Djúpt snortin yfir viðbrögðunum Ólöf Skaftadóttir skrifar 1. mars 2014 09:00 Tilkynnt var um að Kristín Eysteinsdóttir yrði Borgarleikhússtjóri í gær. Vísir/Stefán „Það var mjög gaman að fá símtalið og ég var djúpt snortin yfir viðbrögðum starfsfólks leikhússins þegar stjórnin tilkynnti að ég fengi stöðuna,“ segir Kristín Eysteinsdóttir leikstjóri, en tilkynnt var í gær að hún myndi taka við af Magnúsi Geir Þórðarsyni sem borgarleikhússtjóri. „Ég er að taka við mjög góðu búi,“ segir Kristín, og segir sig ætla að halda áfram á sömu braut, þó með einhverjum áherslubreytingum. „Næsta leikár hefur þegar verið skipulagt og við komum til með að halda okkur við það að mestu leyti.“ Kristín vill efla íslenska leikritun og opna leikhúsið almenningi í auknum mæli. „Ég ætla að opna anddyrið og hér verður starfrækt kaffihús og bar, þar verður hægt að kaupa handrit og leikhúsbækur. Svo erum við með nýja fræðsludeild sem ég kem einnig til með að efla enn frekar,“ segir Kristín og bætir við að hún vilji setja upp fleiri íslensk, frumsamin verk og styrkja þannig höfundastarfið í leikhúsinu. „Ég mun leggja mesta áherslu á fólkið í leikhúsinu og að búa til gott og faglegt leikhús.“ Á annan tug manna sóttu um stöðu leikhússtjóra Borgarleikhússins en eins og kunnugt er sótti fráfarandi leikhússtjóri, Magnús Geir, um stöðu útvarpsstjóra og fékk á dögunum. Nokkrir umsækjendur óskuðu nafnleyndar, að sögn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur stjórnarformanns Leikfélags Reykjavíkur. Menning Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Það var mjög gaman að fá símtalið og ég var djúpt snortin yfir viðbrögðum starfsfólks leikhússins þegar stjórnin tilkynnti að ég fengi stöðuna,“ segir Kristín Eysteinsdóttir leikstjóri, en tilkynnt var í gær að hún myndi taka við af Magnúsi Geir Þórðarsyni sem borgarleikhússtjóri. „Ég er að taka við mjög góðu búi,“ segir Kristín, og segir sig ætla að halda áfram á sömu braut, þó með einhverjum áherslubreytingum. „Næsta leikár hefur þegar verið skipulagt og við komum til með að halda okkur við það að mestu leyti.“ Kristín vill efla íslenska leikritun og opna leikhúsið almenningi í auknum mæli. „Ég ætla að opna anddyrið og hér verður starfrækt kaffihús og bar, þar verður hægt að kaupa handrit og leikhúsbækur. Svo erum við með nýja fræðsludeild sem ég kem einnig til með að efla enn frekar,“ segir Kristín og bætir við að hún vilji setja upp fleiri íslensk, frumsamin verk og styrkja þannig höfundastarfið í leikhúsinu. „Ég mun leggja mesta áherslu á fólkið í leikhúsinu og að búa til gott og faglegt leikhús.“ Á annan tug manna sóttu um stöðu leikhússtjóra Borgarleikhússins en eins og kunnugt er sótti fráfarandi leikhússtjóri, Magnús Geir, um stöðu útvarpsstjóra og fékk á dögunum. Nokkrir umsækjendur óskuðu nafnleyndar, að sögn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur stjórnarformanns Leikfélags Reykjavíkur.
Menning Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira