Klæða sig í takt við tíðarandann Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. mars 2014 13:00 Kvennakór Kópavogs kann að bregða á leik bæði á sviðinu og utan þess. Söngkonurnar í Kvennakór Kópavogs halda tvenna tónleika í Hörpu á laugardaginn í takt við hækkandi sól. Þá fyrri klukkan 16 og þá síðari klukkan 20. Þar syngja þær gamlar og góðar dægurperlur enda hafa þær skírt dagskrána Perlur og pilsaþytur. Efnisskrá tónleikanna spannar tímabilið frá kreppuárum og vel fram yfir seinna stríð. Þar eru lög eins og Papermoon, Dream a little dream og Sugartime og einnig verður syrpa með lögum frá sjöunda áratug síðustu aldar. Kórkonur ætla að klæðast samkvæmt tíðaranda efnisskrárinnar og hárgreiðslan verður í stíl. Það verður því líf í tuskunum og sjónarspil í Kaldalóni ásamt ljúfum tónum. Stjórnandi kvennakórs Kópavogs er Gróa Hreinsdóttir og undirleikarar á tónleikunum nú eru Árni Heiðar Karlsson á píanó og Birgir Bragason á bassa. Kvennakór Kópavogs er á 12. starfsári sínu. Hann hefur tekið virkan þátt í menningarlífi Kópavogs og ber þar hæst að undanfarin fimm ár hefur hann stutt mæðrastyrksnefndina þar bæði með fatasöfnun og tónleikahaldi. Hjá kórnum hefur líka skapast sú hefð að syngja á aðventumarkaði Ljóssins, endurhæfingar-og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda. Í maí mun kórinn fjölmenna á landsmót kvennakóra sem verður haldið á Akureyri í ár. Menning Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Söngkonurnar í Kvennakór Kópavogs halda tvenna tónleika í Hörpu á laugardaginn í takt við hækkandi sól. Þá fyrri klukkan 16 og þá síðari klukkan 20. Þar syngja þær gamlar og góðar dægurperlur enda hafa þær skírt dagskrána Perlur og pilsaþytur. Efnisskrá tónleikanna spannar tímabilið frá kreppuárum og vel fram yfir seinna stríð. Þar eru lög eins og Papermoon, Dream a little dream og Sugartime og einnig verður syrpa með lögum frá sjöunda áratug síðustu aldar. Kórkonur ætla að klæðast samkvæmt tíðaranda efnisskrárinnar og hárgreiðslan verður í stíl. Það verður því líf í tuskunum og sjónarspil í Kaldalóni ásamt ljúfum tónum. Stjórnandi kvennakórs Kópavogs er Gróa Hreinsdóttir og undirleikarar á tónleikunum nú eru Árni Heiðar Karlsson á píanó og Birgir Bragason á bassa. Kvennakór Kópavogs er á 12. starfsári sínu. Hann hefur tekið virkan þátt í menningarlífi Kópavogs og ber þar hæst að undanfarin fimm ár hefur hann stutt mæðrastyrksnefndina þar bæði með fatasöfnun og tónleikahaldi. Hjá kórnum hefur líka skapast sú hefð að syngja á aðventumarkaði Ljóssins, endurhæfingar-og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda. Í maí mun kórinn fjölmenna á landsmót kvennakóra sem verður haldið á Akureyri í ár.
Menning Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira