Dansarar geta samið tónlist með hreyfingu Ólöf Skaftadóttir skrifar 1. mars 2014 10:30 Calamus Automata getur samið tónlist eftir ýmsum leiðum. MYND/Úr einkasafni „Ég er búinn að vera að þróa þetta síðan 1988 þegar ég var í doktorsnámi í Finnlandi,“ segir Kjartan Ólafsson, maðurinn á bak við Calmus Automata, gervigreindarforrit sem semur tónlist í rauntíma. „Forritið getur samið tónlist fyrir hefðbundin og stafræn hljóðfæri,“ útskýrir Kjartan, og bætir við að nú sé hægt að stýra forritinu í gegnum símakerfi, með snjallsímum, og að hann sé að vinna að útfærslu þar sem hægt sé að tengja inn sýndarveruleika, þar með talda tölvuleiki. Þannig geti persónur og umhverfi leiksins haft áhrif á tónlistina í tölvuleikjum. „Persónur í tölvuleik geta til að mynda stýrt og stjórnað tónlistinni og hvernig hún er samin í rauntíma.“ Kjartan er einnig að vinna að útfærslu sem tengir dansara við forritið og í dag verður sýnt stutt sýnishorn á Háskóladeginum í Háskólanum í Reykjavík, en Jón Hallur Haraldsson, nemi í kerfisfræði við skólann, vinnur að þýðingu forritsins inn í sýndarveruleika. „Dansarinn semur tónlistina. Ekki með því að stýra hljóðskrám, heldur fer í gang ferli þar sem hann getur haft áhrif með ákveðnum hreyfingum. Og þannig semur dansarinn tónlist með hreyfingum sínum.“ Dansari á Háskóladeginum verður Védís Kjartansdóttir, sem þá „semur“ tónlistina um leið og hún dansar. Fjölmargar tónsmíðar hafa nú þegar verið samdar með hjálp forritsins, meðal annars víólukonsert frá árinu 2001 sem hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin það ár, en forritið er sem fyrr segir enn í þróun og er hluti af stærra rannsóknarverkefni Kjartans Ólafssonar, prófessors og fagstjóra í tónsmíðum við tónlistardeild Listaháskóla Íslands. Menning Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Fleiri fréttir „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
„Ég er búinn að vera að þróa þetta síðan 1988 þegar ég var í doktorsnámi í Finnlandi,“ segir Kjartan Ólafsson, maðurinn á bak við Calmus Automata, gervigreindarforrit sem semur tónlist í rauntíma. „Forritið getur samið tónlist fyrir hefðbundin og stafræn hljóðfæri,“ útskýrir Kjartan, og bætir við að nú sé hægt að stýra forritinu í gegnum símakerfi, með snjallsímum, og að hann sé að vinna að útfærslu þar sem hægt sé að tengja inn sýndarveruleika, þar með talda tölvuleiki. Þannig geti persónur og umhverfi leiksins haft áhrif á tónlistina í tölvuleikjum. „Persónur í tölvuleik geta til að mynda stýrt og stjórnað tónlistinni og hvernig hún er samin í rauntíma.“ Kjartan er einnig að vinna að útfærslu sem tengir dansara við forritið og í dag verður sýnt stutt sýnishorn á Háskóladeginum í Háskólanum í Reykjavík, en Jón Hallur Haraldsson, nemi í kerfisfræði við skólann, vinnur að þýðingu forritsins inn í sýndarveruleika. „Dansarinn semur tónlistina. Ekki með því að stýra hljóðskrám, heldur fer í gang ferli þar sem hann getur haft áhrif með ákveðnum hreyfingum. Og þannig semur dansarinn tónlist með hreyfingum sínum.“ Dansari á Háskóladeginum verður Védís Kjartansdóttir, sem þá „semur“ tónlistina um leið og hún dansar. Fjölmargar tónsmíðar hafa nú þegar verið samdar með hjálp forritsins, meðal annars víólukonsert frá árinu 2001 sem hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin það ár, en forritið er sem fyrr segir enn í þróun og er hluti af stærra rannsóknarverkefni Kjartans Ólafssonar, prófessors og fagstjóra í tónsmíðum við tónlistardeild Listaháskóla Íslands.
Menning Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Fleiri fréttir „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira