Brotið tvöfalt á fötluðum nemendum í kennaraverkfallinu Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 19. mars 2014 00:00 Hundruð kennara mættu í verkfallsmiðstöðina á höfuðborgarsvæðinu í gær. Vísir/vilhelm „Við teljum að það sé verið að brjóta tvöfalt á fötluðum börnum í verkfalli framhaldsskólakennara. Þau fá hvorki sérstaka aðstoð við námið né þjónustu sem tengist fötlun þeirra á meðan á verkfallinu stendur.“ Þetta segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, sem skora á samninganefnd ríkisins að ganga nú þegar til samninga við Félag framhaldsskólakennara. Hún getur þess að þroskaþjálfar og fagmenntað starfsfólk sem ekki er í verkfalli geti vegna innra skipulags ekki tekið á móti fötluðum nemendum í skólana þótt þeir eigi að fá þar réttindabundna þjónustu. „Það hefur verið rætt um að auka hugsanleg frístundaúrræði fyrir fötluð ungmenni í Hinu húsinu en borgaryfirvöld segja það ekki vera á þeirra ábyrgð að setja fjármagn í slíkt auk þess sem slíkt væri verkfallsbrot. Þessu erum við ekki sammála. Það þvo allir hendur sínar af þessum nemendum.“Bryndís SnæbjörnsdóttirBryndís segir það undarlegt að ekki skuli hafa verið hugað að því fyrirfram hvernig verkfallið kæmi niður á fötluðum nemendum. „Við sem félagasamtök höfum ekki tækifæri til að biðja um undanþágu. Það er verkefni skólanna. Svo er heldur ekki hægt að sækja um undanþágu fyrir hóp einstaklinga, heldur eingöngu fyrir hvern og einn.“ Sjálf á Bryndís tvær fatlaðar dætur sem hún segir heppnar. „Þær eru þátttakendur í tilraunaverkefni um notendastýrða persónulega aðstoð. Það þýðir að þær geta verið heima með sínum aðstoðarmanni. En það þýðir ekki að maður eigi að sitja hjá þar sem þetta kemur niður á mörgum. Langverst kemur þetta niður á einhverfu börnunum sem þola enga röskun.“ „Verkfall framhaldsskólakennara kemur mjög illa niður á dóttur okkar,“ segir Gunnar Bjarnason, faðir fjölfatlaðrar stúlku sem er nemandi í Fjölbrautaskólanum í Ármúla. Hann segir dóttur sína mjög háða rútínu sem nú hafi dottið niður. „Þetta hefur áhrif á svefninn hjá henni og almenna líðan. Hún hefur fengið iðjuþjálfun í skólanum og farið í leikfimi og sund á skólatíma. Þetta hefur skipt hana miklu máli. Að fara á mis við þetta dregur úr lífsgæðum hennar.“ Gunnar segir það jafnframt lenda á foreldrunum að bjarga málum frá degi til dags. „Það er ekki hægt að skilja hana eftir eina heima eins og aðra unglinga. Við kvöbbum á þeim sem geta hjálpað okkur og sjáum svo sjálf um þetta að öðru leyti.“ Fatlaður nemandi í framhaldsskóla, sem býr í skammtímavistun í tvær vikur í mánuði og hinar tvær hjá foreldrunum, er sendur heim úr skammtímavistuninni á morgnana vegna verkfalls framhaldsskólakennara, að því er Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, greinir frá. „Skammtímavistunin má ekki veita honum þjónustu yfir daginn þar sem það er verkfallsbrot. Maður veltir því fyrir sér hvað hefði gerst ef foreldrarnir hefðu ætlað að fara í utanlandsferð þessar tvær vikur sem hann á að vera í skammtímavistun. Hefði hann þá bara verið settur á þröskuldinn?“ Bryndís segir að 18 ára nemendur ættu ekki að vera á ábyrgð foreldra. „Það er ekki boðlegt í nútímaþjóðfélagi að foreldrar þurfi að taka sér launalaust frí frá vinnu til að sinna fullorðnum börnum.“ Kennaraverkfall Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
„Við teljum að það sé verið að brjóta tvöfalt á fötluðum börnum í verkfalli framhaldsskólakennara. Þau fá hvorki sérstaka aðstoð við námið né þjónustu sem tengist fötlun þeirra á meðan á verkfallinu stendur.“ Þetta segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, sem skora á samninganefnd ríkisins að ganga nú þegar til samninga við Félag framhaldsskólakennara. Hún getur þess að þroskaþjálfar og fagmenntað starfsfólk sem ekki er í verkfalli geti vegna innra skipulags ekki tekið á móti fötluðum nemendum í skólana þótt þeir eigi að fá þar réttindabundna þjónustu. „Það hefur verið rætt um að auka hugsanleg frístundaúrræði fyrir fötluð ungmenni í Hinu húsinu en borgaryfirvöld segja það ekki vera á þeirra ábyrgð að setja fjármagn í slíkt auk þess sem slíkt væri verkfallsbrot. Þessu erum við ekki sammála. Það þvo allir hendur sínar af þessum nemendum.“Bryndís SnæbjörnsdóttirBryndís segir það undarlegt að ekki skuli hafa verið hugað að því fyrirfram hvernig verkfallið kæmi niður á fötluðum nemendum. „Við sem félagasamtök höfum ekki tækifæri til að biðja um undanþágu. Það er verkefni skólanna. Svo er heldur ekki hægt að sækja um undanþágu fyrir hóp einstaklinga, heldur eingöngu fyrir hvern og einn.“ Sjálf á Bryndís tvær fatlaðar dætur sem hún segir heppnar. „Þær eru þátttakendur í tilraunaverkefni um notendastýrða persónulega aðstoð. Það þýðir að þær geta verið heima með sínum aðstoðarmanni. En það þýðir ekki að maður eigi að sitja hjá þar sem þetta kemur niður á mörgum. Langverst kemur þetta niður á einhverfu börnunum sem þola enga röskun.“ „Verkfall framhaldsskólakennara kemur mjög illa niður á dóttur okkar,“ segir Gunnar Bjarnason, faðir fjölfatlaðrar stúlku sem er nemandi í Fjölbrautaskólanum í Ármúla. Hann segir dóttur sína mjög háða rútínu sem nú hafi dottið niður. „Þetta hefur áhrif á svefninn hjá henni og almenna líðan. Hún hefur fengið iðjuþjálfun í skólanum og farið í leikfimi og sund á skólatíma. Þetta hefur skipt hana miklu máli. Að fara á mis við þetta dregur úr lífsgæðum hennar.“ Gunnar segir það jafnframt lenda á foreldrunum að bjarga málum frá degi til dags. „Það er ekki hægt að skilja hana eftir eina heima eins og aðra unglinga. Við kvöbbum á þeim sem geta hjálpað okkur og sjáum svo sjálf um þetta að öðru leyti.“ Fatlaður nemandi í framhaldsskóla, sem býr í skammtímavistun í tvær vikur í mánuði og hinar tvær hjá foreldrunum, er sendur heim úr skammtímavistuninni á morgnana vegna verkfalls framhaldsskólakennara, að því er Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, greinir frá. „Skammtímavistunin má ekki veita honum þjónustu yfir daginn þar sem það er verkfallsbrot. Maður veltir því fyrir sér hvað hefði gerst ef foreldrarnir hefðu ætlað að fara í utanlandsferð þessar tvær vikur sem hann á að vera í skammtímavistun. Hefði hann þá bara verið settur á þröskuldinn?“ Bryndís segir að 18 ára nemendur ættu ekki að vera á ábyrgð foreldra. „Það er ekki boðlegt í nútímaþjóðfélagi að foreldrar þurfi að taka sér launalaust frí frá vinnu til að sinna fullorðnum börnum.“
Kennaraverkfall Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira