka tillit til þess við birtingu. Með þessu er leitast við að koma til móts við sjónarmið sem komu fram við vinnslu skýrslu nefndarinnar frá lögmönnum sem vinna að réttargæslu í málaflokknum, en birting forsendna úrskurða er talin til þess fallin að styrkja réttaröryggi og fyrirsjáanleika í beitingu regluverksins.”Ekkert persónugreinanlegt! Mér vitandi er ekkert dæmi þess að önnur ríki birti persónugreinanlegar upplýsingar um hælisleitendur og fjarri fer að ég hafi lagt slíkt til. Í frumvarpi því sem ég lagði fyrir Alþingi á síðasta kjörtímabili var skýrt að persónuupplýsingar ættu, eftir sem áður, að vera trúnaðargögn. Enda eiga hælisleitendur að njóta friðhelgi eins og allir aðrir einstaklingar sem hafa mál til meðferðar hjá stjórnvöldum.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun