Tvær þrennur hjá tveimur mönnum í sömu sögulegu vikunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2014 08:00 Emil Barja og Pavel Ermolinskij. Vísir/Stefán Tveir íslenskir körfuboltamenn hafa verið í miklum ham að undanförnu og hafa um leið gert áhlaup á metabækurnar í einvígi sínu um hvor verði þrennukóngurinn í Dominos-deild karla í körfu. Emil Barja setti nýtt íslenskt met á fimmtudagskvöldið þegar hann náði þrennu í sigri í Keflavík en kvöldið eftir bætti Pavel Ermolinskij bæði íslenska metið hans Emils sem og met Brentons Birmingham. Það liðu sex dagar á milli þrenna Emils (á móti Njarðvík og Keflavík) en aðeins fjórir dagar á milli þrenna Pavels (á móti Keflavík og Þór úr Þorlákshöfn). Fyrir þessa miklu þrennuviku í íslenska körfuboltanum hafði aðeins einn leikmaður náð tveimur þrennum í hús á einni viku. Met Brentons Birmingham var orðið rúmlega fjórtán ára gamalt en hann var með þrennur með fimm daga millibili sem leikmaður Grindavíkur í desember 1999. Brenton var þá ekki kominn með íslenskt ríkisfang. Pavel Ermolinskij lét ekki þar við sitja heldur varð um leið fyrsti leikmaðurinn í úrvalsdeild karla til að landa sex þrennum á einu og sama tímabilinu. Hann átti gamla metið sjálfur þegar hann var með fimm þrennur tímabilið 2010-11. Pavel er kominn með yfirburðaforystu í þrennum í sögu úrvalsdeildar karla en þær eru núna orðnar fjórtán hjá honum í deildarleikjum. Emil kom upp með Haukum síðasta vor og hefur verið að gera frábæra hluti með nýliðunum úr Hafnarfirðinum. Pavel snéri aftur í KR eftir tvö tímabil í atvinnumennsku í Svíþjóð og er þegar búinn að gera betur hvað varðar þrennur en á hinu magnaða tímabili sínu 2010-11. Emil og Pavel eru tvö mjög góð dæmi um frábæra leiðtoga í sínum liðum sem bera lið sín uppi án þess að þurfa að skora mikið. Dominos-deild karla Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira
Tveir íslenskir körfuboltamenn hafa verið í miklum ham að undanförnu og hafa um leið gert áhlaup á metabækurnar í einvígi sínu um hvor verði þrennukóngurinn í Dominos-deild karla í körfu. Emil Barja setti nýtt íslenskt met á fimmtudagskvöldið þegar hann náði þrennu í sigri í Keflavík en kvöldið eftir bætti Pavel Ermolinskij bæði íslenska metið hans Emils sem og met Brentons Birmingham. Það liðu sex dagar á milli þrenna Emils (á móti Njarðvík og Keflavík) en aðeins fjórir dagar á milli þrenna Pavels (á móti Keflavík og Þór úr Þorlákshöfn). Fyrir þessa miklu þrennuviku í íslenska körfuboltanum hafði aðeins einn leikmaður náð tveimur þrennum í hús á einni viku. Met Brentons Birmingham var orðið rúmlega fjórtán ára gamalt en hann var með þrennur með fimm daga millibili sem leikmaður Grindavíkur í desember 1999. Brenton var þá ekki kominn með íslenskt ríkisfang. Pavel Ermolinskij lét ekki þar við sitja heldur varð um leið fyrsti leikmaðurinn í úrvalsdeild karla til að landa sex þrennum á einu og sama tímabilinu. Hann átti gamla metið sjálfur þegar hann var með fimm þrennur tímabilið 2010-11. Pavel er kominn með yfirburðaforystu í þrennum í sögu úrvalsdeildar karla en þær eru núna orðnar fjórtán hjá honum í deildarleikjum. Emil kom upp með Haukum síðasta vor og hefur verið að gera frábæra hluti með nýliðunum úr Hafnarfirðinum. Pavel snéri aftur í KR eftir tvö tímabil í atvinnumennsku í Svíþjóð og er þegar búinn að gera betur hvað varðar þrennur en á hinu magnaða tímabili sínu 2010-11. Emil og Pavel eru tvö mjög góð dæmi um frábæra leiðtoga í sínum liðum sem bera lið sín uppi án þess að þurfa að skora mikið.
Dominos-deild karla Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira