Sjálfskipuð einangrun evrópsks smáríkis Magnús Árni Magnússon skrifar 18. mars 2014 07:00 Í alþjóðastjórnmálum er áhrifamikil kenning um smáríki að það sé í raun ekki valkostur fyrir þau að standa ein og óstudd á alþjóðavettvangi, enda takast þar á miklir hagsmunir og fátt fæst fyrir lítið þegar á hólminn er komið. Þess vegna geti smáríki eingöngu lifað af og tryggt hagsmuni sína með tvennum hætti; Annars vegar að halla sér þétt upp að stóru og voldugu nágrannaríki og láta það sjá um að vernda sig og styðja, ellegar að bindast samtökum, helst þar sem stóru ríkin eru innanborðs og flétta þau í net samninga og samskiptareglna sem tryggja að smáríkin geti átt við þau stóru á eins miklum jafnréttisgrundvelli og mögulegt er. Evrópusambandið er besta dæmið um svona samtök. Í Evrópusambandinu eru mjög mörg smáríki, en einungis fjögur stór ríki, Bretland, Frakkland, Þýskaland og Ítalía. Það að þau eru þarna fjögur kemur í veg fyrir að eitthvert þeirra geti í reynd stýrt sambandinu og innan Evrópusambandsins mynda ríki bandalög þvers og kruss þegar kemur að því að gæta hagsmuna sinna. Þau vita það öll – stór sem smá – að leikurinn heldur áfram og það getur komið að því að þau þurfi á næsta ríki að halda í næstu samningalotu og þar af leiðandi forðast þau í lengstu lög að svíkja hvert annað þegar kemur að samningaborðinu. Þau standa líka saman út á við gagnvart ríkjum sem ekki tilheyra klúbbnum. Fyrir ríki – og þá sérstaklega smáríki – sem standa utan þessa bandalags gilda ekki sömu reglur. Það hefur litlar sem engar afleiðingar fyrir Evrópusambandið, eða ríki þess að koma mjög harkalega fram gagnvart svoleiðis ríkjum. Ríkjum eins og Íslandi, sem eiga allt sitt undir góðum tengslum við Evrópusambandið, en hafa engin tök á að verja hagsmuni sína með öðru en að höfða til manngæsku og sanngirni. En manngæska og sanngirni koma mönnum bara ákveðið langt í alþjóðastjórnmálum. Þannig er það bara. Þegar hinir grimmu hagsmunir taka við þurfa ríki að staldra við aðra þætti. Einangrað með Svartapétri Þetta er ástæðan fyrir því að enn á ný stendur Ísland uppi einangrað með Svartapétur í alþjóðastjórnmálum, nú í makríldeilunni. Meira að segja Færeyingar – sem vita sem er að þeir eiga miklu meira undir góðu sambandi við Evrópusambandið og Noreg en Ísland – sáu ekki ástæðu til að standa með Íslendingum í þetta skipti, hvað þá Norðmenn, sem eru það ríki sem Ísland hefur kosið að halla sér þéttast upp að í alþjóðastjórnmálum þessi misserin með nánast algeru trausti á þá varðandi mikilvægasta þátt íslenskra alþjóðahagsmuna, EES-samninginn. Ísland kaus lengst af fyrri kostinn sem smáríki stendur til boða. Að halla sér upp að voldugu nágrannaríki. Bandaríkin gegndu því hlutverki megnið af lýðveldistímanum. Þeir yfirgáfu þetta litla bandalagsríki sitt endanlega 2006 og tveimur árum síðar stóð Ísland uppi algerlega einangrað á alþjóðavettvangi, úthrópað sem blóraböggull í mesta efnahagshruni sögunnar. Strax um sumarið 2009 tók ríkisstjórn Íslands það heillaskref að rjúfa þessa einangrun með því að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Með því að velja þann kost sem nánast öll smáríki Evrópu hafa valið til að standa vörð um sína hagsmuni. Ný ríkisstjórn er nú að gera sitt besta til að rjúfa það ferli. Enn á ný skilar það sér í algerri einangrun Íslands á alþjóðavettvangi. Nú stendur okkur bara til boða að hrópa á torgum: „Þetta er svindl!“ Enginn mun hlusta. Hvað þurfum við að fórna miklu til að núverandi valdhafar átti sig á þeirri stöðu sem við erum í? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Í alþjóðastjórnmálum er áhrifamikil kenning um smáríki að það sé í raun ekki valkostur fyrir þau að standa ein og óstudd á alþjóðavettvangi, enda takast þar á miklir hagsmunir og fátt fæst fyrir lítið þegar á hólminn er komið. Þess vegna geti smáríki eingöngu lifað af og tryggt hagsmuni sína með tvennum hætti; Annars vegar að halla sér þétt upp að stóru og voldugu nágrannaríki og láta það sjá um að vernda sig og styðja, ellegar að bindast samtökum, helst þar sem stóru ríkin eru innanborðs og flétta þau í net samninga og samskiptareglna sem tryggja að smáríkin geti átt við þau stóru á eins miklum jafnréttisgrundvelli og mögulegt er. Evrópusambandið er besta dæmið um svona samtök. Í Evrópusambandinu eru mjög mörg smáríki, en einungis fjögur stór ríki, Bretland, Frakkland, Þýskaland og Ítalía. Það að þau eru þarna fjögur kemur í veg fyrir að eitthvert þeirra geti í reynd stýrt sambandinu og innan Evrópusambandsins mynda ríki bandalög þvers og kruss þegar kemur að því að gæta hagsmuna sinna. Þau vita það öll – stór sem smá – að leikurinn heldur áfram og það getur komið að því að þau þurfi á næsta ríki að halda í næstu samningalotu og þar af leiðandi forðast þau í lengstu lög að svíkja hvert annað þegar kemur að samningaborðinu. Þau standa líka saman út á við gagnvart ríkjum sem ekki tilheyra klúbbnum. Fyrir ríki – og þá sérstaklega smáríki – sem standa utan þessa bandalags gilda ekki sömu reglur. Það hefur litlar sem engar afleiðingar fyrir Evrópusambandið, eða ríki þess að koma mjög harkalega fram gagnvart svoleiðis ríkjum. Ríkjum eins og Íslandi, sem eiga allt sitt undir góðum tengslum við Evrópusambandið, en hafa engin tök á að verja hagsmuni sína með öðru en að höfða til manngæsku og sanngirni. En manngæska og sanngirni koma mönnum bara ákveðið langt í alþjóðastjórnmálum. Þannig er það bara. Þegar hinir grimmu hagsmunir taka við þurfa ríki að staldra við aðra þætti. Einangrað með Svartapétri Þetta er ástæðan fyrir því að enn á ný stendur Ísland uppi einangrað með Svartapétur í alþjóðastjórnmálum, nú í makríldeilunni. Meira að segja Færeyingar – sem vita sem er að þeir eiga miklu meira undir góðu sambandi við Evrópusambandið og Noreg en Ísland – sáu ekki ástæðu til að standa með Íslendingum í þetta skipti, hvað þá Norðmenn, sem eru það ríki sem Ísland hefur kosið að halla sér þéttast upp að í alþjóðastjórnmálum þessi misserin með nánast algeru trausti á þá varðandi mikilvægasta þátt íslenskra alþjóðahagsmuna, EES-samninginn. Ísland kaus lengst af fyrri kostinn sem smáríki stendur til boða. Að halla sér upp að voldugu nágrannaríki. Bandaríkin gegndu því hlutverki megnið af lýðveldistímanum. Þeir yfirgáfu þetta litla bandalagsríki sitt endanlega 2006 og tveimur árum síðar stóð Ísland uppi algerlega einangrað á alþjóðavettvangi, úthrópað sem blóraböggull í mesta efnahagshruni sögunnar. Strax um sumarið 2009 tók ríkisstjórn Íslands það heillaskref að rjúfa þessa einangrun með því að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Með því að velja þann kost sem nánast öll smáríki Evrópu hafa valið til að standa vörð um sína hagsmuni. Ný ríkisstjórn er nú að gera sitt besta til að rjúfa það ferli. Enn á ný skilar það sér í algerri einangrun Íslands á alþjóðavettvangi. Nú stendur okkur bara til boða að hrópa á torgum: „Þetta er svindl!“ Enginn mun hlusta. Hvað þurfum við að fórna miklu til að núverandi valdhafar átti sig á þeirri stöðu sem við erum í?
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun