Handbolti

Einar býst við að Alexander spili gegn Austurríki

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Alexander Petersson.
Alexander Petersson. Vísir/Getty
Heilsa íslenska landsliðsmannsins Alexanders Petersson er betri og hann sagði við þýska fjölmiðla í síðustu viku að hann kenndi sér einskis meins í öxlinni en það væri stöðug vinna að halda henni við.

Alexander gat ekki spilað með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í Danmörku í byrjun ársins.

Hann hitti lækna og sjúkraþjálfara íslenska landsliðsins á dögunum og fékk í kjölfarið leiðbeiningar með breyttum æfingum sem eiga að hjálpa honum.

„Ég býst allt eins við því að hann spili með landsliðinu gegn Austurríki í byrjun næsta mánaðar,“ segir Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ.

„Það hefur orðið mikill bati eftir að hann kom heim og fór að vinna með okkar fólki. Mér sýnist að þetta sé farið að ganga betur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×