Hvað fæ ég í skerðingar vegna lífeyrissjóðs míns? Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 22. febrúar 2014 06:00 Þann 16. janúar sl. skrifaði Ásta Rut Jónasdóttir, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, grein í Fréttablaðið undir fyrirsögninni. „Hvað fæ ég frá lífeyrissjóðnum mínum“. Þar skrifar hún að stundum heyrist sagt að við fáum „ekkert“ út úr lífeyrissjóðunum og tekur dæmi um sjóðsfélaga með að jafnaði 400 þúsund króna mánaðarlaun yfir starfsævina sem fái um 256 þúsund krónur á mánuði ævilangt eftir 67 ára aldur. Það sem vantar í grein hennar er hvað skerðingar vegna lífeyrissjóðsgreiðslna hjá ríkinu í gegnum Tryggingastofnunina eru fáránlega miklar. Sjóðsfélaginn verður skertur fjárhagslega í svelt og í mínus þegar skerðingarnar ná hæstu hæðum. Það er allt skert hjá TR nema grunnlífeyrir og að fá bara 12% hækkun á heildarbætur örorkulífeyrisins frá Tryggingastofnun ríkisins og Lífeyrissjóði verslunarmana frá 2008-2013 eru gróf svik við veikt fólk. En þeir sem eru með yfir 700 þúsund krónur í laun á mánuði og fá 350 þúsund krónur lífeyrisgreiðslur á mánuði eftir starfslok eða örorku, sleppa við Tryggingastofnun ríkisins og allar skerðingarnar sem láglaunaþeginn verður fyrir. Á sama tíma hækkuðu lágmarkslaun um 54%. Bætur þeirra sem eingöngu fá greitt frá Tryggingastofnun ríkisins hækkuðu um 29%. Þá er einnig lögvarða skylduhækkunin á verðbótum upp á um 35% tekin af lífeyrisþeganum. Þetta er lögbrot og svik ríkisins og verkalýðsfélaga við lífeyrisþega. Það vantar um 100 þúsund krónur upp á löglega hækkun á bætur mínar á mánuði fyrir skatt eða 63 þúsund krónur eftir skatt.Eignaupptaka Bætur almannatrygginga „skuli“ breytast árlega í samræmi við launaþróun, þó þannig að hækkun þeirra sé „aldrei“ minni en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs, sem var 47% á þeim 5 árum sem hér er um rætt. Allt svikið með bráðabirgðaákvæðum og bæturnar skertar til fátæktar. Hvað eru lífeyrissjóðsgreiðslur? Eru þær bætur eða tekjur? Þær eru lögþvingaður lögvarinn sparnaður sem ekki er hægt að ganga að við gjaldþrot. Þess vegna má ekki skerða hann og skerðing á honum ekkert annað en lögbrot. Hvers vegna er honum stolið með skerðingum og það án þess að verkalýðsfélögin stoppi það? Svaraðu því, Ásta Rut, og um lögin á öryrkja hjá VR, lög um að öryrkjar væru annars flokks fólk sem ekki ætti heima í trúnaðarráði VR eða í framboði til stjórnar. Frítekjumark hjá Tryggingastofnun ríkisins er um 110 þúsund á mánuði og gildir ekki um lífeyrissjóðsgreiðslurnar. Hvers vegna ekki ef þær eru tekjur? Skerðingin er um 1,5 milljónir króna á ári hjá TR á lífeyrinum. Bara 12% hækkun á lífeyrinum mínum í stað 47% gerir tap upp á um 750 þúsund krónur á ári og við það getur bæst um 700 þúsund króna tap á húsaleigubótum. Þá skerðir TR orlofsuppbót og jólabónus vegna lífeyrissjóðsgreiðslna. Samtals geta 2 milljóna króna árstekjur eftir skatt frá lífeyrissjóðum orðið að skerðingum upp á rúmlega 3 milljónir króna á ári. Það er ekki í lagi með þetta kerfi og það ber að fara með það fyrir dóm strax, því þetta er ekkert annað en eignaupptaka og brot á stjórnarskránni. Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þann 16. janúar sl. skrifaði Ásta Rut Jónasdóttir, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, grein í Fréttablaðið undir fyrirsögninni. „Hvað fæ ég frá lífeyrissjóðnum mínum“. Þar skrifar hún að stundum heyrist sagt að við fáum „ekkert“ út úr lífeyrissjóðunum og tekur dæmi um sjóðsfélaga með að jafnaði 400 þúsund króna mánaðarlaun yfir starfsævina sem fái um 256 þúsund krónur á mánuði ævilangt eftir 67 ára aldur. Það sem vantar í grein hennar er hvað skerðingar vegna lífeyrissjóðsgreiðslna hjá ríkinu í gegnum Tryggingastofnunina eru fáránlega miklar. Sjóðsfélaginn verður skertur fjárhagslega í svelt og í mínus þegar skerðingarnar ná hæstu hæðum. Það er allt skert hjá TR nema grunnlífeyrir og að fá bara 12% hækkun á heildarbætur örorkulífeyrisins frá Tryggingastofnun ríkisins og Lífeyrissjóði verslunarmana frá 2008-2013 eru gróf svik við veikt fólk. En þeir sem eru með yfir 700 þúsund krónur í laun á mánuði og fá 350 þúsund krónur lífeyrisgreiðslur á mánuði eftir starfslok eða örorku, sleppa við Tryggingastofnun ríkisins og allar skerðingarnar sem láglaunaþeginn verður fyrir. Á sama tíma hækkuðu lágmarkslaun um 54%. Bætur þeirra sem eingöngu fá greitt frá Tryggingastofnun ríkisins hækkuðu um 29%. Þá er einnig lögvarða skylduhækkunin á verðbótum upp á um 35% tekin af lífeyrisþeganum. Þetta er lögbrot og svik ríkisins og verkalýðsfélaga við lífeyrisþega. Það vantar um 100 þúsund krónur upp á löglega hækkun á bætur mínar á mánuði fyrir skatt eða 63 þúsund krónur eftir skatt.Eignaupptaka Bætur almannatrygginga „skuli“ breytast árlega í samræmi við launaþróun, þó þannig að hækkun þeirra sé „aldrei“ minni en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs, sem var 47% á þeim 5 árum sem hér er um rætt. Allt svikið með bráðabirgðaákvæðum og bæturnar skertar til fátæktar. Hvað eru lífeyrissjóðsgreiðslur? Eru þær bætur eða tekjur? Þær eru lögþvingaður lögvarinn sparnaður sem ekki er hægt að ganga að við gjaldþrot. Þess vegna má ekki skerða hann og skerðing á honum ekkert annað en lögbrot. Hvers vegna er honum stolið með skerðingum og það án þess að verkalýðsfélögin stoppi það? Svaraðu því, Ásta Rut, og um lögin á öryrkja hjá VR, lög um að öryrkjar væru annars flokks fólk sem ekki ætti heima í trúnaðarráði VR eða í framboði til stjórnar. Frítekjumark hjá Tryggingastofnun ríkisins er um 110 þúsund á mánuði og gildir ekki um lífeyrissjóðsgreiðslurnar. Hvers vegna ekki ef þær eru tekjur? Skerðingin er um 1,5 milljónir króna á ári hjá TR á lífeyrinum. Bara 12% hækkun á lífeyrinum mínum í stað 47% gerir tap upp á um 750 þúsund krónur á ári og við það getur bæst um 700 þúsund króna tap á húsaleigubótum. Þá skerðir TR orlofsuppbót og jólabónus vegna lífeyrissjóðsgreiðslna. Samtals geta 2 milljóna króna árstekjur eftir skatt frá lífeyrissjóðum orðið að skerðingum upp á rúmlega 3 milljónir króna á ári. Það er ekki í lagi með þetta kerfi og það ber að fara með það fyrir dóm strax, því þetta er ekkert annað en eignaupptaka og brot á stjórnarskránni. Lesendur Vísis geta sent inn greinar á ritstjorn@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar