Kraftbirtingarhljómur guðdómsins vakti mikla hrifningu í Berlín Rut Sigurðardóttir skrifar 21. febrúar 2014 08:00 Ragnar Kjartansson með móður sinni, Guðrúnu Ásmundsdóttur. Vísir/Rut Sigurðardóttir Það var margt um manninn þegar listamaðurinn Ragnar Kjartansson frumsýndi nýjasta verk sitt „Der Klang der Offenbarung des Göttlichen“ eða „Kraftbirtingarhljómur guðdómsins“ í hinu fornfræga og sögulega leikhúsi Volksbühne í Berlín. Fjöldi Íslendinga kom sérstaklega til þess að vera viðstaddur frumflutninginn og alþjóðlega listasenan sýndi viðburðinum mikinn áhuga. Titill verksins vísar í kafla í Heimsljósi Halldórs Laxness, en eins og hann gefur til kynna skipar hljóð stóran sess í verkinu. Kjartan Sveinsson semur tónlistina fyrir verkið sem er skrifað fyrir strengjasveit og kór. Davíð Þór Jónsson fer með hljómsveitarstjórn, en það eru sinfóníuhljómsveit Babelsberg og kór sem flytja tónlistina.Fagnaðarlæti Davíð Þór Jónssyni, Kjartani Sveinssyni og Ragnari Kjartanssyni var vel fagnað að sýningu lokinni. Það er óhætt að segja að framsetning verksins sé fremur óhefðbundin þar sem þetta er sviðsverk án leikara, byggt aðeins á leikmynd og tónlist. Upplifunin verður því nokkuð ólík þeirri að fara á leiksýningu eða tónleika. Setið var í hverju sæti þetta opnunarkvöld og eftirvæntingin var mikil. Ef marka má dynjandi lófatak að sýningu lokinni er auðvelt að fullyrða að áhorfendur hafi verið ánægðir með flutninginn og verkið staðið fyllilega undir væntingum.Þína skál Ragnar Kjartansson skálar með áhorfendum að sýningu lokinni. Þríeykið, þeir Ragnar, Kjartan og Davíð Þór, voru mjög ánægðir með móttökurnar, enda var þeim gríðarlega fagnað þegar þeir þökkuðu áhorfendum, hljómsveit, kór og sviðsmyndahönnuði fyrir frammistöðu kvöldsins. Að sýningu lokinni brá Ragnar Kjartansson sér svo í gervi Rassa Prump og tók nokkur lög með félögum sínum, gestum til mikillar skemmtunar.Galleríistarnir Ragnar með galleríistum sínum, Berki Arnarsyni hjá i8 og Roland Augustine hjá Luhring Augustine í New York. Menning Tengdar fréttir „Það gerist ekki neitt í þessu verki“ Ragnar Kjartansson setur upp leikverk án leikara í Berlín. 17. september 2013 07:00 Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Það var margt um manninn þegar listamaðurinn Ragnar Kjartansson frumsýndi nýjasta verk sitt „Der Klang der Offenbarung des Göttlichen“ eða „Kraftbirtingarhljómur guðdómsins“ í hinu fornfræga og sögulega leikhúsi Volksbühne í Berlín. Fjöldi Íslendinga kom sérstaklega til þess að vera viðstaddur frumflutninginn og alþjóðlega listasenan sýndi viðburðinum mikinn áhuga. Titill verksins vísar í kafla í Heimsljósi Halldórs Laxness, en eins og hann gefur til kynna skipar hljóð stóran sess í verkinu. Kjartan Sveinsson semur tónlistina fyrir verkið sem er skrifað fyrir strengjasveit og kór. Davíð Þór Jónsson fer með hljómsveitarstjórn, en það eru sinfóníuhljómsveit Babelsberg og kór sem flytja tónlistina.Fagnaðarlæti Davíð Þór Jónssyni, Kjartani Sveinssyni og Ragnari Kjartanssyni var vel fagnað að sýningu lokinni. Það er óhætt að segja að framsetning verksins sé fremur óhefðbundin þar sem þetta er sviðsverk án leikara, byggt aðeins á leikmynd og tónlist. Upplifunin verður því nokkuð ólík þeirri að fara á leiksýningu eða tónleika. Setið var í hverju sæti þetta opnunarkvöld og eftirvæntingin var mikil. Ef marka má dynjandi lófatak að sýningu lokinni er auðvelt að fullyrða að áhorfendur hafi verið ánægðir með flutninginn og verkið staðið fyllilega undir væntingum.Þína skál Ragnar Kjartansson skálar með áhorfendum að sýningu lokinni. Þríeykið, þeir Ragnar, Kjartan og Davíð Þór, voru mjög ánægðir með móttökurnar, enda var þeim gríðarlega fagnað þegar þeir þökkuðu áhorfendum, hljómsveit, kór og sviðsmyndahönnuði fyrir frammistöðu kvöldsins. Að sýningu lokinni brá Ragnar Kjartansson sér svo í gervi Rassa Prump og tók nokkur lög með félögum sínum, gestum til mikillar skemmtunar.Galleríistarnir Ragnar með galleríistum sínum, Berki Arnarsyni hjá i8 og Roland Augustine hjá Luhring Augustine í New York.
Menning Tengdar fréttir „Það gerist ekki neitt í þessu verki“ Ragnar Kjartansson setur upp leikverk án leikara í Berlín. 17. september 2013 07:00 Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Það gerist ekki neitt í þessu verki“ Ragnar Kjartansson setur upp leikverk án leikara í Berlín. 17. september 2013 07:00