Nú er komið nóg! Ungt fólk skrifar 1. mars 2014 06:00 Við erum kynslóðin sem ólst upp í hinu svokallaða góðæri. Kynslóðin sem þekkti ekki annað en ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, meirihlutaræði og staðnað valdakerfi Davíðs Oddssonar, kvótakerfi og bankakerfi einkavætt fyrir einkavini, Kárahnjúkavirkjun, þjóðrembu útrásarinnar, spaðagosa á sviði með 50 Cent og trúna á Ísland – Best í heimi/Stórasta landið í heimi! Samfélagið sem flaug stjórnlaust áfram og þoldi ekki gagnrýni. Samfélagið sem hrundi yfir okkur í framhaldsskóla. Þá urðu sko allir brjálaðir; búsáhaldabyltu Austurvelli dögum og vikum saman, tugþúsundir Íslendinga. Við vildum stjórnarslit og kosningar; nýjan og faglegan Seðlabanka, Fjármálaeftirlit, fjölmiðla og háskóla. Alþingi. Nýja stjórnarskrá og betri stjórnsýslu, sjálfbæra stjórnarhætti í sátt við umhverfið. Upplýstari og faglegri umræðu með lýðræðislegri og málefnalegri vinnubrögðum. Samráð, virðingu og auðmýkt. Svo gerðist eitthvað Icesave og verðtrygging og skjaldborg og allir gleymdu. Framsókn lofaði fólki lægri skuldum, Sjálfstæðisflokkurinn lægri sköttum og flokkarnir sem leiddu þjóðfélag æsku okkar til hruns komust aftur til valda eins og hendi væri veifað. Endurreisn eftirhrunsáranna var hratt og örugglega leyst upp svo að gamla Ísland stæði bert eftir. Nýrri stjórnarskrá, með lýðræðisumbótum, gegnsæi og ábyrgð, var hent í ruslið. Þjórsá varð dollaramerki. 120 milljarðar í íslenskan ríkisáburð.Hvergi auðmýkt og virðing Útgerð, auðmenn og ferðaþjónusta fengu grið vegna þess að þau áttu svo bágt, á meðan háskólarnir, ríkisútvarpið, heilbrigðiskerfið og fátækt fólk í fátækum löndum fékk að finna fyrir niðurskurðarhnífnum. Áhættufjárfestir varð formaður FME á meðan fyrrverandi formaður, sem rannsóknarskýrslan taldi verulega ábyrgan að vanrækslu í því starfi, varð formaður flokkspólitískrar stjórnar LÍN – sem drullaði yfir námsmenn í kjölfarið. Stjórn RÚV varð líka flokkspólitísk, 60 starfsmönnum var sagt upp og útvarpsstjórinn hrökklaðist úr starfi eftir að ríkisfjölmiðillinn leyfði sér gagnrýna umfjöllun. Gagnrýnin umfjöllun í fræðasamfélaginu, sem svo sárlega vantaði á uppeldisárum okkar, hlaut hótanir um brottrekstur og opinber uppnefni ráðamanna að launum. Sjálfstæður seðlankastjóri var með „undarlega forgangsröðun“ þegar hann lagði mat á stefnu stjórnarinnar, svo nauðsynlegt þurfti að auglýsa stöðu hans lausa og skapa „svigrúm“ til að breyta þeirri nýtilkomnu meginreglu að skipa seðlabankastjóra faglega. Auðmýkt og virðingu er hvergi að finna.Aldrei aftur Formaður fjárlaganefndar ögrar og hótar gagnrýnendum sínum, tvíeflist þegar hún finnur að hún gerir eitthvað sem öðrum misbýður og heldur ótrauð áfram að „rúst'essu“. Forsætisráðherra rústar þessu líka. Drullar yfir alla sem voga sér gagnrýni, ræðst að persónum, svarar spurningum með útúrsnúningi og skætingi, hæðist að fjölmiðlamönnum og fræðimönnum, gerir lítið úr rökfærni viðmælenda sinna á sama tíma og hann gerist sjálfur sekur um hroka, yfirgang og rökleysur sem eiga sér vart hliðstæðu, nema ef vera skyldi í kónginum gamla – sem nú ritstýrir einum stærsta fjölmiðli landsins, með reglubundnum árásum á endurreisnina. Útlendingar eru aftur orðnir skammstafanir sem þarfnast endurmenntunar og Ísland bezt í heimi. Og nú ætla báðir stjórnarflokkarnir að svíkja skýr kosningaloforð blákalt með því að slíta viðræðum við ESB. Með því að koma í veg fyrir að umræða um eitt stærsta deilumál þjóðarinnar geti orðið upplýst, í veg fyrir að þjóðin fái sitt að segja um eigin framtíð. Með því að gefa skít í þá lýðræðishugsun sem glitti í upp úr hruni. Með því ætla þeir að reka síðasta naglann í líkkistu umbóta eftir hrun. Sturta nýja Íslandi niður klósettið. Endurvekja samfélag góðærisins, svo næstu kynslóðir verði undir hruni hins nýja loftkastala gömlu valdaklíkunnar. Það er á okkar allra ábyrgð að koma í veg fyrir það. Mætum á Austurvöll í dag með búsáhöld og von í brjósti. Og aftur og aftur, þangað til þeir fara. Svo samfélag æsku okkar snúi aldrei aftur.Viktor Orri Valgarðsson stjórnmálafræðingurStefán Rafn Sigurbjörnsson, formaður Ungra jafnaðarmannaInga Auðbjörg Kristjánsdóttir, varaformaður Ungra jafnaðarmannaGísli Garðarsson, talsmaður Ungra vinstri grænna í utanríkismálumUna Hildardóttir, alþjóðaritari Ungra vinstri grænnaArnaldur Sigurðarson, formaður Ungra pírataÁsta Helgadóttir, varaþingmaður PírataUnnsteinn Jóhannsson, fulltrúi Bjartrar framtíðarFreyja Steingrímsdóttir, alþjóðafulltrúi Ungra EvrópusinnaSema Erla Serdar, fyrrv. formaður Ungra EvrópusinnaÓlafur Heiðar Helgason hagfræðinemiOddur Ævar Gunnarsson stjórnmálafræðinemiGarðar Þór Þorkelsson kvikmyndafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Una Hildardóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Sjá meira
Við erum kynslóðin sem ólst upp í hinu svokallaða góðæri. Kynslóðin sem þekkti ekki annað en ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, meirihlutaræði og staðnað valdakerfi Davíðs Oddssonar, kvótakerfi og bankakerfi einkavætt fyrir einkavini, Kárahnjúkavirkjun, þjóðrembu útrásarinnar, spaðagosa á sviði með 50 Cent og trúna á Ísland – Best í heimi/Stórasta landið í heimi! Samfélagið sem flaug stjórnlaust áfram og þoldi ekki gagnrýni. Samfélagið sem hrundi yfir okkur í framhaldsskóla. Þá urðu sko allir brjálaðir; búsáhaldabyltu Austurvelli dögum og vikum saman, tugþúsundir Íslendinga. Við vildum stjórnarslit og kosningar; nýjan og faglegan Seðlabanka, Fjármálaeftirlit, fjölmiðla og háskóla. Alþingi. Nýja stjórnarskrá og betri stjórnsýslu, sjálfbæra stjórnarhætti í sátt við umhverfið. Upplýstari og faglegri umræðu með lýðræðislegri og málefnalegri vinnubrögðum. Samráð, virðingu og auðmýkt. Svo gerðist eitthvað Icesave og verðtrygging og skjaldborg og allir gleymdu. Framsókn lofaði fólki lægri skuldum, Sjálfstæðisflokkurinn lægri sköttum og flokkarnir sem leiddu þjóðfélag æsku okkar til hruns komust aftur til valda eins og hendi væri veifað. Endurreisn eftirhrunsáranna var hratt og örugglega leyst upp svo að gamla Ísland stæði bert eftir. Nýrri stjórnarskrá, með lýðræðisumbótum, gegnsæi og ábyrgð, var hent í ruslið. Þjórsá varð dollaramerki. 120 milljarðar í íslenskan ríkisáburð.Hvergi auðmýkt og virðing Útgerð, auðmenn og ferðaþjónusta fengu grið vegna þess að þau áttu svo bágt, á meðan háskólarnir, ríkisútvarpið, heilbrigðiskerfið og fátækt fólk í fátækum löndum fékk að finna fyrir niðurskurðarhnífnum. Áhættufjárfestir varð formaður FME á meðan fyrrverandi formaður, sem rannsóknarskýrslan taldi verulega ábyrgan að vanrækslu í því starfi, varð formaður flokkspólitískrar stjórnar LÍN – sem drullaði yfir námsmenn í kjölfarið. Stjórn RÚV varð líka flokkspólitísk, 60 starfsmönnum var sagt upp og útvarpsstjórinn hrökklaðist úr starfi eftir að ríkisfjölmiðillinn leyfði sér gagnrýna umfjöllun. Gagnrýnin umfjöllun í fræðasamfélaginu, sem svo sárlega vantaði á uppeldisárum okkar, hlaut hótanir um brottrekstur og opinber uppnefni ráðamanna að launum. Sjálfstæður seðlankastjóri var með „undarlega forgangsröðun“ þegar hann lagði mat á stefnu stjórnarinnar, svo nauðsynlegt þurfti að auglýsa stöðu hans lausa og skapa „svigrúm“ til að breyta þeirri nýtilkomnu meginreglu að skipa seðlabankastjóra faglega. Auðmýkt og virðingu er hvergi að finna.Aldrei aftur Formaður fjárlaganefndar ögrar og hótar gagnrýnendum sínum, tvíeflist þegar hún finnur að hún gerir eitthvað sem öðrum misbýður og heldur ótrauð áfram að „rúst'essu“. Forsætisráðherra rústar þessu líka. Drullar yfir alla sem voga sér gagnrýni, ræðst að persónum, svarar spurningum með útúrsnúningi og skætingi, hæðist að fjölmiðlamönnum og fræðimönnum, gerir lítið úr rökfærni viðmælenda sinna á sama tíma og hann gerist sjálfur sekur um hroka, yfirgang og rökleysur sem eiga sér vart hliðstæðu, nema ef vera skyldi í kónginum gamla – sem nú ritstýrir einum stærsta fjölmiðli landsins, með reglubundnum árásum á endurreisnina. Útlendingar eru aftur orðnir skammstafanir sem þarfnast endurmenntunar og Ísland bezt í heimi. Og nú ætla báðir stjórnarflokkarnir að svíkja skýr kosningaloforð blákalt með því að slíta viðræðum við ESB. Með því að koma í veg fyrir að umræða um eitt stærsta deilumál þjóðarinnar geti orðið upplýst, í veg fyrir að þjóðin fái sitt að segja um eigin framtíð. Með því að gefa skít í þá lýðræðishugsun sem glitti í upp úr hruni. Með því ætla þeir að reka síðasta naglann í líkkistu umbóta eftir hrun. Sturta nýja Íslandi niður klósettið. Endurvekja samfélag góðærisins, svo næstu kynslóðir verði undir hruni hins nýja loftkastala gömlu valdaklíkunnar. Það er á okkar allra ábyrgð að koma í veg fyrir það. Mætum á Austurvöll í dag með búsáhöld og von í brjósti. Og aftur og aftur, þangað til þeir fara. Svo samfélag æsku okkar snúi aldrei aftur.Viktor Orri Valgarðsson stjórnmálafræðingurStefán Rafn Sigurbjörnsson, formaður Ungra jafnaðarmannaInga Auðbjörg Kristjánsdóttir, varaformaður Ungra jafnaðarmannaGísli Garðarsson, talsmaður Ungra vinstri grænna í utanríkismálumUna Hildardóttir, alþjóðaritari Ungra vinstri grænnaArnaldur Sigurðarson, formaður Ungra pírataÁsta Helgadóttir, varaþingmaður PírataUnnsteinn Jóhannsson, fulltrúi Bjartrar framtíðarFreyja Steingrímsdóttir, alþjóðafulltrúi Ungra EvrópusinnaSema Erla Serdar, fyrrv. formaður Ungra EvrópusinnaÓlafur Heiðar Helgason hagfræðinemiOddur Ævar Gunnarsson stjórnmálafræðinemiGarðar Þór Þorkelsson kvikmyndafræðingur
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun