Eignarnám hér en ekki þar Ögmundur Jónasson skrifar 18. mars 2014 00:00 Það var engan bilbug að finna á Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðarráðherra þegar hún mætti í sjónvarpsþátt á dögunum til að réttlæta eignarnám á landi undir rafmagnslínu á Suðurnesjum. Hún tók það sérstaklega fram að þótt eigendur færu í mál myndi það ekki „fresta réttaráhrifum“, sem á mannamáli þýðir að hvað sem öllum málaferlum líður þá verði farið í framkvæmdir. Þáttarstjórnandinn sagði að ekki væri að sjá að framkvæmdin væri svo aðkallandi að rjúka yrði í hana með forgangshraði. En Ragnheiður Elín sat líka fyrir svörum í umræddum þætti sem ferðamálaráðherra. Þar var hún ekki eins viss í sinni sök gagnvart eignarréttinum. Hún talaði þar fyrir því baráttumáli ríkisstjórnarinnar að ríkið rukki okkur fyrir að fara á Þingvöll og skoða náttúruperlur Íslands. Um þetta verði að vísu að nást „víðtæk sátt“ og er svo að skilja að þar sé einkum átt við hagsmunaaðila í ferðaiðnaði og landeigendur. Almenningur kemur þarna lítið við sögu og hvergi er minnst á eignarnám í þessu samhengi. Það er þó þarna sem eignarnám væri fullkomlega réttlætanlegt að mínu áliti, þ.e. gagnvart þeim aðilum sem í krafti einkaeignarréttar ætla, í trássi við lög, að græða á náttúruperlum Íslands. Þetta er eins yfirgengilegt og verða má. Í fréttum heyrðist einn talsmanna landeigenda líkja almenningi við börn sem hefðu fengið sleikibrjóstsykur ókeypis um hríð en þyrftu nú að borga fyrir hann. Einhvers staðar var bent á að sú hætta væri raunveruleg að með andvaraleysi og meðvirkni stjórnvalda væri að myndast hér eins konar kvótakerfi þar sem ekki bara eigendur að landi færu að umgangast náttúruperlur sem eign sína, heldur tæki fjármálakerfið undir með því að heimila veðsetningu á nýtingu „eigna“ af þessu tagi inn í framtíðina. Þar með myndaðist tilkall til tekna af náttúruperlum sem enginn bókstafur er þó fyrir í lögum. Hér hræða sporin úr sjávarútveginum. Einni spurningu vildi ég heyra ferðamálaráðherrann og iðnaðarráðherrann svara úr einum og sama munninum: Hvort ekki væri ráð að snúa forgangsröðinni við, sýna landeigendum á Suðurnesjum ögn meiri biðlund en draga úr undirgefni við þá aðila sem eru að fjárnýta náttúruperlur Íslands í eiginhagsmunaskyni undir því falska yfirskini að vera sérstakir varðstöðumenn náttúru Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Það var engan bilbug að finna á Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðarráðherra þegar hún mætti í sjónvarpsþátt á dögunum til að réttlæta eignarnám á landi undir rafmagnslínu á Suðurnesjum. Hún tók það sérstaklega fram að þótt eigendur færu í mál myndi það ekki „fresta réttaráhrifum“, sem á mannamáli þýðir að hvað sem öllum málaferlum líður þá verði farið í framkvæmdir. Þáttarstjórnandinn sagði að ekki væri að sjá að framkvæmdin væri svo aðkallandi að rjúka yrði í hana með forgangshraði. En Ragnheiður Elín sat líka fyrir svörum í umræddum þætti sem ferðamálaráðherra. Þar var hún ekki eins viss í sinni sök gagnvart eignarréttinum. Hún talaði þar fyrir því baráttumáli ríkisstjórnarinnar að ríkið rukki okkur fyrir að fara á Þingvöll og skoða náttúruperlur Íslands. Um þetta verði að vísu að nást „víðtæk sátt“ og er svo að skilja að þar sé einkum átt við hagsmunaaðila í ferðaiðnaði og landeigendur. Almenningur kemur þarna lítið við sögu og hvergi er minnst á eignarnám í þessu samhengi. Það er þó þarna sem eignarnám væri fullkomlega réttlætanlegt að mínu áliti, þ.e. gagnvart þeim aðilum sem í krafti einkaeignarréttar ætla, í trássi við lög, að græða á náttúruperlum Íslands. Þetta er eins yfirgengilegt og verða má. Í fréttum heyrðist einn talsmanna landeigenda líkja almenningi við börn sem hefðu fengið sleikibrjóstsykur ókeypis um hríð en þyrftu nú að borga fyrir hann. Einhvers staðar var bent á að sú hætta væri raunveruleg að með andvaraleysi og meðvirkni stjórnvalda væri að myndast hér eins konar kvótakerfi þar sem ekki bara eigendur að landi færu að umgangast náttúruperlur sem eign sína, heldur tæki fjármálakerfið undir með því að heimila veðsetningu á nýtingu „eigna“ af þessu tagi inn í framtíðina. Þar með myndaðist tilkall til tekna af náttúruperlum sem enginn bókstafur er þó fyrir í lögum. Hér hræða sporin úr sjávarútveginum. Einni spurningu vildi ég heyra ferðamálaráðherrann og iðnaðarráðherrann svara úr einum og sama munninum: Hvort ekki væri ráð að snúa forgangsröðinni við, sýna landeigendum á Suðurnesjum ögn meiri biðlund en draga úr undirgefni við þá aðila sem eru að fjárnýta náttúruperlur Íslands í eiginhagsmunaskyni undir því falska yfirskini að vera sérstakir varðstöðumenn náttúru Íslands.
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun