Ekki farin að finna fyrir neinu stressi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. mars 2014 06:00 í beinni frá Colorado. Erna og Jóhann Þór ræða við blaðamenn í gegnum Skype í vikunni. Sveinn Áki Lúðvíksson, formaður ÍF, fylgist með. fréttablaðið/daníel Senn fer ströngum undirbúningi Ernu Friðriksdóttur og Jóhanns Þórs Hólmgrímssonar fyrir Vetrarólympíumót fatlaðra í Sotsjí að ljúka en mótið verður sett á föstudaginn. Bæði hafa dvalið við æfingar við bestu mögulegu aðstæður í Colorado í Bandaríkjunum síðan í október, ef frá er talið stutt jólafrí hér á landi. „Þetta er enn óraunverulegt fyrir mér og því er ég ekki farinn að finna fyrir neinu stressi enn sem komið er,“ sagði Jóhann Þór í gegnum Skype-samskiptaforritið á blaðamannafundi sem haldinn var í vikunni. Erna, sem varð fyrst Íslendinga til að vinna sér þátttökurétt á Vetrarólympíumóti fatlaðra fyrir fjórum árum, tók í svipaðan streng. „Við erum búin að vera í það stífum æfingum að ég held að þetta muni ekki hellast yfir mann fyrr en við komum til Rússlands,“ sagði hún. Bæði keppa í alpagreinum – svigi og stórsvigi á svokölluðum setskíðum. Bæði eru í fötlunarflokki LW12 en Erna og Jóhann Þór eru með klofinn hrygg. Erna, sem er 26 ára og frá Egilsstöðum, var dæmd úr leik í báðum greinum sínum í Vancouver fyrir fjórum árum en mætir nú til leiks dýrmætri reynslu ríkari. „Okkur finnst hún hafa náð miklum árangri í vetur, sérstaklega í sviginu,“ sagði Kurt Smitz, annar bandarískra þjálfara þeirra. Hinn þjálfarinn, Starlene Kuhns, tók undir það en sagði Jóhann, sem er tvítugur Akureyringur, fara í mótið með það í huga að búa sig undir næsta Ólympíumót, sem fer fram árið 2018. Erna og Jóhann Þór segja bæði mikilvægt að fara með því hugarfari að gera einfaldlega sitt besta. „Ég ætla fyrst og fremst að hugsa um æfingarnar okkar því ég veit að undirbúningurinn hefur verið eins góður og kostur er,“ sagði Erna. „Ég ætla því að gera eins vel og ég get.“ Jóhann ætlar ekki að setja pressu á sjálfan sig. „Ég ætla að gera mitt besta og njóta augnabliksins. Þá verð ég ánægður.“ Íslandi bauðst fyrst þátttaka á Vetrarólympíumóti fatlaðra árið 1994 en fyrsta slíka mótið var haldið í Svíþjóð árið 1976. Síðan þá hefur það stækkað ört en í ár er von á 650 keppendum, sem er fjölgun frá mótinu í Vancouver þar sem 500 íþróttamenn tóku þátt. Jóhann Þór keppir í sínum greinum dagana 13. og 15. mars en Erna keppir 14. og 16. mars. Bein útsending verður frá mótinu á vefsíðunni paralympicsport.tv. Innlendar Mest lesið Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Sjá meira
Senn fer ströngum undirbúningi Ernu Friðriksdóttur og Jóhanns Þórs Hólmgrímssonar fyrir Vetrarólympíumót fatlaðra í Sotsjí að ljúka en mótið verður sett á föstudaginn. Bæði hafa dvalið við æfingar við bestu mögulegu aðstæður í Colorado í Bandaríkjunum síðan í október, ef frá er talið stutt jólafrí hér á landi. „Þetta er enn óraunverulegt fyrir mér og því er ég ekki farinn að finna fyrir neinu stressi enn sem komið er,“ sagði Jóhann Þór í gegnum Skype-samskiptaforritið á blaðamannafundi sem haldinn var í vikunni. Erna, sem varð fyrst Íslendinga til að vinna sér þátttökurétt á Vetrarólympíumóti fatlaðra fyrir fjórum árum, tók í svipaðan streng. „Við erum búin að vera í það stífum æfingum að ég held að þetta muni ekki hellast yfir mann fyrr en við komum til Rússlands,“ sagði hún. Bæði keppa í alpagreinum – svigi og stórsvigi á svokölluðum setskíðum. Bæði eru í fötlunarflokki LW12 en Erna og Jóhann Þór eru með klofinn hrygg. Erna, sem er 26 ára og frá Egilsstöðum, var dæmd úr leik í báðum greinum sínum í Vancouver fyrir fjórum árum en mætir nú til leiks dýrmætri reynslu ríkari. „Okkur finnst hún hafa náð miklum árangri í vetur, sérstaklega í sviginu,“ sagði Kurt Smitz, annar bandarískra þjálfara þeirra. Hinn þjálfarinn, Starlene Kuhns, tók undir það en sagði Jóhann, sem er tvítugur Akureyringur, fara í mótið með það í huga að búa sig undir næsta Ólympíumót, sem fer fram árið 2018. Erna og Jóhann Þór segja bæði mikilvægt að fara með því hugarfari að gera einfaldlega sitt besta. „Ég ætla fyrst og fremst að hugsa um æfingarnar okkar því ég veit að undirbúningurinn hefur verið eins góður og kostur er,“ sagði Erna. „Ég ætla því að gera eins vel og ég get.“ Jóhann ætlar ekki að setja pressu á sjálfan sig. „Ég ætla að gera mitt besta og njóta augnabliksins. Þá verð ég ánægður.“ Íslandi bauðst fyrst þátttaka á Vetrarólympíumóti fatlaðra árið 1994 en fyrsta slíka mótið var haldið í Svíþjóð árið 1976. Síðan þá hefur það stækkað ört en í ár er von á 650 keppendum, sem er fjölgun frá mótinu í Vancouver þar sem 500 íþróttamenn tóku þátt. Jóhann Þór keppir í sínum greinum dagana 13. og 15. mars en Erna keppir 14. og 16. mars. Bein útsending verður frá mótinu á vefsíðunni paralympicsport.tv.
Innlendar Mest lesið Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Sjá meira