Segir alþjóðasamfélagið getulaust Freyr Bjarnason skrifar 17. mars 2014 07:00 Suðurkóreskir stúdentar á kertaljósaathöfn sem var haldin til að krefjast þess að börn í Sýrlandi fái aukna aðstoð. Mynd/AP Þrjú ár eru liðin síðan átökin á Sýrlandi hófust. Af því tilefni sagði Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í yfirlýsingu að um væri að ræða stærsta mannúðar-, friðar- og öryggisvandamál heimsins. Ban Ki-moon sagðist ósáttur við getuleysi alþjóðasamfélagsins til að leysa deiluna og hvatti Bandaríkjamenn og Rússa sérstaklega til að setja aukinn kraft í friðarviðræðurnar en báðar þjóðirnar hafa staðið í deilum vegna ástandsins í Úkraínu. Átökin í Sýrlandi eiga rætur sínar að rekja til mótmæla sem spruttu upp í borginni Deraa í suðurhluta Sýrlands eftir að hópur unglinga var handtekinn og pyntaður fyrir að hafa málað uppreisnarslagorð á skólavegg. Þegar öryggissveitir stjórnvalda hófu skothríð á mótmælendurna og drápu þó nokkra urðu mótmælin umfangsmeiri og áður en langt um leið var þess krafist víða um land að forsetinn, Bashar al-Assad, segði af sér. Ákvörðun stjórnvalda um að beita enn meira herafli til að stöðva mótmælin höfðu öfug áhrif. Í júlí 2011 tóku hundruð þúsunda manna þátt í mótmælum víðs vegar um landið. Mótmælendurnir hófu að grípa til vopna. Borgarastyrjöld braust út og árið 2012 náðu átökin til höfuðborgarinnar Damaskus og Aleppo. Talið er að um 140 þúsund hafi fallið í átökunum, þar af fjöldi óbreyttra borgara. Ein af ástæðunum fyrir því að átökin hafa haldið áfram án þess að samningar hafi náðst er sú að mótmælendurnir eru langt í frá samstiga um hvaða stefnu skuli taka, þó svo að allir séu þeir sammála um að forsetinn Assad verði að víkja. Samninganefnd hefur verið mynduð til að ná athygli alþjóðasamfélagins en hún hefur ekki sýnt nægan styrk vegna innri átaka og lítils stuðnings frá grasrótarhreyfingum og uppreisnarsinnum, að því er kom fram í frétt BBC. Vopnaðir uppreisnarsinnar hafa myndað hinar ýmsu hreyfingar og talið er að allt að eitt þúsund mismunandi hópar séu núna að störfum með um eitt hundrað þúsund bardagamenn innan sinna raða. Hófsamir mótmælendur eru mun færri en harðlínu-íslamistar og hópar sem tengjast al-Kaída-samtökunum sem hafa beitt grimmilegum aðferðum í baráttu sinni. Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur rannsakað meint brot á alþjóðlegum mannréttindalögum frá því átökin hófust. Sönnunargögn sýna að bæði stjórnvöld og mótmælendur hafa framið stríðsglæpi, þar á meðal stundað pyntingar, gíslatökur, fjöldamorð og aftökur án dóms og laga á þessum þremur árum. Grófasta dæmið um fjöldamorð átti sér stað í ágúst í fyrra þegar eldflaugum með sarín-taugagasi var skotið að mótmælendum í Damaskus með þeim afleiðingum að á bilinu 300 til 1.430 manns fórust. Stjórnvöld voru sökuð um árásina en Assad kenndi uppreisnarmönnum um hana. Síðasta vor hófu Bandaríkjamenn og Rússar undirbúning ráðstefnu vegna ástandsins þar sem samþykkja átti tilllögu um að ný ríkisstjórn yrði sett á laggirnar í Sýrlandi. Viðræðurnar hófust ekki fyrr en í janúar síðastliðnum og var þeim slitið í febrúar. Fulltrúi Sameinuðu þjóðanna, Lakhdar Brahimi, sagði að sýrlensk stjórnvöld hefðu neitað að taka til greina kröfur mótmælenda, sem þau lýstu sem hryðjuverkamönnum. 22 milljónir Rúmar 22 milljónir manna búa í Sýrlandi sem á landamæri að Líbanon, Tyrklandi, Írak, Jórdaníu og Ísrael. Margir mismunandi trúarhópar og mörg þjóðarbrot búa í landinu en þrír fjórðu hlutar Sýrlendinga eru súnní-múslimar. Fréttaskýringar Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Þrjú ár eru liðin síðan átökin á Sýrlandi hófust. Af því tilefni sagði Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í yfirlýsingu að um væri að ræða stærsta mannúðar-, friðar- og öryggisvandamál heimsins. Ban Ki-moon sagðist ósáttur við getuleysi alþjóðasamfélagsins til að leysa deiluna og hvatti Bandaríkjamenn og Rússa sérstaklega til að setja aukinn kraft í friðarviðræðurnar en báðar þjóðirnar hafa staðið í deilum vegna ástandsins í Úkraínu. Átökin í Sýrlandi eiga rætur sínar að rekja til mótmæla sem spruttu upp í borginni Deraa í suðurhluta Sýrlands eftir að hópur unglinga var handtekinn og pyntaður fyrir að hafa málað uppreisnarslagorð á skólavegg. Þegar öryggissveitir stjórnvalda hófu skothríð á mótmælendurna og drápu þó nokkra urðu mótmælin umfangsmeiri og áður en langt um leið var þess krafist víða um land að forsetinn, Bashar al-Assad, segði af sér. Ákvörðun stjórnvalda um að beita enn meira herafli til að stöðva mótmælin höfðu öfug áhrif. Í júlí 2011 tóku hundruð þúsunda manna þátt í mótmælum víðs vegar um landið. Mótmælendurnir hófu að grípa til vopna. Borgarastyrjöld braust út og árið 2012 náðu átökin til höfuðborgarinnar Damaskus og Aleppo. Talið er að um 140 þúsund hafi fallið í átökunum, þar af fjöldi óbreyttra borgara. Ein af ástæðunum fyrir því að átökin hafa haldið áfram án þess að samningar hafi náðst er sú að mótmælendurnir eru langt í frá samstiga um hvaða stefnu skuli taka, þó svo að allir séu þeir sammála um að forsetinn Assad verði að víkja. Samninganefnd hefur verið mynduð til að ná athygli alþjóðasamfélagins en hún hefur ekki sýnt nægan styrk vegna innri átaka og lítils stuðnings frá grasrótarhreyfingum og uppreisnarsinnum, að því er kom fram í frétt BBC. Vopnaðir uppreisnarsinnar hafa myndað hinar ýmsu hreyfingar og talið er að allt að eitt þúsund mismunandi hópar séu núna að störfum með um eitt hundrað þúsund bardagamenn innan sinna raða. Hófsamir mótmælendur eru mun færri en harðlínu-íslamistar og hópar sem tengjast al-Kaída-samtökunum sem hafa beitt grimmilegum aðferðum í baráttu sinni. Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur rannsakað meint brot á alþjóðlegum mannréttindalögum frá því átökin hófust. Sönnunargögn sýna að bæði stjórnvöld og mótmælendur hafa framið stríðsglæpi, þar á meðal stundað pyntingar, gíslatökur, fjöldamorð og aftökur án dóms og laga á þessum þremur árum. Grófasta dæmið um fjöldamorð átti sér stað í ágúst í fyrra þegar eldflaugum með sarín-taugagasi var skotið að mótmælendum í Damaskus með þeim afleiðingum að á bilinu 300 til 1.430 manns fórust. Stjórnvöld voru sökuð um árásina en Assad kenndi uppreisnarmönnum um hana. Síðasta vor hófu Bandaríkjamenn og Rússar undirbúning ráðstefnu vegna ástandsins þar sem samþykkja átti tilllögu um að ný ríkisstjórn yrði sett á laggirnar í Sýrlandi. Viðræðurnar hófust ekki fyrr en í janúar síðastliðnum og var þeim slitið í febrúar. Fulltrúi Sameinuðu þjóðanna, Lakhdar Brahimi, sagði að sýrlensk stjórnvöld hefðu neitað að taka til greina kröfur mótmælenda, sem þau lýstu sem hryðjuverkamönnum. 22 milljónir Rúmar 22 milljónir manna búa í Sýrlandi sem á landamæri að Líbanon, Tyrklandi, Írak, Jórdaníu og Ísrael. Margir mismunandi trúarhópar og mörg þjóðarbrot búa í landinu en þrír fjórðu hlutar Sýrlendinga eru súnní-múslimar.
Fréttaskýringar Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira